Heimamenn á dráttarvél komu til bjargar Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2019 20:28 Rútan lenti á hliðinni utan vegar. Tveir um borð festust undir henni en voru losaðir með aðstoð heimamanna á næstu bæjum. Vísir/Jóhann K. Tveir voru fastir undir rútunni sem valt á hliðina í Öræfum þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang í dag. Þeim var bjargað undan rútunni með aðstoð dráttarvélar með ámoksturstæki af nærliggjandi bæ, að sögn starfandi lögreglustjóra á Suðurlandi. Flogið hefur verið með farþegana á þrjú sjúkrahús í kvöld. Þrjátíu og þrír voru um borð í rútunni sem valt og hafnaði á hliðinni utan Suðurlandsvegar nærri Hofi í Öræfum um klukkan þrjú í dag. Auk bílstjóra frá íslensku rútufyrirtæki var hópur kínverskra ferðamanna um borð. Fjórir sem slösuðust mest voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalanna í Fossvogi. Þegar hún lenti um klukkan hálf sjö í kvöld sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, að honum skildist að fólkið væri með meðvitund.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá þegar þyrla Landhelgisgæslunnar lenti með fjóra slasaða í Fossvogi í kvöld.Grímur Hergeirsson, starfandi lögreglustjóri á Suðurlandi, staðfestir að tveir hafi verið fastir undir rútunni. Í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) kemur fram að um þrjátíu mínútur hafi tekið að að losa þá. „Það náðist að koma þeim undan rútunni, meðal annars með aðstoð landbúnaðartækja af bæjum í nágrenninu, traktors með ámoksturstæki. Það voru heimamenn sem komu til bjargar þar,“ segir Grímur. Þyrla dansks varðskips sem er statt í Reykjavíkurhöfn var einnig fengin til aðstoðar. Grímur segir að hún hafi flutt einn slasaðan einstakling til Reykjavíkur í kvöld. Sjúkraflugvél Mýflugs flaug með tíu minna slasaða frá Hafnar til Selfoss til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Vélin lenti þar nú um klukkan átta í kvöld, að sögn Gríms. Alls verða sextán úr rútunni fluttir á Selfoss. TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, flýgur með ellefu manns á Sjúkrahúsið á Akureyri. Í tilkynningu HSU kemur fram að þrír verði fluttir á Landspítalann í Fossvogi til viðbótar við þá fjóra sem þyrla Gæslunnar flutti í kvöld. Mikill viðbúnaður hafi verið á sjúkrahúsinu á Selfossi en vel hafi gengið að kalla út lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og sjúkraflutningamenn til að taka þátt í aðgerðum.Að neðan má sjá myndir frá slysstað.Fjórir voru flutti með þyrlu Gæslunnar á Landspítalann í Fossvogi.Vísir/VilhelmSuðurlandsvegur var opnaður aftur skömmu fyrir klukkan 19:00 í kvöld. Grímur segir að lögreglumenn vinni enn á vettvangi. Hann býst við að rútan verði flutt til Selfoss til skoðunar og rannsóknar í nótt. Í framhaldinu verði skýrslur teknar af fólkinu.Fréttin hefur verið uppfærð. Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Tengdar fréttir Kínverskir ferðamenn í rútunni sem valt í Öræfum Lögreglan á Suðurlandi segir nú að fjórir séu alvarlega slasaðir. Kínverska sendiráðið segir að fólkið sé ekki lífshættulega slasað. 16. maí 2019 17:41 Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina en viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. 16. maí 2019 15:38 Þeir alvarlega slösuðu sagðir með meðvitund Tveir farþegar rútunnar sem valt í Öræfum eru sagðir hafa lent undir henni. 16. maí 2019 19:01 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sjá meira
Tveir voru fastir undir rútunni sem valt á hliðina í Öræfum þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang í dag. Þeim var bjargað undan rútunni með aðstoð dráttarvélar með ámoksturstæki af nærliggjandi bæ, að sögn starfandi lögreglustjóra á Suðurlandi. Flogið hefur verið með farþegana á þrjú sjúkrahús í kvöld. Þrjátíu og þrír voru um borð í rútunni sem valt og hafnaði á hliðinni utan Suðurlandsvegar nærri Hofi í Öræfum um klukkan þrjú í dag. Auk bílstjóra frá íslensku rútufyrirtæki var hópur kínverskra ferðamanna um borð. Fjórir sem slösuðust mest voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalanna í Fossvogi. Þegar hún lenti um klukkan hálf sjö í kvöld sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, að honum skildist að fólkið væri með meðvitund.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá þegar þyrla Landhelgisgæslunnar lenti með fjóra slasaða í Fossvogi í kvöld.Grímur Hergeirsson, starfandi lögreglustjóri á Suðurlandi, staðfestir að tveir hafi verið fastir undir rútunni. Í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) kemur fram að um þrjátíu mínútur hafi tekið að að losa þá. „Það náðist að koma þeim undan rútunni, meðal annars með aðstoð landbúnaðartækja af bæjum í nágrenninu, traktors með ámoksturstæki. Það voru heimamenn sem komu til bjargar þar,“ segir Grímur. Þyrla dansks varðskips sem er statt í Reykjavíkurhöfn var einnig fengin til aðstoðar. Grímur segir að hún hafi flutt einn slasaðan einstakling til Reykjavíkur í kvöld. Sjúkraflugvél Mýflugs flaug með tíu minna slasaða frá Hafnar til Selfoss til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Vélin lenti þar nú um klukkan átta í kvöld, að sögn Gríms. Alls verða sextán úr rútunni fluttir á Selfoss. TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, flýgur með ellefu manns á Sjúkrahúsið á Akureyri. Í tilkynningu HSU kemur fram að þrír verði fluttir á Landspítalann í Fossvogi til viðbótar við þá fjóra sem þyrla Gæslunnar flutti í kvöld. Mikill viðbúnaður hafi verið á sjúkrahúsinu á Selfossi en vel hafi gengið að kalla út lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og sjúkraflutningamenn til að taka þátt í aðgerðum.Að neðan má sjá myndir frá slysstað.Fjórir voru flutti með þyrlu Gæslunnar á Landspítalann í Fossvogi.Vísir/VilhelmSuðurlandsvegur var opnaður aftur skömmu fyrir klukkan 19:00 í kvöld. Grímur segir að lögreglumenn vinni enn á vettvangi. Hann býst við að rútan verði flutt til Selfoss til skoðunar og rannsóknar í nótt. Í framhaldinu verði skýrslur teknar af fólkinu.Fréttin hefur verið uppfærð.
Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Tengdar fréttir Kínverskir ferðamenn í rútunni sem valt í Öræfum Lögreglan á Suðurlandi segir nú að fjórir séu alvarlega slasaðir. Kínverska sendiráðið segir að fólkið sé ekki lífshættulega slasað. 16. maí 2019 17:41 Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina en viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. 16. maí 2019 15:38 Þeir alvarlega slösuðu sagðir með meðvitund Tveir farþegar rútunnar sem valt í Öræfum eru sagðir hafa lent undir henni. 16. maí 2019 19:01 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sjá meira
Kínverskir ferðamenn í rútunni sem valt í Öræfum Lögreglan á Suðurlandi segir nú að fjórir séu alvarlega slasaðir. Kínverska sendiráðið segir að fólkið sé ekki lífshættulega slasað. 16. maí 2019 17:41
Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina en viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. 16. maí 2019 15:38
Þeir alvarlega slösuðu sagðir með meðvitund Tveir farþegar rútunnar sem valt í Öræfum eru sagðir hafa lent undir henni. 16. maí 2019 19:01