Byrja að innheimta allt að 600 króna sendingargjald 3. júní Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. maí 2019 15:18 400 króna sendingargjald verður lagt á vörur frá löndum innan Evrópu. Vísir/vilhelm Frá og með 3. júní næstkomandi mun svokallað sendingargjald verða innheimt af sendingum frá útlöndum. Sendingargjaldið verður 400 krónur fyrir sendingar frá Evrópu en 600 krónur fyrir sendingar frá löndum utan Evrópu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslandspósti. Alþingi samþykkti nýverið viðauka við póstlög sem heimila slíka ráðstöfun en sendingargjaldinu er ætlað að standa undir kostnaði við dreifingu erlendra sendinga sem hingað berast frá erlendum póstfyrirtækjum. Eftir breytinguna munu sendingar frá útlöndum sem innihalda vörur því bera aðflutningsgjöld sem greidd eru til ríkisins, ásamt umsýslugjaldi og hinu nýja sendingargjaldi sem Íslandspóstur innheimtir. Í tilkynningu segir að nauðsynlegt sé að grípa til þessara ráðstafana þar sem verð samkvæmt alþjóðlegum samningum um póstsendingar hefur verið „allt of lágt til að standa straum af kostnaði við dreifingu á Íslandi“. Íslandspóstur hafi þurft að fjármagna þann mismun. Á síðasta ári hafi tapið af þessum hluta starfseminnar verið alls um 920 milljónir króna. Íslandspóstur hafi ekki getað staðið undir þessum kostnaði og hafi stjórnvöld því staðið fyrir áðurnefndri breytingu á lögum um póstþjónustu. Haft er eftir Helgu Sigríði Böðvarsdóttur framkvæmdastjóra fjármálasviðs Íslandspósts að stofnunin geri sér grein fyrir því, og skilji, að þessi ráðstöfun eigi eftir að valda óánægju. Vonast sé til þess að hagstæðari samningar um burðargjald erlendra sendinga séu handan við hornið. „Takist það má vænta þess að þá þurfi ekki að nýta heimild til innheimtu sérstaks sendingargjalds.“ Íslandspóstur Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Sjá meira
Frá og með 3. júní næstkomandi mun svokallað sendingargjald verða innheimt af sendingum frá útlöndum. Sendingargjaldið verður 400 krónur fyrir sendingar frá Evrópu en 600 krónur fyrir sendingar frá löndum utan Evrópu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslandspósti. Alþingi samþykkti nýverið viðauka við póstlög sem heimila slíka ráðstöfun en sendingargjaldinu er ætlað að standa undir kostnaði við dreifingu erlendra sendinga sem hingað berast frá erlendum póstfyrirtækjum. Eftir breytinguna munu sendingar frá útlöndum sem innihalda vörur því bera aðflutningsgjöld sem greidd eru til ríkisins, ásamt umsýslugjaldi og hinu nýja sendingargjaldi sem Íslandspóstur innheimtir. Í tilkynningu segir að nauðsynlegt sé að grípa til þessara ráðstafana þar sem verð samkvæmt alþjóðlegum samningum um póstsendingar hefur verið „allt of lágt til að standa straum af kostnaði við dreifingu á Íslandi“. Íslandspóstur hafi þurft að fjármagna þann mismun. Á síðasta ári hafi tapið af þessum hluta starfseminnar verið alls um 920 milljónir króna. Íslandspóstur hafi ekki getað staðið undir þessum kostnaði og hafi stjórnvöld því staðið fyrir áðurnefndri breytingu á lögum um póstþjónustu. Haft er eftir Helgu Sigríði Böðvarsdóttur framkvæmdastjóra fjármálasviðs Íslandspósts að stofnunin geri sér grein fyrir því, og skilji, að þessi ráðstöfun eigi eftir að valda óánægju. Vonast sé til þess að hagstæðari samningar um burðargjald erlendra sendinga séu handan við hornið. „Takist það má vænta þess að þá þurfi ekki að nýta heimild til innheimtu sérstaks sendingargjalds.“
Íslandspóstur Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Sjá meira