Veganæði á hlutabréfamörkuðum Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. maí 2019 11:15 Greggs hefur gert það gott á hlutabréfamörkuðum á undanförnu ári. Getty/SOPA Images Svo virðist sem fjárfestar vilji allir fá bita af vegankökunni. Verð hlutabréfa í bresku bakarískeðjunni Greggs hafa tvöfaldast á síðastliðnu ári. Hækkunin er ekki síst rakin til nýrrar vöru sem Greggs kynnti í upphafi árs: Vegan-útgáfu af pylsuhorninu sem hefur lengi verið vinsælasti réttur bakaríanna. Eftir að Greggs greindi frá því í gær að fyrirtækinu hefði tekist að viðhalda vextinum sem hófst í ársbyrjun rauk hlutabréfaverðið upp, hækkaði um næstum 14 prósent við opnun markaða í morgun. Að sögn talsmanna Greggs var vöxturinn ekki síst tryggður með því að bjóða upp á vegan-pylsuhornið í öllum útibúum fyrirtækisins, en upphaflega var það aðeins fáanlegt í völdum bakaríum. Greggs hefur að sama skapi gefið út að það ætli sér að herja enn frekar á veganmarkaðinn og bjóða upp á fleiri vegan-útgáfur af vinsælum réttum.Umrætt vegan-pylsuhorn.GreggsVeganvöxtur Greggs er ekki einsdæmi. Þannig hefur fyrirtækið Beyond Meat Inc, sem sérhæfir sig í framleiðslu á hvers kyns gervikjöti, farið fram úr öllum væntingum fjárfesta. Hlutabréfaverð í fyrirtækinu hefur næstum þrefaldast frá því að Beyond Meat var skráð á markað fyrir tæpum mánuði síðan. Svipaða frægðarsögu er að segja af öðru veganveldi, Impossible Foods, sem talið er hafa nælt sér í 300 milljóna dala fjármögnun á síðustu vikum, sem nemur rúmlega 36 milljörðum króna. Í umfjöllun Bloomberg er veganæðið sett í samhengi við skráningu deilibílafyrirtækjanna Uber og Lyft á hlutabréfamarkað, sem olli miklum vonbrigðum vestanhafs. Frá því að opnað var á viðskipti með hlutabréf í Lyft í lok mars hefur verð bréfanna fallið um næstum helming. Svipaða sögu er að segja af Uber, þrátt fyrir að hún sé umtalsvert styttri. Frá því að félaginu var fleytt á markað á föstudag hefur hlutabréfaverð í Uber fallið um 18 prósent.Hér að neðan má sjá viðtal CNBC við framkvæmdastjóra Impossible Foods. Vegan Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Svo virðist sem fjárfestar vilji allir fá bita af vegankökunni. Verð hlutabréfa í bresku bakarískeðjunni Greggs hafa tvöfaldast á síðastliðnu ári. Hækkunin er ekki síst rakin til nýrrar vöru sem Greggs kynnti í upphafi árs: Vegan-útgáfu af pylsuhorninu sem hefur lengi verið vinsælasti réttur bakaríanna. Eftir að Greggs greindi frá því í gær að fyrirtækinu hefði tekist að viðhalda vextinum sem hófst í ársbyrjun rauk hlutabréfaverðið upp, hækkaði um næstum 14 prósent við opnun markaða í morgun. Að sögn talsmanna Greggs var vöxturinn ekki síst tryggður með því að bjóða upp á vegan-pylsuhornið í öllum útibúum fyrirtækisins, en upphaflega var það aðeins fáanlegt í völdum bakaríum. Greggs hefur að sama skapi gefið út að það ætli sér að herja enn frekar á veganmarkaðinn og bjóða upp á fleiri vegan-útgáfur af vinsælum réttum.Umrætt vegan-pylsuhorn.GreggsVeganvöxtur Greggs er ekki einsdæmi. Þannig hefur fyrirtækið Beyond Meat Inc, sem sérhæfir sig í framleiðslu á hvers kyns gervikjöti, farið fram úr öllum væntingum fjárfesta. Hlutabréfaverð í fyrirtækinu hefur næstum þrefaldast frá því að Beyond Meat var skráð á markað fyrir tæpum mánuði síðan. Svipaða frægðarsögu er að segja af öðru veganveldi, Impossible Foods, sem talið er hafa nælt sér í 300 milljóna dala fjármögnun á síðustu vikum, sem nemur rúmlega 36 milljörðum króna. Í umfjöllun Bloomberg er veganæðið sett í samhengi við skráningu deilibílafyrirtækjanna Uber og Lyft á hlutabréfamarkað, sem olli miklum vonbrigðum vestanhafs. Frá því að opnað var á viðskipti með hlutabréf í Lyft í lok mars hefur verð bréfanna fallið um næstum helming. Svipaða sögu er að segja af Uber, þrátt fyrir að hún sé umtalsvert styttri. Frá því að félaginu var fleytt á markað á föstudag hefur hlutabréfaverð í Uber fallið um 18 prósent.Hér að neðan má sjá viðtal CNBC við framkvæmdastjóra Impossible Foods.
Vegan Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira