Kæra áform um gistiskýli Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. maí 2019 06:45 Reykjavíkurborg hyggst opna gistiskýli úti á Granda. Fréttablaðið/Stefán Nokkrir eigendur fasteigna á Grandanum freista þess nú að koma í veg fyrir starfrækslu gistiskýlis fyrir heimilislausa á svæðinu með kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Í nóvember samþykkti borgarráð kaup á húsnæði við Grandagarð undir gistiskýli fyrir unga heimilislausa karlmenn í verulegum vímuefnavanda. Gistiskýlið mun rúma 15 einstaklinga í einu og verða opið frá 17 síðdegis til tíu á morgnana. Krafist er ógildingar á leyfisveitingu til innréttingar gistiskýlisins með vísan til þess að starfsemin samræmist hvorki skipulagsáætlunum né lóðarleigusamningi. Borgin telur hins vegar að um þjónustustarfsemi sé að ræða og því í fullu samræmi við skipulag svæðisins. Kærendur telja starfrækslu gistiskýlis ekki samræmast þeirri starfsemi sem fyrir er á svæðinu en í kærunni er svæðinu lýst sem einu mest spennandi svæði borgarinnar undir veitinga- og verslunarstarfsemi og raunar undir allar tegundir atvinnustarfsemi, hönnunarvinnu og nýsköpunar. Fjöldi fyrirtækja á Grandanum aukist hratt, mikill áhugi sé á vannýttu húsnæði og lóðum og fjöldi gesta á svæðinu fari hratt vaxandi. Verulegum áhyggjum er lýst af því að gistiskýli falli illa að starfseminni á svæðinu og muni verða til þess að hamla frekari þróun og uppbyggingu þar. Vísað er til þess að gistiskýlið verði sérstaklega ætlað sprautufíklum og um þá segir í kærunni: „Ljóst er að slíkum hópi manna munu fylgja ýmiss konar félagsleg vandamál sem munu koma harkalega niður á þeirri starfsemi sem nú blómstrar á svæðinu.“ Ekki er þó skýrt nánar í kærunni hvernig umrædd félagsleg vandamál muni bitna á hinni blómlegu starfsemi. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Reykjavík Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Nokkrir eigendur fasteigna á Grandanum freista þess nú að koma í veg fyrir starfrækslu gistiskýlis fyrir heimilislausa á svæðinu með kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Í nóvember samþykkti borgarráð kaup á húsnæði við Grandagarð undir gistiskýli fyrir unga heimilislausa karlmenn í verulegum vímuefnavanda. Gistiskýlið mun rúma 15 einstaklinga í einu og verða opið frá 17 síðdegis til tíu á morgnana. Krafist er ógildingar á leyfisveitingu til innréttingar gistiskýlisins með vísan til þess að starfsemin samræmist hvorki skipulagsáætlunum né lóðarleigusamningi. Borgin telur hins vegar að um þjónustustarfsemi sé að ræða og því í fullu samræmi við skipulag svæðisins. Kærendur telja starfrækslu gistiskýlis ekki samræmast þeirri starfsemi sem fyrir er á svæðinu en í kærunni er svæðinu lýst sem einu mest spennandi svæði borgarinnar undir veitinga- og verslunarstarfsemi og raunar undir allar tegundir atvinnustarfsemi, hönnunarvinnu og nýsköpunar. Fjöldi fyrirtækja á Grandanum aukist hratt, mikill áhugi sé á vannýttu húsnæði og lóðum og fjöldi gesta á svæðinu fari hratt vaxandi. Verulegum áhyggjum er lýst af því að gistiskýli falli illa að starfseminni á svæðinu og muni verða til þess að hamla frekari þróun og uppbyggingu þar. Vísað er til þess að gistiskýlið verði sérstaklega ætlað sprautufíklum og um þá segir í kærunni: „Ljóst er að slíkum hópi manna munu fylgja ýmiss konar félagsleg vandamál sem munu koma harkalega niður á þeirri starfsemi sem nú blómstrar á svæðinu.“ Ekki er þó skýrt nánar í kærunni hvernig umrædd félagsleg vandamál muni bitna á hinni blómlegu starfsemi.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Reykjavík Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira