Nefndin mun ekkert aðhafast Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. maí 2019 07:15 Ágúst Ólafur Ágústsson. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Forsætisnefnd Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé tilefni til frekari athugunar af hennar hálfu í máli Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem gekkst við því að hafa áreitt konu kynferðislega. Þetta kemur fram í gögnum á vef Alþingis sem birtust síðdegis í gær. Ágúst tók sér leyfi frá þingstörfum eftir að hafa hlotið áminningu frá trúnaðarnefnd flokksins vegna áreitni hans gagnvart konunni í miðbæ Reykjavíkur í fyrrasumar. Í lok síðasta mánaðar settist hann svo aftur á þing og kvaðst breyttur maður. Kemur í svari siðanefndar til forsætisnefndar fram að eins og málið liggi fyrir telji „siðanefndin sér ekki fært að leggja mat á þau álitaefni sem felast í erindi forsætisnefndar til sín“. Er þar meðal annars vísað til þess að erindið hafi ekki verið rökstutt með vísan til tilgreindra ákvæða siðareglna fyrir alþingismenn. Auk þess hafi sá sem beindi erindi sínu til forsætisnefndar verið alls ótengdur málinu og þá hafi konan sem hátterni Ágústs bitnaði á ekki leitað til forsætisnefndar. Þá verði einnig að hafa í huga sérstöðu slíkra mála. Vegna þessa telur siðanefnd að málið verði ekki vel rekið fyrir siðanefnd. Taki hún málið til umfjöllunar muni hún m.a. þurfa að afla upplýsinga frá aðila sem ekki hefur óskað eftir afskiptum forsætisnefndar af því. Í bókun forsætisnefndar kemur fram að af fyrirliggjandi gögnum megi ráða að málavextir séu óumdeildir og að Ágúst Ólafur Ágústsson hafi fallist á niðurstöðu trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar. „Þegar litið er til niðurstöðu siðanefndar og þess áfellisdóms sem opinberlega liggur fyrir í niðurstöðu trúnaðarnefndarinnar, er það hins vegar niðurstaða forsætisnefndar, að undangengnu heildstæðu mati, að fyrirliggjandi erindi gefi ekki tilefni til frekari athugunar af hennar hálfu.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Samfylkingin Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Forsætisnefnd Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé tilefni til frekari athugunar af hennar hálfu í máli Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem gekkst við því að hafa áreitt konu kynferðislega. Þetta kemur fram í gögnum á vef Alþingis sem birtust síðdegis í gær. Ágúst tók sér leyfi frá þingstörfum eftir að hafa hlotið áminningu frá trúnaðarnefnd flokksins vegna áreitni hans gagnvart konunni í miðbæ Reykjavíkur í fyrrasumar. Í lok síðasta mánaðar settist hann svo aftur á þing og kvaðst breyttur maður. Kemur í svari siðanefndar til forsætisnefndar fram að eins og málið liggi fyrir telji „siðanefndin sér ekki fært að leggja mat á þau álitaefni sem felast í erindi forsætisnefndar til sín“. Er þar meðal annars vísað til þess að erindið hafi ekki verið rökstutt með vísan til tilgreindra ákvæða siðareglna fyrir alþingismenn. Auk þess hafi sá sem beindi erindi sínu til forsætisnefndar verið alls ótengdur málinu og þá hafi konan sem hátterni Ágústs bitnaði á ekki leitað til forsætisnefndar. Þá verði einnig að hafa í huga sérstöðu slíkra mála. Vegna þessa telur siðanefnd að málið verði ekki vel rekið fyrir siðanefnd. Taki hún málið til umfjöllunar muni hún m.a. þurfa að afla upplýsinga frá aðila sem ekki hefur óskað eftir afskiptum forsætisnefndar af því. Í bókun forsætisnefndar kemur fram að af fyrirliggjandi gögnum megi ráða að málavextir séu óumdeildir og að Ágúst Ólafur Ágústsson hafi fallist á niðurstöðu trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar. „Þegar litið er til niðurstöðu siðanefndar og þess áfellisdóms sem opinberlega liggur fyrir í niðurstöðu trúnaðarnefndarinnar, er það hins vegar niðurstaða forsætisnefndar, að undangengnu heildstæðu mati, að fyrirliggjandi erindi gefi ekki tilefni til frekari athugunar af hennar hálfu.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Samfylkingin Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira