Ætla þingmenn að breyta tilskipun ESB fyrir Símann? Heiðar Guðjónsson skrifar 16. maí 2019 08:00 Nú liggur fyrir umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að innleiða tilskipun ESB um „ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta“. Allt er gott um það mál að segja því innleiðing á tilskipun ESB mun minnka sóun og auka hraða í uppbyggingu fjarskiptakerfa. Hins vegar hefur Síminn komið með breytingartillögu við málið sem þingmenn þurfa núna að taka afstöðu til. Allir sem sent hafa inn umsagnir um tilskipun ESB eru á einu máli, Póst- og fjarskiptastofnun, Samkeppniseftirlitið, Reykjavíkurborg og fyrirtæki á fjarskiptamarkaði. Allir nema Síminn. Síminn vill láta breyta tilskipun ESB, sem getur skapað íslenska ríkinu skaðabótaskyldu, þannig að fyrirtækið hafi aðgang að kerfum Gagnaveitu Reykjavíkur þegar það kýs. Efnislega væri með þessu verið að framlengja lóðrétt samþætta markaðsráðandi stöðu Símasamstæðunnar inn í ljósleiðaranet Gagnaveitu Reykjavíkur. Þetta er í beinni andstöðu við allt það sem markaðsaðilar segja, eftirlitsaðilar og þeir sem sérfróðir eru á markaði. Ætla þingmenn í umhverfis- og samgöngunefnd að ganga erinda eins fyrirtækis, þvert á inntak tilskipunar ESB, baka ríkinu hugsanlega skaðabótaskyldu, fara á móti Póst- og fjarskiptastofnun og Samkeppniseftirlitinu og varanlega skaða neytendur á fjarskiptamarkaði? Svarið kemur í ljós á næstu dögum þegar málið verður afgreitt úr nefndinni, annaðhvort eftir forskrift ESB og allra aðila sem láta sig málið varða eða eftir hentugleika eins fyrirtækis, Símans. Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Heiðar Guðjónsson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að innleiða tilskipun ESB um „ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta“. Allt er gott um það mál að segja því innleiðing á tilskipun ESB mun minnka sóun og auka hraða í uppbyggingu fjarskiptakerfa. Hins vegar hefur Síminn komið með breytingartillögu við málið sem þingmenn þurfa núna að taka afstöðu til. Allir sem sent hafa inn umsagnir um tilskipun ESB eru á einu máli, Póst- og fjarskiptastofnun, Samkeppniseftirlitið, Reykjavíkurborg og fyrirtæki á fjarskiptamarkaði. Allir nema Síminn. Síminn vill láta breyta tilskipun ESB, sem getur skapað íslenska ríkinu skaðabótaskyldu, þannig að fyrirtækið hafi aðgang að kerfum Gagnaveitu Reykjavíkur þegar það kýs. Efnislega væri með þessu verið að framlengja lóðrétt samþætta markaðsráðandi stöðu Símasamstæðunnar inn í ljósleiðaranet Gagnaveitu Reykjavíkur. Þetta er í beinni andstöðu við allt það sem markaðsaðilar segja, eftirlitsaðilar og þeir sem sérfróðir eru á markaði. Ætla þingmenn í umhverfis- og samgöngunefnd að ganga erinda eins fyrirtækis, þvert á inntak tilskipunar ESB, baka ríkinu hugsanlega skaðabótaskyldu, fara á móti Póst- og fjarskiptastofnun og Samkeppniseftirlitinu og varanlega skaða neytendur á fjarskiptamarkaði? Svarið kemur í ljós á næstu dögum þegar málið verður afgreitt úr nefndinni, annaðhvort eftir forskrift ESB og allra aðila sem láta sig málið varða eða eftir hentugleika eins fyrirtækis, Símans. Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar