Kínverskir ferðamenn í rútunni sem valt í Öræfum Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2019 17:41 Þyrla Landhelgisgæslunnar á vettvangi. Hún lagði af stað til Reykjavíkur rétt fyrir klukkan hálf sex síðdegis. Vísir/Magnús Hlynur Farþegarnir sem voru um borð í rútunni sem valt við Hof í Öræfum í dag eru kínverskir ferðamenn. Upphaflega var talið að fimm hefðu slasast alvarlega en lögreglan á Suðurlandi segir nú að þeir séu fjórir. Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið með þá alvarlegu slösuðu á Landspítalann í Fossvogi. Samkvæmt upplýsingum kínverska sendiráðsins voru 33 kínverskir ríkisborgarar í rútunni. Fimm til sex séu alvarlega slasaðir en ekki í lífshættu. Slysið átti sér stað á Suðurlandsvegi við Hofgarða skammt norðan við Fagurhólsmýri klukkan 15:05 í dag, samkvæmt tilkynningu Landspítalans sem var settur á gult viðbúnaðarstig vegna þess. Rútan er frá hópbifreiðafyrirtækinu Trex. Björgunarsveitir úr Öræfum, Selfossi og Höfn voru kallaðar út vegna slyssins. Grímur Hergeirsson, starfandi lögreglustjóri á Suðurlandi, sagði að þyrla Landhelgisgæslunnar væri nýlögð af stað með fjóra alvarlega slasaða einstaklinga þegar Vísir ræddi við hann að verða hálf sex nú síðdegis. Hann hafði ekki frekari upplýsingar um ástand fólksins. Aðrir sem voru í rútunni slösuðust minna. Grímur segir að eitthvað hafi verið um beinbrot og aðra áverka. Ekki sé vitað hvernig slysið bar að, annað en að rútan endaði á hliðinni utan vegar. Eftir því sem Grímur kemst næst voru aðstæður á slysstað ágætar. Auk þyrlu Gæslunnar var þyrla dansks varðskips sem statt er í Reykjavík send austur. Grímur segir að Danirnir hafi boðið fram aðstoð sína og að hún hafi verið þegin. Danska þyrlan flytur hjúkrunarfólk og til greina kemur að hún flytji slasaða af vettvangi ef þörf krefur. Þá er lítil sjúkraflugvél frá Akureyri væntanleg til lendingar á flugvelli á Fagurhólsmýri. Grímur segir að hún verði væntanlega notuð í flutning á fólki. Flugvél Gæslunnar verður einnig á Höfn og til taks ef flytja þarf fleira fólk á sjúkrahús í Reykjavík.Danska þyrlan í Reykjavíkurhöfn var einnig send austur vegna slyssins.Vísir/SigurjónUppfært 18:18 Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir að þyrla Gæslunnar sé væntanleg í Fossvogi um klukkan 18:20. Þá er TF-SIF, flugvél Gæslunnar, væntanlega til lendingar á Höfn um svipað leyti. Hún á að flytja tíu manns á sjúkrahús á Akureyri. Einn þeirra slösuðu sé liggjandi en níu sitjandi. Þyrla danska varðskipsins er nú á leið austur og á að lenda nærri slysstað um 18:40. Um borð er greiningarsveit frá Landspítalanum. Ásgrímur segir óljóst hvort þyrlan flytji einhvern á sjúkrahús eða hvert verkefni hennar verður.Viðbragðsaðilar við hótelið að Hofi.Magnús Hlynur Hornafjörður Landhelgisgæslan Rútuslys við Hof Samgönguslys Tengdar fréttir Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina en viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. 16. maí 2019 15:38 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Farþegarnir sem voru um borð í rútunni sem valt við Hof í Öræfum í dag eru kínverskir ferðamenn. Upphaflega var talið að fimm hefðu slasast alvarlega en lögreglan á Suðurlandi segir nú að þeir séu fjórir. Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið með þá alvarlegu slösuðu á Landspítalann í Fossvogi. Samkvæmt upplýsingum kínverska sendiráðsins voru 33 kínverskir ríkisborgarar í rútunni. Fimm til sex séu alvarlega slasaðir en ekki í lífshættu. Slysið átti sér stað á Suðurlandsvegi við Hofgarða skammt norðan við Fagurhólsmýri klukkan 15:05 í dag, samkvæmt tilkynningu Landspítalans sem var settur á gult viðbúnaðarstig vegna þess. Rútan er frá hópbifreiðafyrirtækinu Trex. Björgunarsveitir úr Öræfum, Selfossi og Höfn voru kallaðar út vegna slyssins. Grímur Hergeirsson, starfandi lögreglustjóri á Suðurlandi, sagði að þyrla Landhelgisgæslunnar væri nýlögð af stað með fjóra alvarlega slasaða einstaklinga þegar Vísir ræddi við hann að verða hálf sex nú síðdegis. Hann hafði ekki frekari upplýsingar um ástand fólksins. Aðrir sem voru í rútunni slösuðust minna. Grímur segir að eitthvað hafi verið um beinbrot og aðra áverka. Ekki sé vitað hvernig slysið bar að, annað en að rútan endaði á hliðinni utan vegar. Eftir því sem Grímur kemst næst voru aðstæður á slysstað ágætar. Auk þyrlu Gæslunnar var þyrla dansks varðskips sem statt er í Reykjavík send austur. Grímur segir að Danirnir hafi boðið fram aðstoð sína og að hún hafi verið þegin. Danska þyrlan flytur hjúkrunarfólk og til greina kemur að hún flytji slasaða af vettvangi ef þörf krefur. Þá er lítil sjúkraflugvél frá Akureyri væntanleg til lendingar á flugvelli á Fagurhólsmýri. Grímur segir að hún verði væntanlega notuð í flutning á fólki. Flugvél Gæslunnar verður einnig á Höfn og til taks ef flytja þarf fleira fólk á sjúkrahús í Reykjavík.Danska þyrlan í Reykjavíkurhöfn var einnig send austur vegna slyssins.Vísir/SigurjónUppfært 18:18 Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir að þyrla Gæslunnar sé væntanleg í Fossvogi um klukkan 18:20. Þá er TF-SIF, flugvél Gæslunnar, væntanlega til lendingar á Höfn um svipað leyti. Hún á að flytja tíu manns á sjúkrahús á Akureyri. Einn þeirra slösuðu sé liggjandi en níu sitjandi. Þyrla danska varðskipsins er nú á leið austur og á að lenda nærri slysstað um 18:40. Um borð er greiningarsveit frá Landspítalanum. Ásgrímur segir óljóst hvort þyrlan flytji einhvern á sjúkrahús eða hvert verkefni hennar verður.Viðbragðsaðilar við hótelið að Hofi.Magnús Hlynur
Hornafjörður Landhelgisgæslan Rútuslys við Hof Samgönguslys Tengdar fréttir Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina en viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. 16. maí 2019 15:38 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina en viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. 16. maí 2019 15:38