Þrír enn á gjörgæslu eftir slysið við Hof Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. maí 2019 10:38 Sjúklingur fluttur inn á Landspítala í gær. Vísir/Vilhelm Þrír af fjórum einstaklingum sem fluttir voru alvarlega slasaðir á Landspítala í Fossvogi um kvöldmatarleytið í gær vegna rútuslyss á Suðurlandsvegi við Hof eru enn á gjörgæslu. Fjórði einstaklingurinn hefur verið fluttur á bráðalegudeild spítalans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. Alls voru 33 í rútunni sem valt norðan við Fagurhólsmýri um þrjúleytið í gær, ferðamannahópur frá Kína og bílstjóri. Þrír einstaklingar til viðbótar við áðurnefnda fjóra leituðu aðhlynningar á Landspítala í gærkvöldi en voru útskrifaðir samdægurs, að því er fram kemur í tilkynningu. Sjúkrahús á Selfossi og Akureyri sinntu öðrum í hópnum. Landspítali var settur á gult viðbúnaðarstig vegna slyssins en upphaflega var talið að fleiri væru alvarlega slasaðir en raun bar síðan vitni. Var því leitað til sjúkrahúsa í Reykjanesbæ og á Akranesi og sjúklingar fluttir þaðan frá Landspítala. „Landspítali þakkar þessum aðilum sérstaklega gott samstarf og sömuleiðis jafnt sjúklingum sem aðstandendum þeirra. Allir sýndu stöðunni mikinn skilning,“ segir í tilkynningu Landspítala. Samstarf viðbragðsaðila hafi jafnframt verið „hnökralaust“. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi sagði í samtali við Vísi í morgun að skýrsla verði tekin af farþegum í dag. Kannað verði nánar við skýrslutökuna hvort farþegarnir hafi verið í bílbeltum. Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Tengdar fréttir Varðstjóri sjúkraflutninga: „Ein þyrla ekki nóg“ Rafal Figlarski segir að mun betur hafi farið en á horfðist þegar rúta með 33 um borð fór út af veginum og valt í Öræfum í dag. 16. maí 2019 23:10 Þeir alvarlega slösuðu sagðir með meðvitund Tveir farþegar rútunnar sem valt í Öræfum eru sagðir hafa lent undir henni. 16. maí 2019 19:01 Vegurinn þröngur á umræddum vegakafla Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að skýrsla verði tekin af farþegum rútunnar í dag. 17. maí 2019 10:11 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Þrír af fjórum einstaklingum sem fluttir voru alvarlega slasaðir á Landspítala í Fossvogi um kvöldmatarleytið í gær vegna rútuslyss á Suðurlandsvegi við Hof eru enn á gjörgæslu. Fjórði einstaklingurinn hefur verið fluttur á bráðalegudeild spítalans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. Alls voru 33 í rútunni sem valt norðan við Fagurhólsmýri um þrjúleytið í gær, ferðamannahópur frá Kína og bílstjóri. Þrír einstaklingar til viðbótar við áðurnefnda fjóra leituðu aðhlynningar á Landspítala í gærkvöldi en voru útskrifaðir samdægurs, að því er fram kemur í tilkynningu. Sjúkrahús á Selfossi og Akureyri sinntu öðrum í hópnum. Landspítali var settur á gult viðbúnaðarstig vegna slyssins en upphaflega var talið að fleiri væru alvarlega slasaðir en raun bar síðan vitni. Var því leitað til sjúkrahúsa í Reykjanesbæ og á Akranesi og sjúklingar fluttir þaðan frá Landspítala. „Landspítali þakkar þessum aðilum sérstaklega gott samstarf og sömuleiðis jafnt sjúklingum sem aðstandendum þeirra. Allir sýndu stöðunni mikinn skilning,“ segir í tilkynningu Landspítala. Samstarf viðbragðsaðila hafi jafnframt verið „hnökralaust“. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi sagði í samtali við Vísi í morgun að skýrsla verði tekin af farþegum í dag. Kannað verði nánar við skýrslutökuna hvort farþegarnir hafi verið í bílbeltum.
Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Tengdar fréttir Varðstjóri sjúkraflutninga: „Ein þyrla ekki nóg“ Rafal Figlarski segir að mun betur hafi farið en á horfðist þegar rúta með 33 um borð fór út af veginum og valt í Öræfum í dag. 16. maí 2019 23:10 Þeir alvarlega slösuðu sagðir með meðvitund Tveir farþegar rútunnar sem valt í Öræfum eru sagðir hafa lent undir henni. 16. maí 2019 19:01 Vegurinn þröngur á umræddum vegakafla Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að skýrsla verði tekin af farþegum rútunnar í dag. 17. maí 2019 10:11 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Varðstjóri sjúkraflutninga: „Ein þyrla ekki nóg“ Rafal Figlarski segir að mun betur hafi farið en á horfðist þegar rúta með 33 um borð fór út af veginum og valt í Öræfum í dag. 16. maí 2019 23:10
Þeir alvarlega slösuðu sagðir með meðvitund Tveir farþegar rútunnar sem valt í Öræfum eru sagðir hafa lent undir henni. 16. maí 2019 19:01
Vegurinn þröngur á umræddum vegakafla Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að skýrsla verði tekin af farþegum rútunnar í dag. 17. maí 2019 10:11