Landspítalinn greiddi 16% meira í yfirvinnu vegna manneklu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. maí 2019 19:00 Mannekla í hópi hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum á síðasta ári olli því að laun og launatengd gjöld á spítalanum hækkuðu meira en launavísitala að sögn forstjóra spítalans. Þá réð hækkun á gengi því að lyfseðilsskyld lyf hækkuðu um tæpan fjórðung milli ára. Ársvelta spítalans hækkaði um ríflega sex milljarða króna milli 2017 og 2018. Ársvelta spítalans á síðasta ári nam rúmum sjötíu og fjórum milljörðum króna og var um sex milljörðum hærri en árið á undan. Þetta kemur fram í ársreikningi Landspítalans fyrir árið 2018. Páll Matthíasson segir að ástæðan sé sú að starfsemin hafi aukist en fleira komi til. „Þetta skýrist almennt af kostnaðarauka, verðbólgu og gengisbreytingu,“ segir Páll. Mörg lyf of dýr Hann segir að gengishækkunin hafi einkum átt þátt í að lyfjakostnaður jókst talsvert milli ára þar sem almenn lyf hækkuðu um ellefu prósent og lyfseðilsskyld lyf um tæpan fjórðung. „Þessi ofsadýru lyf eru ekki í þessum flokki. Um er að ræða almenn lyf sem eru notuð á spítalanum en gengið hefur hækkað mikið sem hefur valdið þessari þróun. Á sama tíma höfum við verið að ná afar góðum samningum við lyfsala en það dugar ekki til að vega uppá móti,“ segir Páll. Aðspurður um hvort lyf séuof dýr segir Páll: „Í mörgum tilvikum eru þau það en tæknin er þannig að það er hægt að framleiða afar dýr lyf þannig að bilið á milli þess sem hugsanlega væri hægt að gera ef peningar væru engin fyrirstaða og þess sem þjóðfélagið hefur efni á breikkar stöðugt. Þetta mun aðeins aukast á næstu árum og það þarf að eiga sér stað um hvernig eigi að forgangsraða varðandi þessi mál,“ segir Páll. Yfirvinnulaun vegna skorts á hjúkrunarfræðingum Launagjöld hækkuðu umfram launavísitölu á síðasta ári og nam hækkunin ríflega ellefu prósentum. Af þeim vóg yfirvinnan mest en hún hækkaði um sextán prósent. Páll segir að skortur á hjúkrunarfræðingum skýri einkum þessa hækkun milli ára. „Við höfum í vaxandi mæli þurft að mæta vaxandi álagi og auknum önnum með breytilegri yfirvinnu sem felur í sér að við höfum þurft að borga örþreyttu starfsfólki fyrir að taka að sér aukavaktir til að gera staðið undir þjónustu við sjúklinga. Þetta er dýrara en ef við hefðum nógu marga hjúkrunarfræðinga til að standa vaktir á spítalanum,“ segir Páll. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Mannekla í hópi hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum á síðasta ári olli því að laun og launatengd gjöld á spítalanum hækkuðu meira en launavísitala að sögn forstjóra spítalans. Þá réð hækkun á gengi því að lyfseðilsskyld lyf hækkuðu um tæpan fjórðung milli ára. Ársvelta spítalans hækkaði um ríflega sex milljarða króna milli 2017 og 2018. Ársvelta spítalans á síðasta ári nam rúmum sjötíu og fjórum milljörðum króna og var um sex milljörðum hærri en árið á undan. Þetta kemur fram í ársreikningi Landspítalans fyrir árið 2018. Páll Matthíasson segir að ástæðan sé sú að starfsemin hafi aukist en fleira komi til. „Þetta skýrist almennt af kostnaðarauka, verðbólgu og gengisbreytingu,“ segir Páll. Mörg lyf of dýr Hann segir að gengishækkunin hafi einkum átt þátt í að lyfjakostnaður jókst talsvert milli ára þar sem almenn lyf hækkuðu um ellefu prósent og lyfseðilsskyld lyf um tæpan fjórðung. „Þessi ofsadýru lyf eru ekki í þessum flokki. Um er að ræða almenn lyf sem eru notuð á spítalanum en gengið hefur hækkað mikið sem hefur valdið þessari þróun. Á sama tíma höfum við verið að ná afar góðum samningum við lyfsala en það dugar ekki til að vega uppá móti,“ segir Páll. Aðspurður um hvort lyf séuof dýr segir Páll: „Í mörgum tilvikum eru þau það en tæknin er þannig að það er hægt að framleiða afar dýr lyf þannig að bilið á milli þess sem hugsanlega væri hægt að gera ef peningar væru engin fyrirstaða og þess sem þjóðfélagið hefur efni á breikkar stöðugt. Þetta mun aðeins aukast á næstu árum og það þarf að eiga sér stað um hvernig eigi að forgangsraða varðandi þessi mál,“ segir Páll. Yfirvinnulaun vegna skorts á hjúkrunarfræðingum Launagjöld hækkuðu umfram launavísitölu á síðasta ári og nam hækkunin ríflega ellefu prósentum. Af þeim vóg yfirvinnan mest en hún hækkaði um sextán prósent. Páll segir að skortur á hjúkrunarfræðingum skýri einkum þessa hækkun milli ára. „Við höfum í vaxandi mæli þurft að mæta vaxandi álagi og auknum önnum með breytilegri yfirvinnu sem felur í sér að við höfum þurft að borga örþreyttu starfsfólki fyrir að taka að sér aukavaktir til að gera staðið undir þjónustu við sjúklinga. Þetta er dýrara en ef við hefðum nógu marga hjúkrunarfræðinga til að standa vaktir á spítalanum,“ segir Páll.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira