Áhrif styttingar náms til stúdentsprófs verði metin Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. maí 2019 21:00 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Fréttablaðið/Eyþór Þingmaður Samfylkingarinnar óttast að stytting námstíma til stúdentsprófs kunni að hafa ýtt undir brottfall ungmenna frá efnaminni heimilum úr skóla. Þá séu vísbendingar um að dregið hafi úr þátttöku ungmenna í afreksíþróttum. Breytingarnar sem tóku gildi fyrir þremur árum leggjast misvel í menntaskólanemendur. Fyrsti árgangurinn til að útskrifast á þremur árum en ekki fjórum eftir að breytingarnar tóku gildi útskrifaðist í fyrra vor og núna í vor útskrifast síðustu árgangarnir úr þeim skólum sem síðastir innleiddu nýja námskrá sem kveður á um styttingu námstíma til stúdentsprófs. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði á Alþingi í dag fram beiðni um skýrslu til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, um árangur og áhrif breytinganna. Breytingarnar hafi verið umdeildar og því sé brýnt að leggja mat á áhrif þeirra. „Þarna er framtíðin okkar og við þurfum að sjá hvernig til tókst við þessa skyndiákvörðun sem var farið í að stytta þennan tíma til stúdentsprófs. Hvernig líður unga fólkinu okkar, hvernig gengur þeim, kemur þetta niður á frekara námi í háskólum og svo framvegis,“ segir Helga Vala. Áhrifin kunni að vera margvísleg, meðal annars gæti aukið álag hafi áhrif á þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi. „Ég hef heyrt að þetta hafi haft áhrif á íþróttafélögin, það er að segja þegar kemur að þátttöku, sem og þátttöku ungs afreksfólks í íþróttum sem gefa síður kost á sér í unglingalandsliðin og það er auðvitað alveg ferlegt,“ segir Helga Vala. Meiri áhyggjur hafi hún þó af áhrifum sem breytingarnar kunni að hafa haft í för með sér á ungmenni sem koma frá efnaminni heimilum. „Ég bið um að það sé kannað sérstaklega, hvort nemendur frá efnaminni fjölskyldum, sem ekki geta núna unnið með skólanum falli þá frekar úr námi í framhaldsskólum vegna þessa,“ segir Helga Vala. Alþingi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Gerð verður úttekt á áhrifum styttingar framhaldsskólanámsins Utanaðkomandi aðila verður falið að gera úttekt á áhrifum styttingar framhaldsskólanáms til stúdentsprófs í þrjú ár. Umfang þeirrar úttektar hefur ekki verið ákveðið en miðað er við að verkefnisáætlun verði tilbúin fyrir jól. 20. nóvember 2018 19:30 Telur framhaldsskólanema vinna of mikið Formaður Skólameistarafélags Íslands telur að framhaldsskólanemar vinni of mikið með skóla. Álag á ungmenni hafi aukist eftir að framhaldsskólinn var styttur í þrjú ár en hann telur þó ekki ástæðu til að lengja námið aftur í fjögur ár. 9. nóvember 2018 20:00 Vilja fá sálfræðinga í skóla strax í haust til að bæta líðan Samfylkingin leggur fram þingsályktunartillögu um fría sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanema. Þetta er í fjórða sinn sem tillagan er lögð fram. Þingmaður er bjartsýnn á að tillagan nái fram að ganga. 5. apríl 2019 08:00 „Það erum við sem þurfum að gefa afsláttinn“ Þrátt fyrir að framhaldsskóli hafi verið styttur í þrjú ár gefa margir nemendur sér lengri tíma til að ljúka námi. Nemandi í FG segir hættulega mikið álag vera á nemendur og hefur sent menntamálaráðherra bréf til að lýsa óánægju sinni. 6. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar óttast að stytting námstíma til stúdentsprófs kunni að hafa ýtt undir brottfall ungmenna frá efnaminni heimilum úr skóla. Þá séu vísbendingar um að dregið hafi úr þátttöku ungmenna í afreksíþróttum. Breytingarnar sem tóku gildi fyrir þremur árum leggjast misvel í menntaskólanemendur. Fyrsti árgangurinn til að útskrifast á þremur árum en ekki fjórum eftir að breytingarnar tóku gildi útskrifaðist í fyrra vor og núna í vor útskrifast síðustu árgangarnir úr þeim skólum sem síðastir innleiddu nýja námskrá sem kveður á um styttingu námstíma til stúdentsprófs. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði á Alþingi í dag fram beiðni um skýrslu til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, um árangur og áhrif breytinganna. Breytingarnar hafi verið umdeildar og því sé brýnt að leggja mat á áhrif þeirra. „Þarna er framtíðin okkar og við þurfum að sjá hvernig til tókst við þessa skyndiákvörðun sem var farið í að stytta þennan tíma til stúdentsprófs. Hvernig líður unga fólkinu okkar, hvernig gengur þeim, kemur þetta niður á frekara námi í háskólum og svo framvegis,“ segir Helga Vala. Áhrifin kunni að vera margvísleg, meðal annars gæti aukið álag hafi áhrif á þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi. „Ég hef heyrt að þetta hafi haft áhrif á íþróttafélögin, það er að segja þegar kemur að þátttöku, sem og þátttöku ungs afreksfólks í íþróttum sem gefa síður kost á sér í unglingalandsliðin og það er auðvitað alveg ferlegt,“ segir Helga Vala. Meiri áhyggjur hafi hún þó af áhrifum sem breytingarnar kunni að hafa haft í för með sér á ungmenni sem koma frá efnaminni heimilum. „Ég bið um að það sé kannað sérstaklega, hvort nemendur frá efnaminni fjölskyldum, sem ekki geta núna unnið með skólanum falli þá frekar úr námi í framhaldsskólum vegna þessa,“ segir Helga Vala.
Alþingi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Gerð verður úttekt á áhrifum styttingar framhaldsskólanámsins Utanaðkomandi aðila verður falið að gera úttekt á áhrifum styttingar framhaldsskólanáms til stúdentsprófs í þrjú ár. Umfang þeirrar úttektar hefur ekki verið ákveðið en miðað er við að verkefnisáætlun verði tilbúin fyrir jól. 20. nóvember 2018 19:30 Telur framhaldsskólanema vinna of mikið Formaður Skólameistarafélags Íslands telur að framhaldsskólanemar vinni of mikið með skóla. Álag á ungmenni hafi aukist eftir að framhaldsskólinn var styttur í þrjú ár en hann telur þó ekki ástæðu til að lengja námið aftur í fjögur ár. 9. nóvember 2018 20:00 Vilja fá sálfræðinga í skóla strax í haust til að bæta líðan Samfylkingin leggur fram þingsályktunartillögu um fría sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanema. Þetta er í fjórða sinn sem tillagan er lögð fram. Þingmaður er bjartsýnn á að tillagan nái fram að ganga. 5. apríl 2019 08:00 „Það erum við sem þurfum að gefa afsláttinn“ Þrátt fyrir að framhaldsskóli hafi verið styttur í þrjú ár gefa margir nemendur sér lengri tíma til að ljúka námi. Nemandi í FG segir hættulega mikið álag vera á nemendur og hefur sent menntamálaráðherra bréf til að lýsa óánægju sinni. 6. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Gerð verður úttekt á áhrifum styttingar framhaldsskólanámsins Utanaðkomandi aðila verður falið að gera úttekt á áhrifum styttingar framhaldsskólanáms til stúdentsprófs í þrjú ár. Umfang þeirrar úttektar hefur ekki verið ákveðið en miðað er við að verkefnisáætlun verði tilbúin fyrir jól. 20. nóvember 2018 19:30
Telur framhaldsskólanema vinna of mikið Formaður Skólameistarafélags Íslands telur að framhaldsskólanemar vinni of mikið með skóla. Álag á ungmenni hafi aukist eftir að framhaldsskólinn var styttur í þrjú ár en hann telur þó ekki ástæðu til að lengja námið aftur í fjögur ár. 9. nóvember 2018 20:00
Vilja fá sálfræðinga í skóla strax í haust til að bæta líðan Samfylkingin leggur fram þingsályktunartillögu um fría sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanema. Þetta er í fjórða sinn sem tillagan er lögð fram. Þingmaður er bjartsýnn á að tillagan nái fram að ganga. 5. apríl 2019 08:00
„Það erum við sem þurfum að gefa afsláttinn“ Þrátt fyrir að framhaldsskóli hafi verið styttur í þrjú ár gefa margir nemendur sér lengri tíma til að ljúka námi. Nemandi í FG segir hættulega mikið álag vera á nemendur og hefur sent menntamálaráðherra bréf til að lýsa óánægju sinni. 6. nóvember 2018 20:30