Skólameistara MA og lögreglu greinir á um leyfi fyrir malarflutningavögnunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. maí 2019 20:48 Menntaskólinn á Akureyri. Skólameistari Menntaskólans á Akureyri segir ferðir vagna vegna dimmiteringar útskriftarnemenda skólans vera tilkynntar lögreglu fyrir fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum í kjölfar slyss sem varð við dimmiteringu í gær, þar sem nítján ára stúlka slasaðist alvarlega í andliti þegar hún klemmdist í vökvaknúinni loku á malarflutningavagni. Það stangast þó á við upplýsingar sem fréttastofa hefur frá Jóhannesi Sigfússyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra, sem hafði áður sagt lögreglu ekki hafa gefið leyfi fyrir fólksflutningum með malarflutningavögnum. Í tilkynningunni, sem undirrituð er af skólameistara, kemur fram að á dimmisio Menntaskólans á Akureyri kveðji nemendur kennara sína á síðasta kennsludegi. Vagnaferðir um bæinn eru hluti af þeim degi. „Að þessu sinni voru óvenju margir bekkir á ferð á vögnum um bæinn enda tvöfaldur árgangur að brautskrást frá skólanum. Þessar ferðir eru tilkynntar lögreglu fyrir fram,“ segir í tilkynningunni.Lögreglan hafi ekki heimild til að veita leyfi fyrir vögnunum Orð skólameistarans um að lögreglu sé kunnugt um ferðir nemenda á vögnum ríma þó ekki við það sem Jóhannes Sigfússon, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Norðurlandi eystra, sagði við fréttastofu vegna málsins í gær. Í viðtali við Vísi sagði hann lögreglu ekki hafa gefið leyfi fyrir fólksflutningum með malarflutningavögnum á borð við þann sem átt hafi í hlut. Lögregla muni hér eftir taka fyrir slíka flutninga, enda ekki innan valdsviðs hennar að veita heimild fyrir fólksflutningum með slíkum vögnum, þar sem þeir séu ekki ætlaðir fólksflutningum. Þegar fréttastofa hafði samband við Jón Má vegna ósamræmis í orðum hans og Jóhannesar sagði hann best að láta lögregluna um að svara fyrir málið, en hann vildi ekkert tjá sig að öðru leyti. Ekki náðist í Jóhannes Sigfússon vegna málsins og lögreglan á Norðurlandi eystra vildi ekki tjá sig þegar fréttastofa leitaði eftir því. Akureyri Lögreglumál Tengdar fréttir Slasaðist alvarlega við dimmiteringu á Akureyri Stúlkan var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og fengu vitni að slysinu aðhlynningu hjá áfallateymi Rauða krossins. 16. maí 2019 12:30 Nemendur MA slegnir eftir alvarlegt slys á dimmisjón Nemendur Menntaskólans á Akureyri eru slegnir eftir alvarlegt slys sem varð við dimmiteringu útskriftarnema í bænum í gær, að sögn formanns nemendafélags skólans sem dimmiteraði ásamt samnemendum sínum í gær. 16. maí 2019 14:45 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Skólameistari Menntaskólans á Akureyri segir ferðir vagna vegna dimmiteringar útskriftarnemenda skólans vera tilkynntar lögreglu fyrir fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum í kjölfar slyss sem varð við dimmiteringu í gær, þar sem nítján ára stúlka slasaðist alvarlega í andliti þegar hún klemmdist í vökvaknúinni loku á malarflutningavagni. Það stangast þó á við upplýsingar sem fréttastofa hefur frá Jóhannesi Sigfússyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra, sem hafði áður sagt lögreglu ekki hafa gefið leyfi fyrir fólksflutningum með malarflutningavögnum. Í tilkynningunni, sem undirrituð er af skólameistara, kemur fram að á dimmisio Menntaskólans á Akureyri kveðji nemendur kennara sína á síðasta kennsludegi. Vagnaferðir um bæinn eru hluti af þeim degi. „Að þessu sinni voru óvenju margir bekkir á ferð á vögnum um bæinn enda tvöfaldur árgangur að brautskrást frá skólanum. Þessar ferðir eru tilkynntar lögreglu fyrir fram,“ segir í tilkynningunni.Lögreglan hafi ekki heimild til að veita leyfi fyrir vögnunum Orð skólameistarans um að lögreglu sé kunnugt um ferðir nemenda á vögnum ríma þó ekki við það sem Jóhannes Sigfússon, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Norðurlandi eystra, sagði við fréttastofu vegna málsins í gær. Í viðtali við Vísi sagði hann lögreglu ekki hafa gefið leyfi fyrir fólksflutningum með malarflutningavögnum á borð við þann sem átt hafi í hlut. Lögregla muni hér eftir taka fyrir slíka flutninga, enda ekki innan valdsviðs hennar að veita heimild fyrir fólksflutningum með slíkum vögnum, þar sem þeir séu ekki ætlaðir fólksflutningum. Þegar fréttastofa hafði samband við Jón Má vegna ósamræmis í orðum hans og Jóhannesar sagði hann best að láta lögregluna um að svara fyrir málið, en hann vildi ekkert tjá sig að öðru leyti. Ekki náðist í Jóhannes Sigfússon vegna málsins og lögreglan á Norðurlandi eystra vildi ekki tjá sig þegar fréttastofa leitaði eftir því.
Akureyri Lögreglumál Tengdar fréttir Slasaðist alvarlega við dimmiteringu á Akureyri Stúlkan var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og fengu vitni að slysinu aðhlynningu hjá áfallateymi Rauða krossins. 16. maí 2019 12:30 Nemendur MA slegnir eftir alvarlegt slys á dimmisjón Nemendur Menntaskólans á Akureyri eru slegnir eftir alvarlegt slys sem varð við dimmiteringu útskriftarnema í bænum í gær, að sögn formanns nemendafélags skólans sem dimmiteraði ásamt samnemendum sínum í gær. 16. maí 2019 14:45 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Slasaðist alvarlega við dimmiteringu á Akureyri Stúlkan var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og fengu vitni að slysinu aðhlynningu hjá áfallateymi Rauða krossins. 16. maí 2019 12:30
Nemendur MA slegnir eftir alvarlegt slys á dimmisjón Nemendur Menntaskólans á Akureyri eru slegnir eftir alvarlegt slys sem varð við dimmiteringu útskriftarnema í bænum í gær, að sögn formanns nemendafélags skólans sem dimmiteraði ásamt samnemendum sínum í gær. 16. maí 2019 14:45