Getur hvorki staðfest né neitað að Ísland haldi Eurovision ef Ástralía vinnur Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. maí 2019 14:00 Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri getur ekki tjáð sig um það hvort Ísland muni halda Eurovision, beri Ástralía sigur úr býtum. Vísir/Samsett Útvarpsstjóri getur hvorki staðfest né neitað að Eurovision-söngvakeppnin verði haldin á Íslandi, komi til þess að Ástralía vinni keppnina. Orðrómur þess efnis hefur komist á kreik í tengslum við keppnina í ár en sigurlíkur Ástralíu teljast nú nokkuð góðar. Ástralía má ekki halda keppnina samkvæmt reglum Eurovision. „Ég get ekki tjáð mig um það,“ segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri, inntur eftir því hvort einhverjar viðræður hafi átt sér stað milli RÚV og EBU, Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, um gestgjafahlutverk Íslands í tilfelli Ástralíusigurs. Hann staðfestir hvorki umræddan orðróm né vísar honum á bug.Sjá einnig: Afhentu áströlsku söngkonunni heiðurssleggju Hatara Heimildir fréttastofu herma að nú sé hvíslað um mögulega aðkomu Íslands að keppninni ef Ástralía vinnur. Orðrómurinn fari nokkuð hátt úti í Tel Aviv en íslenski og ástralski hópurinn gista þar á sama hóteli. Þá hefur farið afar vel á með Hataramönnum, fulltrúum Íslands, og Kate Miller Heidke, sem syngur ástralska framlagið, í keppninni.Horfðu til Þýskalands og Bretlands Ástralía tekur þátt í Eurovision í fimmta sinn í ár en landið tók fyrst þátt árið 2015 og hefur vegnað afar vel í keppninni síðan þá. Ástralskt framlag hefur þrisvar hafnað í efstu tíu sætunum á fjórum árum, þar af einu sinni í öðru sæti. Í þátttökusamningnum er þó kveðið á um að Ástralía megi ekki halda keppnina líkt og hefð er fyrir að vinningsþjóðin geri. Fljótlega eftir að tilkynnt var um þátttöku Ástralíu gaf EBU það út að einkum yrði horft til Þýskalands og Bretlands ef Ástralía ynni keppnina. Jon Ola búinn að leggja blessun sína yfir húsakostinn Ljóst þykir að Ástralía sé líkleg til stórræða í ár en þegar þetta er ritað er landinu spáð öðru sæti í keppninni. Flestir veðja þó enn á Hollendinginn Duncan Laurence og lag hans, Arcade. Þannig bendir margt til þess að Eurovision verði haldin í Hollandi árið 2020 og að Íslendingar þurfi ekki að hafa áhyggjur af skipulagningu keppninnar á næsta ári.Jon Ola Sand framkvæmdastjóri Eurovision.Vísir/EPAÍsland er þó vissulega í stakk búið til að halda Eurovision, ef marka má mat Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision, en hann kom hingað til lands í vor og gerði úttekt á mannvirkjum sem gætu hýst keppnina. Hann lagði m.a. blessun sína yfir Kórinn í Kópavogi og Egilshöll og var jafnframt bjartsýnn á gengi Hatara í keppninni. Þó að Magnús Geir geti ekki tjáð sig um mögulega aðkomu RÚV að Ástralíusigri segist hann gríðarlega spenntur fyrir keppninni í kvöld og stoltur af Höturum. Hann treystir sér þó ekki til þess að spá nákvæmlega fyrir um gengi sveitarinnar í kvöld. „Hatrið mun auðvitað sigra, en nákvæmlega í hvaða sæti þori ég ekki nákvæmlega að segja til um.“ Eurovision Tengdar fréttir Þetta hafa erlendir blaðamenn að segja um Hatara Í kvöld tekur Hatari þátt í lokakvöldinu í Eurovision og flytur þá lagið Hatrið mun sigra en Ísland er 17. atriðið í kvöld. 18. maí 2019 12:00 Eurovision-vaktin: Stóra stundin rennur upp hjá Hatara Allt sem máli skiptir á stóra deginum á einum stað. 18. maí 2019 11:15 Öll Eurovision-vötn falla til Hollands Hollendingar, með Duncan Laurence einan á píanóinu, eru af mörgum taldir sigurstranglegir í Eurovision í kvöld. Veðbankar um allan heim setja þá í fyrsta sæti. Liðsmenn Hatara eru klárir í kvöldið eftir aukaæfingu. 18. maí 2019 07:15 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira
Útvarpsstjóri getur hvorki staðfest né neitað að Eurovision-söngvakeppnin verði haldin á Íslandi, komi til þess að Ástralía vinni keppnina. Orðrómur þess efnis hefur komist á kreik í tengslum við keppnina í ár en sigurlíkur Ástralíu teljast nú nokkuð góðar. Ástralía má ekki halda keppnina samkvæmt reglum Eurovision. „Ég get ekki tjáð mig um það,“ segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri, inntur eftir því hvort einhverjar viðræður hafi átt sér stað milli RÚV og EBU, Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, um gestgjafahlutverk Íslands í tilfelli Ástralíusigurs. Hann staðfestir hvorki umræddan orðróm né vísar honum á bug.Sjá einnig: Afhentu áströlsku söngkonunni heiðurssleggju Hatara Heimildir fréttastofu herma að nú sé hvíslað um mögulega aðkomu Íslands að keppninni ef Ástralía vinnur. Orðrómurinn fari nokkuð hátt úti í Tel Aviv en íslenski og ástralski hópurinn gista þar á sama hóteli. Þá hefur farið afar vel á með Hataramönnum, fulltrúum Íslands, og Kate Miller Heidke, sem syngur ástralska framlagið, í keppninni.Horfðu til Þýskalands og Bretlands Ástralía tekur þátt í Eurovision í fimmta sinn í ár en landið tók fyrst þátt árið 2015 og hefur vegnað afar vel í keppninni síðan þá. Ástralskt framlag hefur þrisvar hafnað í efstu tíu sætunum á fjórum árum, þar af einu sinni í öðru sæti. Í þátttökusamningnum er þó kveðið á um að Ástralía megi ekki halda keppnina líkt og hefð er fyrir að vinningsþjóðin geri. Fljótlega eftir að tilkynnt var um þátttöku Ástralíu gaf EBU það út að einkum yrði horft til Þýskalands og Bretlands ef Ástralía ynni keppnina. Jon Ola búinn að leggja blessun sína yfir húsakostinn Ljóst þykir að Ástralía sé líkleg til stórræða í ár en þegar þetta er ritað er landinu spáð öðru sæti í keppninni. Flestir veðja þó enn á Hollendinginn Duncan Laurence og lag hans, Arcade. Þannig bendir margt til þess að Eurovision verði haldin í Hollandi árið 2020 og að Íslendingar þurfi ekki að hafa áhyggjur af skipulagningu keppninnar á næsta ári.Jon Ola Sand framkvæmdastjóri Eurovision.Vísir/EPAÍsland er þó vissulega í stakk búið til að halda Eurovision, ef marka má mat Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision, en hann kom hingað til lands í vor og gerði úttekt á mannvirkjum sem gætu hýst keppnina. Hann lagði m.a. blessun sína yfir Kórinn í Kópavogi og Egilshöll og var jafnframt bjartsýnn á gengi Hatara í keppninni. Þó að Magnús Geir geti ekki tjáð sig um mögulega aðkomu RÚV að Ástralíusigri segist hann gríðarlega spenntur fyrir keppninni í kvöld og stoltur af Höturum. Hann treystir sér þó ekki til þess að spá nákvæmlega fyrir um gengi sveitarinnar í kvöld. „Hatrið mun auðvitað sigra, en nákvæmlega í hvaða sæti þori ég ekki nákvæmlega að segja til um.“
Eurovision Tengdar fréttir Þetta hafa erlendir blaðamenn að segja um Hatara Í kvöld tekur Hatari þátt í lokakvöldinu í Eurovision og flytur þá lagið Hatrið mun sigra en Ísland er 17. atriðið í kvöld. 18. maí 2019 12:00 Eurovision-vaktin: Stóra stundin rennur upp hjá Hatara Allt sem máli skiptir á stóra deginum á einum stað. 18. maí 2019 11:15 Öll Eurovision-vötn falla til Hollands Hollendingar, með Duncan Laurence einan á píanóinu, eru af mörgum taldir sigurstranglegir í Eurovision í kvöld. Veðbankar um allan heim setja þá í fyrsta sæti. Liðsmenn Hatara eru klárir í kvöldið eftir aukaæfingu. 18. maí 2019 07:15 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira
Þetta hafa erlendir blaðamenn að segja um Hatara Í kvöld tekur Hatari þátt í lokakvöldinu í Eurovision og flytur þá lagið Hatrið mun sigra en Ísland er 17. atriðið í kvöld. 18. maí 2019 12:00
Eurovision-vaktin: Stóra stundin rennur upp hjá Hatara Allt sem máli skiptir á stóra deginum á einum stað. 18. maí 2019 11:15
Öll Eurovision-vötn falla til Hollands Hollendingar, með Duncan Laurence einan á píanóinu, eru af mörgum taldir sigurstranglegir í Eurovision í kvöld. Veðbankar um allan heim setja þá í fyrsta sæti. Liðsmenn Hatara eru klárir í kvöldið eftir aukaæfingu. 18. maí 2019 07:15