Unga fólkið vill banna hvalveiðar Sighvatur Arnmundsson skrifar 15. maí 2019 06:15 Jarðarvinir berjast gegn hvalveiðum og hafa beint athygli að stjórnsýslunni kringum veiðarnar. Vísir/vilhelm Af þeim sem tóku afstöðu eru 38,2 prósent fylgjandi banni við hvalveiðum en 36,3 prósent eru því andvíg. Um fjórðungur er hvorki fylgjandi né andvígur. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði í febrúar síðastliðnum reglugerð sem heimilar veiðar á hrefnu og langreyði til ársins 2023. „Mér finnst þetta vera mjög áhugaverðar niðurstöður. Við sjáum þarna ákveðinn kynslóðamun en þetta er í takt við það sem maður hefur fundið,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Þorgerður Katrín hefur lagt fram tillögu á Alþingi um að gerð verði könnun á viðhorfi almennings í helstu viðskiptalöndum Íslands til áframhaldandi hvalveiða. „Ég vona að þessi vanhugsaða ákvörðun Kristjáns Þórs undir forystu ríkisstjórnar Vinstri grænna verði ekki til þess að það verði varanlegur orðsporsskaði af þessu,“ segir Þorgerður Katrín. Langmestur stuðningur við að hvalveiðar verði bannaðar mælist í yngsta aldurshópnum, 69 prósent þeirra sem eru á aldrinum 18-24 ára eru fylgjandi banni en aðeins tíu prósent því andvíg. Þá styðja töluvert fleiri í aldurshópnum 25-34 ára bann við hvalveiðum en eru því andvíg. Í öllum öðrum aldurshópum eru andstæðingar banns við hvalveiðum hins vegar fleiri en stuðningsmenn. Mesta andstaðan við bannið mælist í elstu aldurshópunum. Um helmingur þeirra sem eru eldri en 55 ára er andvígur banni en 28 prósent fylgjandi. „Unga fólkið skynjar þetta. Það skynjar hjartslátt samtímans og vill ekki þessar dýrapíningar sem ríkisstjórnin er að standa fyrir. Það hefði þurft að segja mér þetta tvisvar og þrisvar að hvalveiðar myndu hefjast aftur undir forystu Vinstri grænna,“ segir Þorgerður Katrín. Konur eru mun líklegri til að styðja bann við hvalveiðum en karlar. 45 prósent kvenna eru hlynnt banni við hvalveiðum en 22 prósent andvíg. Um þriðjungur kvenna er hins vegar hvorki hlynntur né andvígur banninu. Helmingur karla er andvígur banni við hvalveiðum, tæpur þriðjungur er fylgjandi banni og tæpur fimmtungur er hvorki hlynntur né andvígur. Þá er stuðningur við hvalveiðibann talsvert meiri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Könnun Zenter rannsókna var netkönnun framkvæmd 10. til 13. maí síðastliðinn. Alls voru tvö þúsund manns í úrtakinu og var svarhlutfall 50 prósent. Af þeim sem svöruðu tóku tæp 96 prósent afstöðu til spurningarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Af þeim sem tóku afstöðu eru 38,2 prósent fylgjandi banni við hvalveiðum en 36,3 prósent eru því andvíg. Um fjórðungur er hvorki fylgjandi né andvígur. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði í febrúar síðastliðnum reglugerð sem heimilar veiðar á hrefnu og langreyði til ársins 2023. „Mér finnst þetta vera mjög áhugaverðar niðurstöður. Við sjáum þarna ákveðinn kynslóðamun en þetta er í takt við það sem maður hefur fundið,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Þorgerður Katrín hefur lagt fram tillögu á Alþingi um að gerð verði könnun á viðhorfi almennings í helstu viðskiptalöndum Íslands til áframhaldandi hvalveiða. „Ég vona að þessi vanhugsaða ákvörðun Kristjáns Þórs undir forystu ríkisstjórnar Vinstri grænna verði ekki til þess að það verði varanlegur orðsporsskaði af þessu,“ segir Þorgerður Katrín. Langmestur stuðningur við að hvalveiðar verði bannaðar mælist í yngsta aldurshópnum, 69 prósent þeirra sem eru á aldrinum 18-24 ára eru fylgjandi banni en aðeins tíu prósent því andvíg. Þá styðja töluvert fleiri í aldurshópnum 25-34 ára bann við hvalveiðum en eru því andvíg. Í öllum öðrum aldurshópum eru andstæðingar banns við hvalveiðum hins vegar fleiri en stuðningsmenn. Mesta andstaðan við bannið mælist í elstu aldurshópunum. Um helmingur þeirra sem eru eldri en 55 ára er andvígur banni en 28 prósent fylgjandi. „Unga fólkið skynjar þetta. Það skynjar hjartslátt samtímans og vill ekki þessar dýrapíningar sem ríkisstjórnin er að standa fyrir. Það hefði þurft að segja mér þetta tvisvar og þrisvar að hvalveiðar myndu hefjast aftur undir forystu Vinstri grænna,“ segir Þorgerður Katrín. Konur eru mun líklegri til að styðja bann við hvalveiðum en karlar. 45 prósent kvenna eru hlynnt banni við hvalveiðum en 22 prósent andvíg. Um þriðjungur kvenna er hins vegar hvorki hlynntur né andvígur banninu. Helmingur karla er andvígur banni við hvalveiðum, tæpur þriðjungur er fylgjandi banni og tæpur fimmtungur er hvorki hlynntur né andvígur. Þá er stuðningur við hvalveiðibann talsvert meiri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Könnun Zenter rannsókna var netkönnun framkvæmd 10. til 13. maí síðastliðinn. Alls voru tvö þúsund manns í úrtakinu og var svarhlutfall 50 prósent. Af þeim sem svöruðu tóku tæp 96 prósent afstöðu til spurningarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira