Trump veitir vini sínum og skjallara uppreist æru Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2019 12:15 Conrad Black þegar hann mætti fyrir dómara árið 2011. AP/Charles Rex Arbogast Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, veitti í gær auðjöfrinum Conrad M. Black, sem er vinur forsetans og fyrrverandi viðskiptafélagi sem fór fögrum orðum í Trump í bók sem hann gaf út í fyrra, uppreist æru. Black, sem er breskur ríkisborgari en fæddist í Kanada, var dæmdur fyrir fjársvik og aðra glæpi árið 2007 þegar hann sveik fé af fjárfestum sínum og var meinað að snúa aftur til Bandaríkjanna. Áfrýjunardómstóll felldi þó niður tvo af fjórum dómum Black. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu, sem AP fréttaveitan vitnar í, er Black lýst sem athafna- og fræðimanni og sagði þar einnig að framlag hans til viðskiptalífs Bandaríkjanna, stjórnmála og sagnfræði væri gífurlegt. Þá sagði Sarah Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, að Black hefði skrifað margar þekktar ævisögur og nefndi ævisögur hans um Franklin D. Roosevelt og Richard Nixon.Hún nefndi þó ekki bókina: „Donald J. Trump: Einstakur forseti“ sem Black gaf út í fyrra. Þá hefur Black reglulega hælt Trump á opinberum vettvangi og samfélagsmiðlum á undanförnum árum. Í lok síðast árs var hann spurður hvort hann væri að leitast eftir náðun Trump en sagði svo ekki vera, samkvæmt Washington Post. Þá vísaði Sanders til stuðnings sem Black hafi fengið frá Henry Kissinger, Elton John og Rush Libaugh. Þeir hefðu mælt með því að Black hlyti uppreist æru. Black skrifaði grein í National Post í Kanada sem birt var í morgun þar sem hann lýsti símtali sem hann fékk frá Trump, þar sem forsetinn tilkynnti honum ákvörðun sína. Titill greinarinnar, lauslega þýddur, er: „Forseti Bandaríkjanna hringdi. Ég hlaut loksins uppreist æru“.Þar segist Black ekki hafa rætt við Trump frá því hann tók við embætti árið 2017 og sagði hann forsetann hafa verið einkar vinsamlegan. Black segir Trump hafa sagt að með þessu vildi forsetinn taka aftur þann óleik sem Black hafi orðið fyrir. Black fékk leyfi Trump til að lýsa því yfir að ákvörðunin hefði verið tekin vegna „óréttláts dóms“ Black. Eftir það endurtekur Black ósannaðar ásakanir Trump um að réttarkerfi Bandaríkjanna hafi einnig komið illa fram við hann og vísar til Rússarannsóknarinnar svokölluðu.Hefur náðað stuðningsmenn sína áður Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkar aðgerðir Trump þykja umdeildar. Sá fyrsti sem hann náðaði var Joe Arpaio, fyrrverandi fógeti, sem er dyggur og hávær stuðningsmaður forsetans. Hann var sakfelldur fyrir að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. Trump hefur einnig náðað íhaldsmanninn Dinesh D‘Souza sem sakfelldur var fyrir fjársvik í tengslum við kosningar.Í gær veitt Trump einnig Patrick Nolan uppreist æru. Nolan var á árum áður ríkisþingmaður í Kaliforníu en árið 1994 játaði hann spillingu og sat inni í tæp þrjú ár. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Fleiri fréttir Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, veitti í gær auðjöfrinum Conrad M. Black, sem er vinur forsetans og fyrrverandi viðskiptafélagi sem fór fögrum orðum í Trump í bók sem hann gaf út í fyrra, uppreist æru. Black, sem er breskur ríkisborgari en fæddist í Kanada, var dæmdur fyrir fjársvik og aðra glæpi árið 2007 þegar hann sveik fé af fjárfestum sínum og var meinað að snúa aftur til Bandaríkjanna. Áfrýjunardómstóll felldi þó niður tvo af fjórum dómum Black. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu, sem AP fréttaveitan vitnar í, er Black lýst sem athafna- og fræðimanni og sagði þar einnig að framlag hans til viðskiptalífs Bandaríkjanna, stjórnmála og sagnfræði væri gífurlegt. Þá sagði Sarah Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, að Black hefði skrifað margar þekktar ævisögur og nefndi ævisögur hans um Franklin D. Roosevelt og Richard Nixon.Hún nefndi þó ekki bókina: „Donald J. Trump: Einstakur forseti“ sem Black gaf út í fyrra. Þá hefur Black reglulega hælt Trump á opinberum vettvangi og samfélagsmiðlum á undanförnum árum. Í lok síðast árs var hann spurður hvort hann væri að leitast eftir náðun Trump en sagði svo ekki vera, samkvæmt Washington Post. Þá vísaði Sanders til stuðnings sem Black hafi fengið frá Henry Kissinger, Elton John og Rush Libaugh. Þeir hefðu mælt með því að Black hlyti uppreist æru. Black skrifaði grein í National Post í Kanada sem birt var í morgun þar sem hann lýsti símtali sem hann fékk frá Trump, þar sem forsetinn tilkynnti honum ákvörðun sína. Titill greinarinnar, lauslega þýddur, er: „Forseti Bandaríkjanna hringdi. Ég hlaut loksins uppreist æru“.Þar segist Black ekki hafa rætt við Trump frá því hann tók við embætti árið 2017 og sagði hann forsetann hafa verið einkar vinsamlegan. Black segir Trump hafa sagt að með þessu vildi forsetinn taka aftur þann óleik sem Black hafi orðið fyrir. Black fékk leyfi Trump til að lýsa því yfir að ákvörðunin hefði verið tekin vegna „óréttláts dóms“ Black. Eftir það endurtekur Black ósannaðar ásakanir Trump um að réttarkerfi Bandaríkjanna hafi einnig komið illa fram við hann og vísar til Rússarannsóknarinnar svokölluðu.Hefur náðað stuðningsmenn sína áður Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkar aðgerðir Trump þykja umdeildar. Sá fyrsti sem hann náðaði var Joe Arpaio, fyrrverandi fógeti, sem er dyggur og hávær stuðningsmaður forsetans. Hann var sakfelldur fyrir að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. Trump hefur einnig náðað íhaldsmanninn Dinesh D‘Souza sem sakfelldur var fyrir fjársvik í tengslum við kosningar.Í gær veitt Trump einnig Patrick Nolan uppreist æru. Nolan var á árum áður ríkisþingmaður í Kaliforníu en árið 1994 játaði hann spillingu og sat inni í tæp þrjú ár.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Fleiri fréttir Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Sjá meira