Tugir milljóna úr skúffum ráðherra Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. maí 2019 06:45 Ráðherrar ríkisstjórnarinnar veittu 35,6 milljónir króna af skúffufé sínu á síðasta ári. Fréttablaðið/Ernir Uppfært klukkan 11:07: Rangar upplýsingar frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu birtust í Fréttablaðinu í dag þar sem fjallað var um ráðstöfun ráðherra ríkisstjórnarinnar á skúffufé sínu í fyrra. Fyrir vikið birtust upplýsingar um verkefnastyrki ráðuneytisins, ekki ráðstöfun skúffufjár sem er umtalsvert lægri. Fréttablaðið óskaði eftir sundurliðuðum upplýsingum frá upplýsingafulltrúum allra ráðuneyta um hvernig ráðherrar ráðstöfuðu sínu skúffufé á síðasta ári og það sem af er ári. Vegna mistaka í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu virtist sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefði úthlutað mest allra eða 11,5 milljónum króna í fyrra og öðru eins það sem af er ári. Hið rétta er að Þórdís Kolbrún veitti aðeins einn styrk af ráðstöfunarfé sínu á síðasta ári. 300 þúsund króna styrk til hvatningarverðlauna jafnréttismála. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, úthlutaði ekki 3,4 milljónum í fyrra eins og fram kom í fyrra svari ráðuneytisins. Hið rétta er að Kristján Þór veitti tvo styrki, samtal að upphæð 350 þúsund króna. 250 þúsund krónum til Meistarafélags kjötiðnaðarmanna og 100 þúsund krónum til Landssambands æskulýðsfélaga. Hvorugur ráðherra hefur veitt af ráðstöfunarfé sínu það sem af er þessu ári. Eru þeir því í hópi þeirra ráðherra sem minnst nýta skúffufé sitt. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar útdeildu alls 35,6 milljónum króna af ráðstöfunarfé sínu til styrktar hinum ýmsu verkefnum og málefnum í fyrra. Enginn veitti meira af skúffufé sínu en ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins nýttu ekkert af ráðstöfunarfé sínu. Þetta kemur fram í svörum allra ráðuneyta við fyrirspurn Fréttablaðsins þar sem óskað var eftir sundurliðuðu yfirliti yfir ráðstöfun hvers ráðherra á skúffufé hans í fyrra og það sem af er þessu ári. Þótt til séu verklagsreglur um ráðstöfunarfé ráðherra í hverju ráðuneyti eru engar samræmdar reglur til um þessar úthlutanir. Skúffufé ráðherra hefur í gegnum tíðina margoft verið gagnrýnt, meðal annars fyrir ógagnsæi og að með því geti ráðherrar dælt út ríkisfé að eigin geðþótta eftir hugðarefnum.Í hverjum fjárlögum er ákveðin upphæð eyrnamerkt liðnum ráðstöfunarfé ráðherra en einnig hefur verið heimilt að flytja afgang frá árinu áður til þess næsta. Hverjum sem er er heimilt að senda inn umsókn um styrk til ráðherra. Mest á milli handanna höfðu ráðherrar atvinnuvega og nýsköpunar, þess viðamikla ráðuneytis. Samkvæmt svari ráðuneytisins höfðu Kristján Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, 11,5 milljónir hvort. Þórdís Kolbrún fullnýtti skúffufé sitt í fyrra sem og það sem af er ári og hefur því útdeilt 23 milljónum á þessu rúma ári. Kristján Þór hefur á sama tímabili veitt 5,9 milljónir í styrki, þar af 3,4 milljónir í fyrra. Starfshópar voru skipaðir til að fara yfir styrkumsóknir í þessu tiltekna ráðuneyti. Sem fyrr segir nýttu allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar sér heimild sína til að útdeila styrkjum til verkefna nema Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Guðlaugur Þór ákvað á fyrstu dögum sínum í embætti utanríkisráðherra að hann myndi ekki ganga á ráðstöfunarfé ráðherra,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins. Guðlaugur Þór hefur því ekki veitt neina styrki frá ársbyrjun 2017. Þrátt fyrir að tveir ráðherrar sætu hjá voru úthlutanir hærri í fyrra en árið 2016 þegar ráðherrar veittu 31,5 milljónir úr skúffum sínum. Nánari útlistun á hverjum einasta skúffufjárstyrk í fyrra má finna í töflu með þessari frétt á vef okkar, Fréttablaðið.is. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Uppfært klukkan 11:07: Rangar upplýsingar frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu birtust í Fréttablaðinu í dag þar sem fjallað var um ráðstöfun ráðherra ríkisstjórnarinnar á skúffufé sínu í fyrra. Fyrir vikið birtust upplýsingar um verkefnastyrki ráðuneytisins, ekki ráðstöfun skúffufjár sem er umtalsvert lægri. Fréttablaðið óskaði eftir sundurliðuðum upplýsingum frá upplýsingafulltrúum allra ráðuneyta um hvernig ráðherrar ráðstöfuðu sínu skúffufé á síðasta ári og það sem af er ári. Vegna mistaka í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu virtist sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefði úthlutað mest allra eða 11,5 milljónum króna í fyrra og öðru eins það sem af er ári. Hið rétta er að Þórdís Kolbrún veitti aðeins einn styrk af ráðstöfunarfé sínu á síðasta ári. 300 þúsund króna styrk til hvatningarverðlauna jafnréttismála. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, úthlutaði ekki 3,4 milljónum í fyrra eins og fram kom í fyrra svari ráðuneytisins. Hið rétta er að Kristján Þór veitti tvo styrki, samtal að upphæð 350 þúsund króna. 250 þúsund krónum til Meistarafélags kjötiðnaðarmanna og 100 þúsund krónum til Landssambands æskulýðsfélaga. Hvorugur ráðherra hefur veitt af ráðstöfunarfé sínu það sem af er þessu ári. Eru þeir því í hópi þeirra ráðherra sem minnst nýta skúffufé sitt. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar útdeildu alls 35,6 milljónum króna af ráðstöfunarfé sínu til styrktar hinum ýmsu verkefnum og málefnum í fyrra. Enginn veitti meira af skúffufé sínu en ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins nýttu ekkert af ráðstöfunarfé sínu. Þetta kemur fram í svörum allra ráðuneyta við fyrirspurn Fréttablaðsins þar sem óskað var eftir sundurliðuðu yfirliti yfir ráðstöfun hvers ráðherra á skúffufé hans í fyrra og það sem af er þessu ári. Þótt til séu verklagsreglur um ráðstöfunarfé ráðherra í hverju ráðuneyti eru engar samræmdar reglur til um þessar úthlutanir. Skúffufé ráðherra hefur í gegnum tíðina margoft verið gagnrýnt, meðal annars fyrir ógagnsæi og að með því geti ráðherrar dælt út ríkisfé að eigin geðþótta eftir hugðarefnum.Í hverjum fjárlögum er ákveðin upphæð eyrnamerkt liðnum ráðstöfunarfé ráðherra en einnig hefur verið heimilt að flytja afgang frá árinu áður til þess næsta. Hverjum sem er er heimilt að senda inn umsókn um styrk til ráðherra. Mest á milli handanna höfðu ráðherrar atvinnuvega og nýsköpunar, þess viðamikla ráðuneytis. Samkvæmt svari ráðuneytisins höfðu Kristján Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, 11,5 milljónir hvort. Þórdís Kolbrún fullnýtti skúffufé sitt í fyrra sem og það sem af er ári og hefur því útdeilt 23 milljónum á þessu rúma ári. Kristján Þór hefur á sama tímabili veitt 5,9 milljónir í styrki, þar af 3,4 milljónir í fyrra. Starfshópar voru skipaðir til að fara yfir styrkumsóknir í þessu tiltekna ráðuneyti. Sem fyrr segir nýttu allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar sér heimild sína til að útdeila styrkjum til verkefna nema Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Guðlaugur Þór ákvað á fyrstu dögum sínum í embætti utanríkisráðherra að hann myndi ekki ganga á ráðstöfunarfé ráðherra,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins. Guðlaugur Þór hefur því ekki veitt neina styrki frá ársbyrjun 2017. Þrátt fyrir að tveir ráðherrar sætu hjá voru úthlutanir hærri í fyrra en árið 2016 þegar ráðherrar veittu 31,5 milljónir úr skúffum sínum. Nánari útlistun á hverjum einasta skúffufjárstyrk í fyrra má finna í töflu með þessari frétt á vef okkar, Fréttablaðið.is.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira