Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Jakob Bjarnar skrifar 20. maí 2019 09:00 Ef það er svo að dramatíkin utan sviðs í leikhúsheiminum nær inná sviðið eru leikhúsgestir í góðum málum. Hart er sótt að Ara sem verst af mikilli hörku. Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri segir að með framgöngu sinni hafi Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara (FÍL), með ósæmilegum og ómaklegum hætti unnið gegn hagsmunum Þjóðleikhússins og dróttað að æru sinni sem þjóðleikhússtjóra. Dramatíkin utan sviðs í leiklistarheiminum er síst minni en sjá má á sviðinu. Þetta kemur fram í bréfi sem hann ritaði til mennta- og menningarmálaráðuneytisins á föstudag í síðustu viku og Vísir hefur undir höndum ásamt fleiri gögnum málsins. Bréfið eru viðbrögð við öðru bréfi sem Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður hjá Rétti skrifaði fyrir hönd FÍL þar sem kvartað er undan framkomu og framgöngu þjóðleikhússtjóra, sem jafnframt er stílað á ráðuneytið. Þar er vitnað til atviks sem upp kom í fyrra og var til umfjöllunar opinberlega, í tengslum við kjaraviðræður þar sem Ari er sagður hafa stjakað við Birnu þannig að hún hrasaði. Ari hefur reyndar aðra sýn á það atvik, en Vísir hefur rætt við bæði Ara og Birnu. Ljóst er að málið er afar erfitt og margslungið. En fullyrt er í bréfi Sigurðar Arnar að þjóðleikhússtjóri hafi hagað sér með ósæmilegum hætti og beitt undirmenn þrýstingi.Ari mætir ásökunum af fullri hörku Í ítarlegu bréfi sínu til ráðuneytisins rekur Ari málsatvik eins og þau horfa við honum og svarar ásökunum af fullri hörku. Hann segist þar hafa um nokkra hríð haft spurnir af því að Birna hafi farið um með ósannindi um sig, sína persónu og starfsemi Þjóðleikhúsið.Ari Matthíasson hefur gegnt stöðu Þjóðleikhússtjóra í rúm fjögur ár.Fbl/Ernir„Þannig hafa embættismenn í mennta- og menningarmálaráðuneytinu (bæði 2017 og 2018) og fulltrúar frá samninganefnd ríkisins úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu (2017 og 2018) haft samband við mig óformlega til að segja mér af þessum ummælum. Samkvæmt þeirra frásögnum hefur Birna sagt að alger óstjórn ríki í Þjóðleikhúsinu í kjölfar #Metoo, að þar væri allt í kalda koli og ógnarstjórn gagnvart samstarfsfólki að minni hálfu.“ Ari segir þetta algerlega úr lausu lofti gripið og óskar eftir öllum upplýsingum um gögn, kvartanir og ummæli Birnu Hafstein um sig persónulega og störf hans sem þjóðleikhússtjóra sem finnast í ráðuneytinu frá upphafi árs 2015 til dagsins í dag. Ráðuneytið, sem Vísir hefur verið í sambandi við, hefur verið að taka þau gögn saman og þau liggja nú fyrir. Í bréfinu segir Ari meðal annars Birnu hafa reynt að misnota aðstöðu sína sem formaður FÍL til að koma eigin verkefnum og sér á framfæri við Þjóðleikhúsið.Kvartað undan hegðun Ara Vísir ræddi við Birnu um málið. Hún hafði þá ekki séð bréf Ara og sagðist eiga erfitt með að svara fyrir þær ásakanir sem þar komi fram. En, þetta sé ekki gott mál og afar erfitt. „Hluti af mínu starfi og okkar sem sitjum í stjórn er hagsmunagæsla fyrir listamenn. Það getur verið snúið í þessu litla samfélagi. Þetta er ekki áhugamál minna félagsmanna að ganga í svona erfið mál. Það hefur reynst fólki afskaplega erfitt, þetta á sér langan aðdraganda.“Birna Hafstein er formaður FÍL. Hún segir fólk ekki þora að kvarta við Ara sjálfan og það útaf fyrir sig segi sína sögu.Birna segir lengi mega ræða og vitna til bréfa sem hafa farið fram og til baka. „En kjarni málsins er þessi að félagsmenn í FÍL hafa átt margir hverjir erfið samskipti við sinn yfirmann; þetta snýst um ákveðna hegðum sem fólk hefur kvartað undan.“Leikarar funda um meintan ofsa Ara Eins og áður sagði er í bréfi sem lögmaður ritaði til ráðuneytisins vitnað til atviks sem komst í fréttir í fyrra. „Já, það sauð upp úr milli okkar í samningaviðræðum. Hann missti stjórn á skapi sínu og stjakaði við mér. Þar kemur auðvitað ákveðin staðfesting á ákveðinni hegðun, þegar fólk missir stjórn á sér. Þetta hefur verið til umfjöllunar inni í þjóðleikhúsráði. Við fengum lögfræðing og ráðgjafa til að sjá um þessi mál sem eru snúin.“ Í gögnum málsins má sjá að um er að ræða lögfræðistofuna Rétt og svo Aton, eða Ingvar Sverrisson sem hefur sett sig í samband við Lilju Dögg Alfreðsdóttur ráðherra og farið fram á að Ari verði stöðvaður áður en málið fer í fjölmiðla. Birna sagði að í þarsíðustu viku hafi verið farið yfir þetta allt á fjölmennum fundi FÍL í vikunni. Efni fundarins var skýrt, þar átti að ræða þessi mál sem sneru að Ara. „Og niðurstaða fundarins var skýr. Efnið er trúnaðarmál en niðurstaðan fyrir troðfullu húsi að kvarta yfir aðgerðarleysi þjóðleikhúsráðs og ráðherra miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir og hafa verið sendar þar inn og biðja um faglega aðstoð í vinnuvernd og mannauðsmálum til að skoða þessi mál. Það þarf að gerast. Við erum auðvitað ekki til þess fallin hjá Félagi íslenskra leikara. Eðlilegast er að þeir sem bera ábyrgð á Þjóðleikhúsinu geri það. Þannig er þetta í grófum dráttum,“ segir Birna. Segist ekki ætla að láta þetta yfir sig ganga Hún segir það ekki svo að um erfitt samstarf milli þeirra hafi verið til margra ára. Eða allt þar til upp úr sauð í fyrra. „Ég get ekki látið það yfir mig ganga að láta stjaka við mér. Það gengur ekki upp. Síðan hefur þetta verið mjög snúið.“ En, var það mál ekki frágengið? Baðst Ari ekki afsökunar á hegðun sinni?Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur á sínu borði bæði bréf frá Ara og FÍL. Umsóknarfrestur um stöðu þjóðleikhússtjóra, næsta tímabil, rennur út 1. júlí og við skipan í þá stöðu ræður Lilja lögum og lofum.„Jú, hann gerði það. Og ég var ekkert reið prívat og persónulega. En, ég sit líka í þjóðleikhúsráði, og mér ber skylda samkvæmt stjórnarákvörðun til að ræða um þetta opinskátt. Það verð ég að gera og þar hafði þjóðleikhússtjóri öll tækifæri til að biðjast opinberlega afsökunar. Síðan þá hefur þetta versnað. Ég hef mátt sitja undir hótunum og dylgjum af hans hálfu. Hann hefur skrifað um mig atvinnurógsbréf. Þetta hefur farið í öfuga átt. Það hefði verið hægt að klára þessi mál á sínum tíma. Ef ekki er talað um málin þá versna þau.“Ráðaleysi einkenna öll viðbrögð Birna segir að til sín sem formaður FÍL hafi leitað fjöldi manns og kvartað undan Ara. En, hún vill ekki greina frá hversu margir, hvað þá hverjir eða hvers eðlis þær kvartanir eru nákvæmlega. „Ég ætla ekki að hafa það eftir. Þetta er það viðkvæmt að tala um – trúnaðarmál. Það er eðlilegt að félagsmenn skuli óska eftir faglegri aðstoð. Auðvitað á að setja fagfólk í að skoða þetta.“ Finnst þér þá að ráðuneytið og/eða þjóðleikhúsráð hefi brugðist?„Nei, ég myndi ekki taka þannig til orða en það ríkir ákveðið aðgerðaleysi varðandi þetta. Eins og enginn viti hvernig eigi að taka á þessu. En það væri eðlilegt að stofnun eins og Þjóðleikhúsið væri með mannauðsstjóra eða aðgengi að fagfólki í mannauðsstjórnun.Þjóðleikhúsið, ein helsta menningarstofnun landsins. Deildar meiningar eru um ágæti þjóðleikhússtjóra.visir/hannaÞað ættu allar stofnanir að vera með slíkt en þetta er sérlega erfið og lífræn stofnun og vont að geta ekki gengið að slíku. Fólk vill það. Það vill geta rætt málin í trúnaði ef það lendir í vandræðum.“Fólk þorir ekki að kvarta við Ara sjálfanEn, í samtali við Vísi segir Ari erfitt að svara ásökunum sem hann viti ekki hverjar eru eða frá hverjum? Hann segist glaður vilja svara fyrir allar ávirðingar á hendur sér en hann verði að vita í hverju þær felist?„Fólk vill ekkert kvarta undan honum við hann. Það þorir því ekki. Af hverju þorir það því ekki? það þarf að skoða það. Þetta hefur borist á þjóðleikhúsráð og ég veit að einhverjir listamenn hafa minnst á þetta við hann. Þetta á ekki að koma honum á óvart. Það væri langbest að fá einhvern utanaðkomandi til að koma að þessu og reyna að vinna úr þessu.“ Birna mátt þola þöggunartilburði af hálfu Ara Birna Hafstein segir það svo að ekki sé neinn illvilji í einum né neinum. Málið sé hins vegar afar snúið og þá einkum fyrir þá sem starfa innan Þjóðleikhússins. „Það er bara mjög erfitt að þurfa að takast á við þetta. Þeir eru margir með hnút í maganum.“ Birna segir stöðuna nú þá að þau séu að klára að semja bréf í samstarfi við lögfræðing. Og nú sé beðið eftir viðbrögðum frá þjóðleikhúsráði og ráðuneytinu.Jónsmessunæturdraumur hefur verið á fjölum Þjóðleikhússins í vetur en líklega eiga átökin utan sviðs sér meiri samsvörun í harmleikjum Shakespears en gleðileikjum.„Varðandi mín mál, af því að ég er hvorki upphaf né endir í þessu, kem við í þessu máli, og stöðu minnar vegna fyrst og fremst, þá er ég ekkert í því að láta þagga niður í mér. Um er að ræða óeðlilega hegðun í minn garð. Ég myndi segja að það hafi verið keyrt full harkalega af hálfu þjóðleikhússtjóra í að þagga niður í mér með allskonar aðferðum.“Ari segir ásakanirnar þyngri en tárum taki Birna segir málið þannig persónulegt og sárt. „Fólk verður auðvitað að geta, og á rétt á því, að vera öruggt í vinnunni og geta sagt upphátt það sem því finnst án þess að gargað og gólað sé á það. Þeir dagar eru liðnir. Og hryggjarstykkið í starfsemi Þjóðleikhússins eru listamennirnir.“ Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri segir þyngra en tárum taki að sitja undir ásökunum af þessu tagi. Og honum líði eins og í hrollvekju eftir Orwell; hann viti ekki hverjir eru að saka sig um hvað nema hann er sakaður um einhverja óræða ógnarstjórn og að hann komi illa fram við listamenn. Og sé því ekki í aðstöðu að mæta því með beinum hætti. Nýtur ótvíræðs stuðnings innan Þjóðleikhússins „Ég skal og vil svara þessum ásökunum, sem ég veit ekki hverjar eru,“ segir Ari sem vísar ásökunum á hendur sér alfarið á bug. „Aðsókn í Þjóðleikhúsið hefur ekki verið meiri í fjörutíu ár en á síðasta ári. Fólkið elskar Þjóðleikhúsið. Það var gerð könnun meðal starfsmanna á síðasta ári og niðurstaðan er sú að starfsánægja í húsinu er veruleg. Algengi áreitis er lægra en að jafnaði í öðrum stofnunum,“ segir Ari. Þá nefnir hann að deildarstjórar allra deilda Þjóðleikhússins hafi tekið sig saman án hans aðkomu að rita undir sérstaka stuðningsyfirlýsingu honum til handa. Sem þau sendu til ráðuneytisins.Bréf sem deildarstjórar hafa sent til ráðuneytisins til stuðnings Ara.Ari segir þetta meðal þess sem hann hafi til að bera hönd yfir höfuð sér og svara meiningum um að það ríki óánægja innan Þjóðleikhússins. Öllum kvörtunum á hendur honum, hvort heldur þær sem hafa borist Þjóðleikhúsráði eða ráðuneytinu, þeim hafi verið vísað frá. En, samt sé haldið áfram með málið.„Ég skil að það eru ekki allir jafn ánægðir og glaðir með þann sem er Þjóðleikhússtjóri á hverjum tíma og verð að sætta mig við að fólk hafi á mér hinar og þessar skoðanir. En illt að hafa aldrei fengið að mæta neinum kvörtunum beint. Þær eru sendar út og suður og jafnharðan vísað þaðan sem þeim hafa tekið á móti, en aldrei hefur mér gefist færi á að svara fyrir eitt né neitt. Ég tjái mig í fyrsta skipti um þetta í bréfinu sem ég sendi til ráðuneytisins á föstudaginn.“ Staða þjóðleikhússtjóra laus til umsóknar Ari segir spurður að auðvitað hljóti „menn að skoða þessa atlögu í því ljósi að nú er embætti Þjóðleikhússtjóra laust til umsóknar.“ Atvikið sem nefnt er til sögunnar, í tengslum við kjarasamninga í fyrra, Ari hefur aðra sýn á það en Birna. Hann segir það rétt að menn hafi verið heitir vegna samninganna. En það verði einnig að skoða í ljósi þess að hann hafi þá haft spurnir af umkvörtunum Birnu í hans garð.Ari að tjaldarbaki í Þjóðleikhúsinu. Þar gengur á ýmsu eins og dæmin sanna.fbl/anton brinkHann hafi tekið í hönd hennar þegar skrifað var undir samningana en hins vegar komið í veg fyrir faðmlag. Hann hafi ekki verið í því skapinu þá stundina. Af og frá sé að Birna hafi hrasað. En, hann hafi seinna farið og beðið Birnu afsökunar á þeim viðbrögðum. Og taldi að þar væri því máli lokið.Meintar svartar greiðslur sviðslistamanna Ekki aðeins er þetta mál erfitt, persónulegt og sárt; það á sér langa sögu, er flókið og á því eru margir fletir. Þannig tengist það til að mynda harkalegri nýlegri úrsögn Ara úr stjórn Sviðslistasambands Íslands en þar er Birna formaður einnig. Fyrir liggur bréf frá Ara sem Birna metur sem svo að í felist ærumeiðingar á hendur sér. Vísir er með undir höndum bréfaskriftir sem fóru milli stjórnar SSÍ og Ara og svo ráðuneytisins. Þar kemur meðal annars fram, hvar Ari tíundar ástæður úrsagnar sinnar úr stjórninni, að hann telji sér ekki sætt vegna þess að hann hafi ekki fengið svör við fyrirspurnum sínum meðal annars varðandi launagreiðslur og skattskil; fjármálaóreiðu. Það bréf er dagsett 5. mars á þessu ári. „Forseti fullyrti að allt væri unnið í verktakavinnu og um engar „svartar“ greiðslur væri að ræða. Komið hefur í ljós að það stenst ekki – a.m.k. hefur SSÍ ekki skilað launa- og verktakamiðum fyrir árin 2016 og 2017, eins og SSÍ beri að gera.“Málið er flókið og margslungið. Ari sagði sig nýverið úr stjórn Samtaka sviðslistafólks, hvar Birna gegnir formennsku. Í uppsagnarbréfi tíundar Ari ástæður þess að hann segir sig úr stjórn, sem eru meðal annars fjármálaóreiða sem nú er til rannsóknar hjá rsk.Samkvæmt heimildum Vísis er það mál er nú til skoðunar hjá ríkisskattstjóra. Ari segir að honum beri lögum samkvæmt sem embættismaður að tilkynna um allt slíkt. Birna Hafstein segir stjórnina vera að semja bréf með fulltingi lögmanns vegna þess máls.Ari mun sækja um á ný Þannig liggur fyrir að Ari er umdeildur innan leikhúsgeirans þó hann sé ekki eins umdeildur innan Þjóðleikhússins sjálfs og margir vilja meina. Ef litið er til stuðningsyfirlýsingar deildarstjóra. Ari er að ljúka sínu tímabili, staða þjóðleikhússtjóra hefur verið auglýst laus til umsóknar. Umsóknarfrestur rennur út 1. júlí. Vísir spurði Ara að endingu hvort hann ætlaði að sækja um? „Tjahh, ef við lítum til rekstrarárangurs Þjóðleikhússins, mikillar aðsóknar, meiri en í fjörutíu ár, ef við lítum til starfsánægjukönnunar þar sem Þjóðleikhúsið kemur vel út, allir deildarstjórar skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu við mig án þess ég vissi og sendu til ráðuneytisins og til ráðherra; já þá er slíkt er mikil hvatning fyrir mig að sækja um,“ segir Ari. Hann bætir því við að hann geri sér grein fyrir því að það að vera listamaður á Íslandi er býsna ótrygg staða. „Þess vegna er eðlilegt að listamenn hafi sterkar skoðanir á þeim sem stýrir stærstu sviðslistastofnun landsins. Þannig er það og þannig var það. Því hlýtur að vera þannig að einhverjum þyki ég óalandi og óferjandi. Það er eðlilegt að menn hafi skiptar skoðanir á þjóðleikhússstjóra, þannig hefur það alltaf verið. Ég geri mér grein fyrir því, hef reynt að vera heiðarlegur en er útsettur fyrir illu umtali,“ segir Ari sem telur sig í þröngri stöðu og eiga erfitt með að svara fullum hálsi.Uppfært 23. maí kl 18:40Þar sem fjallað er lauslega um harkalega úrsögn Ara úr stjórn SSÍ og erindi hans í tengslum við það til skattayfirvalda, var sagt að það væri nú til skattrannsóknarstjóra. Það er ekki rétt heldur er um að ræða ríkisskattstjóra og eru lesendur og hlutaeigandi beðnir velvirðingar á ónákvæmninni. Leikhús Stjórnsýsla Vinnumarkaður Tengdar fréttir Viðkvæmt ástand innan Þjóðleikhússins Stjórn FÍL hyggst senda menningarmálaráðherra bréf til að kvarta yfir hvernig tekið hefur verið á athugasemdum vegna framkomu þjóðleikhússtjóra. 13. maí 2019 06:45 Embætti þjóðleikhússtjóra laust til umsóknar Í auglýsingunni er leitað eftir einstaklingi með umfangsmikla stjórnunarreynslu, leiðtoga- og samskiptahæfni, reynslu af stefnumótunarvinnu og hæfileika til nýsköpunar. Þekking og reynsla af stjórnsýslu, fjármálum og rekstri er einnig mikilvæg sem og góð kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli. 10. maí 2019 16:21 Stjakaði við formanni FÍL eftir kjaraviðræður Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri stjakaði við formanni Félags íslenskra leikara (FÍL) eftir harðar samningaviðræður um kaup og kjör leikara við leikhúsið. Leikhússtjórinn þrætir ekki fyrir atvikið, en segir samskipti sín við formanninn góð 6. mars 2018 07:00 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri segir að með framgöngu sinni hafi Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara (FÍL), með ósæmilegum og ómaklegum hætti unnið gegn hagsmunum Þjóðleikhússins og dróttað að æru sinni sem þjóðleikhússtjóra. Dramatíkin utan sviðs í leiklistarheiminum er síst minni en sjá má á sviðinu. Þetta kemur fram í bréfi sem hann ritaði til mennta- og menningarmálaráðuneytisins á föstudag í síðustu viku og Vísir hefur undir höndum ásamt fleiri gögnum málsins. Bréfið eru viðbrögð við öðru bréfi sem Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður hjá Rétti skrifaði fyrir hönd FÍL þar sem kvartað er undan framkomu og framgöngu þjóðleikhússtjóra, sem jafnframt er stílað á ráðuneytið. Þar er vitnað til atviks sem upp kom í fyrra og var til umfjöllunar opinberlega, í tengslum við kjaraviðræður þar sem Ari er sagður hafa stjakað við Birnu þannig að hún hrasaði. Ari hefur reyndar aðra sýn á það atvik, en Vísir hefur rætt við bæði Ara og Birnu. Ljóst er að málið er afar erfitt og margslungið. En fullyrt er í bréfi Sigurðar Arnar að þjóðleikhússtjóri hafi hagað sér með ósæmilegum hætti og beitt undirmenn þrýstingi.Ari mætir ásökunum af fullri hörku Í ítarlegu bréfi sínu til ráðuneytisins rekur Ari málsatvik eins og þau horfa við honum og svarar ásökunum af fullri hörku. Hann segist þar hafa um nokkra hríð haft spurnir af því að Birna hafi farið um með ósannindi um sig, sína persónu og starfsemi Þjóðleikhúsið.Ari Matthíasson hefur gegnt stöðu Þjóðleikhússtjóra í rúm fjögur ár.Fbl/Ernir„Þannig hafa embættismenn í mennta- og menningarmálaráðuneytinu (bæði 2017 og 2018) og fulltrúar frá samninganefnd ríkisins úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu (2017 og 2018) haft samband við mig óformlega til að segja mér af þessum ummælum. Samkvæmt þeirra frásögnum hefur Birna sagt að alger óstjórn ríki í Þjóðleikhúsinu í kjölfar #Metoo, að þar væri allt í kalda koli og ógnarstjórn gagnvart samstarfsfólki að minni hálfu.“ Ari segir þetta algerlega úr lausu lofti gripið og óskar eftir öllum upplýsingum um gögn, kvartanir og ummæli Birnu Hafstein um sig persónulega og störf hans sem þjóðleikhússtjóra sem finnast í ráðuneytinu frá upphafi árs 2015 til dagsins í dag. Ráðuneytið, sem Vísir hefur verið í sambandi við, hefur verið að taka þau gögn saman og þau liggja nú fyrir. Í bréfinu segir Ari meðal annars Birnu hafa reynt að misnota aðstöðu sína sem formaður FÍL til að koma eigin verkefnum og sér á framfæri við Þjóðleikhúsið.Kvartað undan hegðun Ara Vísir ræddi við Birnu um málið. Hún hafði þá ekki séð bréf Ara og sagðist eiga erfitt með að svara fyrir þær ásakanir sem þar komi fram. En, þetta sé ekki gott mál og afar erfitt. „Hluti af mínu starfi og okkar sem sitjum í stjórn er hagsmunagæsla fyrir listamenn. Það getur verið snúið í þessu litla samfélagi. Þetta er ekki áhugamál minna félagsmanna að ganga í svona erfið mál. Það hefur reynst fólki afskaplega erfitt, þetta á sér langan aðdraganda.“Birna Hafstein er formaður FÍL. Hún segir fólk ekki þora að kvarta við Ara sjálfan og það útaf fyrir sig segi sína sögu.Birna segir lengi mega ræða og vitna til bréfa sem hafa farið fram og til baka. „En kjarni málsins er þessi að félagsmenn í FÍL hafa átt margir hverjir erfið samskipti við sinn yfirmann; þetta snýst um ákveðna hegðum sem fólk hefur kvartað undan.“Leikarar funda um meintan ofsa Ara Eins og áður sagði er í bréfi sem lögmaður ritaði til ráðuneytisins vitnað til atviks sem komst í fréttir í fyrra. „Já, það sauð upp úr milli okkar í samningaviðræðum. Hann missti stjórn á skapi sínu og stjakaði við mér. Þar kemur auðvitað ákveðin staðfesting á ákveðinni hegðun, þegar fólk missir stjórn á sér. Þetta hefur verið til umfjöllunar inni í þjóðleikhúsráði. Við fengum lögfræðing og ráðgjafa til að sjá um þessi mál sem eru snúin.“ Í gögnum málsins má sjá að um er að ræða lögfræðistofuna Rétt og svo Aton, eða Ingvar Sverrisson sem hefur sett sig í samband við Lilju Dögg Alfreðsdóttur ráðherra og farið fram á að Ari verði stöðvaður áður en málið fer í fjölmiðla. Birna sagði að í þarsíðustu viku hafi verið farið yfir þetta allt á fjölmennum fundi FÍL í vikunni. Efni fundarins var skýrt, þar átti að ræða þessi mál sem sneru að Ara. „Og niðurstaða fundarins var skýr. Efnið er trúnaðarmál en niðurstaðan fyrir troðfullu húsi að kvarta yfir aðgerðarleysi þjóðleikhúsráðs og ráðherra miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir og hafa verið sendar þar inn og biðja um faglega aðstoð í vinnuvernd og mannauðsmálum til að skoða þessi mál. Það þarf að gerast. Við erum auðvitað ekki til þess fallin hjá Félagi íslenskra leikara. Eðlilegast er að þeir sem bera ábyrgð á Þjóðleikhúsinu geri það. Þannig er þetta í grófum dráttum,“ segir Birna. Segist ekki ætla að láta þetta yfir sig ganga Hún segir það ekki svo að um erfitt samstarf milli þeirra hafi verið til margra ára. Eða allt þar til upp úr sauð í fyrra. „Ég get ekki látið það yfir mig ganga að láta stjaka við mér. Það gengur ekki upp. Síðan hefur þetta verið mjög snúið.“ En, var það mál ekki frágengið? Baðst Ari ekki afsökunar á hegðun sinni?Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur á sínu borði bæði bréf frá Ara og FÍL. Umsóknarfrestur um stöðu þjóðleikhússtjóra, næsta tímabil, rennur út 1. júlí og við skipan í þá stöðu ræður Lilja lögum og lofum.„Jú, hann gerði það. Og ég var ekkert reið prívat og persónulega. En, ég sit líka í þjóðleikhúsráði, og mér ber skylda samkvæmt stjórnarákvörðun til að ræða um þetta opinskátt. Það verð ég að gera og þar hafði þjóðleikhússtjóri öll tækifæri til að biðjast opinberlega afsökunar. Síðan þá hefur þetta versnað. Ég hef mátt sitja undir hótunum og dylgjum af hans hálfu. Hann hefur skrifað um mig atvinnurógsbréf. Þetta hefur farið í öfuga átt. Það hefði verið hægt að klára þessi mál á sínum tíma. Ef ekki er talað um málin þá versna þau.“Ráðaleysi einkenna öll viðbrögð Birna segir að til sín sem formaður FÍL hafi leitað fjöldi manns og kvartað undan Ara. En, hún vill ekki greina frá hversu margir, hvað þá hverjir eða hvers eðlis þær kvartanir eru nákvæmlega. „Ég ætla ekki að hafa það eftir. Þetta er það viðkvæmt að tala um – trúnaðarmál. Það er eðlilegt að félagsmenn skuli óska eftir faglegri aðstoð. Auðvitað á að setja fagfólk í að skoða þetta.“ Finnst þér þá að ráðuneytið og/eða þjóðleikhúsráð hefi brugðist?„Nei, ég myndi ekki taka þannig til orða en það ríkir ákveðið aðgerðaleysi varðandi þetta. Eins og enginn viti hvernig eigi að taka á þessu. En það væri eðlilegt að stofnun eins og Þjóðleikhúsið væri með mannauðsstjóra eða aðgengi að fagfólki í mannauðsstjórnun.Þjóðleikhúsið, ein helsta menningarstofnun landsins. Deildar meiningar eru um ágæti þjóðleikhússtjóra.visir/hannaÞað ættu allar stofnanir að vera með slíkt en þetta er sérlega erfið og lífræn stofnun og vont að geta ekki gengið að slíku. Fólk vill það. Það vill geta rætt málin í trúnaði ef það lendir í vandræðum.“Fólk þorir ekki að kvarta við Ara sjálfanEn, í samtali við Vísi segir Ari erfitt að svara ásökunum sem hann viti ekki hverjar eru eða frá hverjum? Hann segist glaður vilja svara fyrir allar ávirðingar á hendur sér en hann verði að vita í hverju þær felist?„Fólk vill ekkert kvarta undan honum við hann. Það þorir því ekki. Af hverju þorir það því ekki? það þarf að skoða það. Þetta hefur borist á þjóðleikhúsráð og ég veit að einhverjir listamenn hafa minnst á þetta við hann. Þetta á ekki að koma honum á óvart. Það væri langbest að fá einhvern utanaðkomandi til að koma að þessu og reyna að vinna úr þessu.“ Birna mátt þola þöggunartilburði af hálfu Ara Birna Hafstein segir það svo að ekki sé neinn illvilji í einum né neinum. Málið sé hins vegar afar snúið og þá einkum fyrir þá sem starfa innan Þjóðleikhússins. „Það er bara mjög erfitt að þurfa að takast á við þetta. Þeir eru margir með hnút í maganum.“ Birna segir stöðuna nú þá að þau séu að klára að semja bréf í samstarfi við lögfræðing. Og nú sé beðið eftir viðbrögðum frá þjóðleikhúsráði og ráðuneytinu.Jónsmessunæturdraumur hefur verið á fjölum Þjóðleikhússins í vetur en líklega eiga átökin utan sviðs sér meiri samsvörun í harmleikjum Shakespears en gleðileikjum.„Varðandi mín mál, af því að ég er hvorki upphaf né endir í þessu, kem við í þessu máli, og stöðu minnar vegna fyrst og fremst, þá er ég ekkert í því að láta þagga niður í mér. Um er að ræða óeðlilega hegðun í minn garð. Ég myndi segja að það hafi verið keyrt full harkalega af hálfu þjóðleikhússtjóra í að þagga niður í mér með allskonar aðferðum.“Ari segir ásakanirnar þyngri en tárum taki Birna segir málið þannig persónulegt og sárt. „Fólk verður auðvitað að geta, og á rétt á því, að vera öruggt í vinnunni og geta sagt upphátt það sem því finnst án þess að gargað og gólað sé á það. Þeir dagar eru liðnir. Og hryggjarstykkið í starfsemi Þjóðleikhússins eru listamennirnir.“ Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri segir þyngra en tárum taki að sitja undir ásökunum af þessu tagi. Og honum líði eins og í hrollvekju eftir Orwell; hann viti ekki hverjir eru að saka sig um hvað nema hann er sakaður um einhverja óræða ógnarstjórn og að hann komi illa fram við listamenn. Og sé því ekki í aðstöðu að mæta því með beinum hætti. Nýtur ótvíræðs stuðnings innan Þjóðleikhússins „Ég skal og vil svara þessum ásökunum, sem ég veit ekki hverjar eru,“ segir Ari sem vísar ásökunum á hendur sér alfarið á bug. „Aðsókn í Þjóðleikhúsið hefur ekki verið meiri í fjörutíu ár en á síðasta ári. Fólkið elskar Þjóðleikhúsið. Það var gerð könnun meðal starfsmanna á síðasta ári og niðurstaðan er sú að starfsánægja í húsinu er veruleg. Algengi áreitis er lægra en að jafnaði í öðrum stofnunum,“ segir Ari. Þá nefnir hann að deildarstjórar allra deilda Þjóðleikhússins hafi tekið sig saman án hans aðkomu að rita undir sérstaka stuðningsyfirlýsingu honum til handa. Sem þau sendu til ráðuneytisins.Bréf sem deildarstjórar hafa sent til ráðuneytisins til stuðnings Ara.Ari segir þetta meðal þess sem hann hafi til að bera hönd yfir höfuð sér og svara meiningum um að það ríki óánægja innan Þjóðleikhússins. Öllum kvörtunum á hendur honum, hvort heldur þær sem hafa borist Þjóðleikhúsráði eða ráðuneytinu, þeim hafi verið vísað frá. En, samt sé haldið áfram með málið.„Ég skil að það eru ekki allir jafn ánægðir og glaðir með þann sem er Þjóðleikhússtjóri á hverjum tíma og verð að sætta mig við að fólk hafi á mér hinar og þessar skoðanir. En illt að hafa aldrei fengið að mæta neinum kvörtunum beint. Þær eru sendar út og suður og jafnharðan vísað þaðan sem þeim hafa tekið á móti, en aldrei hefur mér gefist færi á að svara fyrir eitt né neitt. Ég tjái mig í fyrsta skipti um þetta í bréfinu sem ég sendi til ráðuneytisins á föstudaginn.“ Staða þjóðleikhússtjóra laus til umsóknar Ari segir spurður að auðvitað hljóti „menn að skoða þessa atlögu í því ljósi að nú er embætti Þjóðleikhússtjóra laust til umsóknar.“ Atvikið sem nefnt er til sögunnar, í tengslum við kjarasamninga í fyrra, Ari hefur aðra sýn á það en Birna. Hann segir það rétt að menn hafi verið heitir vegna samninganna. En það verði einnig að skoða í ljósi þess að hann hafi þá haft spurnir af umkvörtunum Birnu í hans garð.Ari að tjaldarbaki í Þjóðleikhúsinu. Þar gengur á ýmsu eins og dæmin sanna.fbl/anton brinkHann hafi tekið í hönd hennar þegar skrifað var undir samningana en hins vegar komið í veg fyrir faðmlag. Hann hafi ekki verið í því skapinu þá stundina. Af og frá sé að Birna hafi hrasað. En, hann hafi seinna farið og beðið Birnu afsökunar á þeim viðbrögðum. Og taldi að þar væri því máli lokið.Meintar svartar greiðslur sviðslistamanna Ekki aðeins er þetta mál erfitt, persónulegt og sárt; það á sér langa sögu, er flókið og á því eru margir fletir. Þannig tengist það til að mynda harkalegri nýlegri úrsögn Ara úr stjórn Sviðslistasambands Íslands en þar er Birna formaður einnig. Fyrir liggur bréf frá Ara sem Birna metur sem svo að í felist ærumeiðingar á hendur sér. Vísir er með undir höndum bréfaskriftir sem fóru milli stjórnar SSÍ og Ara og svo ráðuneytisins. Þar kemur meðal annars fram, hvar Ari tíundar ástæður úrsagnar sinnar úr stjórninni, að hann telji sér ekki sætt vegna þess að hann hafi ekki fengið svör við fyrirspurnum sínum meðal annars varðandi launagreiðslur og skattskil; fjármálaóreiðu. Það bréf er dagsett 5. mars á þessu ári. „Forseti fullyrti að allt væri unnið í verktakavinnu og um engar „svartar“ greiðslur væri að ræða. Komið hefur í ljós að það stenst ekki – a.m.k. hefur SSÍ ekki skilað launa- og verktakamiðum fyrir árin 2016 og 2017, eins og SSÍ beri að gera.“Málið er flókið og margslungið. Ari sagði sig nýverið úr stjórn Samtaka sviðslistafólks, hvar Birna gegnir formennsku. Í uppsagnarbréfi tíundar Ari ástæður þess að hann segir sig úr stjórn, sem eru meðal annars fjármálaóreiða sem nú er til rannsóknar hjá rsk.Samkvæmt heimildum Vísis er það mál er nú til skoðunar hjá ríkisskattstjóra. Ari segir að honum beri lögum samkvæmt sem embættismaður að tilkynna um allt slíkt. Birna Hafstein segir stjórnina vera að semja bréf með fulltingi lögmanns vegna þess máls.Ari mun sækja um á ný Þannig liggur fyrir að Ari er umdeildur innan leikhúsgeirans þó hann sé ekki eins umdeildur innan Þjóðleikhússins sjálfs og margir vilja meina. Ef litið er til stuðningsyfirlýsingar deildarstjóra. Ari er að ljúka sínu tímabili, staða þjóðleikhússtjóra hefur verið auglýst laus til umsóknar. Umsóknarfrestur rennur út 1. júlí. Vísir spurði Ara að endingu hvort hann ætlaði að sækja um? „Tjahh, ef við lítum til rekstrarárangurs Þjóðleikhússins, mikillar aðsóknar, meiri en í fjörutíu ár, ef við lítum til starfsánægjukönnunar þar sem Þjóðleikhúsið kemur vel út, allir deildarstjórar skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu við mig án þess ég vissi og sendu til ráðuneytisins og til ráðherra; já þá er slíkt er mikil hvatning fyrir mig að sækja um,“ segir Ari. Hann bætir því við að hann geri sér grein fyrir því að það að vera listamaður á Íslandi er býsna ótrygg staða. „Þess vegna er eðlilegt að listamenn hafi sterkar skoðanir á þeim sem stýrir stærstu sviðslistastofnun landsins. Þannig er það og þannig var það. Því hlýtur að vera þannig að einhverjum þyki ég óalandi og óferjandi. Það er eðlilegt að menn hafi skiptar skoðanir á þjóðleikhússstjóra, þannig hefur það alltaf verið. Ég geri mér grein fyrir því, hef reynt að vera heiðarlegur en er útsettur fyrir illu umtali,“ segir Ari sem telur sig í þröngri stöðu og eiga erfitt með að svara fullum hálsi.Uppfært 23. maí kl 18:40Þar sem fjallað er lauslega um harkalega úrsögn Ara úr stjórn SSÍ og erindi hans í tengslum við það til skattayfirvalda, var sagt að það væri nú til skattrannsóknarstjóra. Það er ekki rétt heldur er um að ræða ríkisskattstjóra og eru lesendur og hlutaeigandi beðnir velvirðingar á ónákvæmninni.
Leikhús Stjórnsýsla Vinnumarkaður Tengdar fréttir Viðkvæmt ástand innan Þjóðleikhússins Stjórn FÍL hyggst senda menningarmálaráðherra bréf til að kvarta yfir hvernig tekið hefur verið á athugasemdum vegna framkomu þjóðleikhússtjóra. 13. maí 2019 06:45 Embætti þjóðleikhússtjóra laust til umsóknar Í auglýsingunni er leitað eftir einstaklingi með umfangsmikla stjórnunarreynslu, leiðtoga- og samskiptahæfni, reynslu af stefnumótunarvinnu og hæfileika til nýsköpunar. Þekking og reynsla af stjórnsýslu, fjármálum og rekstri er einnig mikilvæg sem og góð kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli. 10. maí 2019 16:21 Stjakaði við formanni FÍL eftir kjaraviðræður Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri stjakaði við formanni Félags íslenskra leikara (FÍL) eftir harðar samningaviðræður um kaup og kjör leikara við leikhúsið. Leikhússtjórinn þrætir ekki fyrir atvikið, en segir samskipti sín við formanninn góð 6. mars 2018 07:00 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Viðkvæmt ástand innan Þjóðleikhússins Stjórn FÍL hyggst senda menningarmálaráðherra bréf til að kvarta yfir hvernig tekið hefur verið á athugasemdum vegna framkomu þjóðleikhússtjóra. 13. maí 2019 06:45
Embætti þjóðleikhússtjóra laust til umsóknar Í auglýsingunni er leitað eftir einstaklingi með umfangsmikla stjórnunarreynslu, leiðtoga- og samskiptahæfni, reynslu af stefnumótunarvinnu og hæfileika til nýsköpunar. Þekking og reynsla af stjórnsýslu, fjármálum og rekstri er einnig mikilvæg sem og góð kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli. 10. maí 2019 16:21
Stjakaði við formanni FÍL eftir kjaraviðræður Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri stjakaði við formanni Félags íslenskra leikara (FÍL) eftir harðar samningaviðræður um kaup og kjör leikara við leikhúsið. Leikhússtjórinn þrætir ekki fyrir atvikið, en segir samskipti sín við formanninn góð 6. mars 2018 07:00