Íbúðakaup með ábyrgðarláni Einar Jónsson skrifar 14. maí 2019 08:00 Skilgreina má þá sem afla sér húsnæðis í eftirfarandi flokka eftir efnahag: Þá sem ljóslega geta aflað sér húsnæðis án stuðnings, þá sem þurfa einhvern stuðning við húsnæðisöflun og þá sem þurfa verulegan stuðning og falla þar með undir skyldur sveitarfélaga. Allir sem þurfa einhvern stuðning ættu að eiga valkost um að kaupa íbúð. Af hverju eignaríbúð? Húsnæðisöryggi er einungis til staðar í eignaríbúðum, þ.e. að íbúi sem efnir skyldur sínar geti búið í íbúð sinni svo lengi sem hann kýs. Í leiguíbúðum og jafnvel í íbúðum húsnæðissamvinnufélaga er þetta húsnæðisöryggi ekki til staðar því íbúi getur misst húsnæði sitt þótt hann efni skyldur sínar fullkomlega. Engu máli skiptir hvort félag er rekið í hagnaðarskyni eða ekki. Húsnæðisöryggi í eignaríbúðum er mikilvægt einstaklingum og fjölskyldum og skuldlausar eða skuldlitlar eignaríbúðir eru jafnan forsenda fyrir þolanlegri afkomu lífeyrisþega. Þá eru íbúðakaup „besta langtímafjárfesting“ almennings en sem kunnugt er greiða leigutakar með tímanum fjárfestingu leigusalans ásamt rekstrarkostnaði án þess að njóta eignaaukningar hans. Sama á við um búseta húsnæðissamvinnufélaga. Allir sem hafa greiðslugetu til að greiða húsaleigu fyrir viðunandi íbúð ættu að eiga kost á að kaupa slíka íbúð í ábyrgðarlánakerfi. Efnaminni íbúðakaupendur eru í meiri vanda en ella þegar framboð nýbygginga er einkum fyrir þá efnameiri og að auki þegar samkeppni er á íbúðamarkaðinum við aðila sem eru þar á öðrum forsendum, s.s. við fjárfesta sem veðja á verðhækkanir og kaupendur ferðamannaíbúða. Íbúðaskortur leiðir til verðhækkana og hagkvæmni bygginga og lánakjara skilar sér ekki til kaupenda á almennum markaði við þær aðstæður. Þá er greiðslubyrði íbúðalána í framtíð óviss hvort sem lán eru verðtryggð eða óverðtryggð. Markaðinn skortir hvata til að svara þörfum fyrir hefðbundnar fjölskylduíbúðir og raunhæfan stuðning skortir við þá sem ættu að geta tryggt sér og sínum húsnæðisöryggi með íbúðakaupum. Íbúðakaup með ábyrgðarláni Útfærsla íbúðakaupa með ábyrgðarláni gæti verið eftirfarandi með hagsmuni kaupenda í fyrirrúmi: Allir sem hafa greiðslugetu til að standa undir íbúðalánum en skortir fé til útborgunar ættu að fá fyrirgreiðslu til að kaupa sér íbúð á verði sem greiðslugeta segði til um. Bankar eða lífeyrissjóðir fjármögnuðu almennt lán sem næmi 75% af kaupverði og einnig viðbótarlán eftir aðstæðum allt að 25%. Viðbótarlán væri með ríkisábyrgð. Framkvæmd þá þannig: Kaupandi velur sér íbúð á markaði, nýbyggingu eða eldri íbúð, svo og lánveitanda. Ákveðin ívilnun hins opinbera gæti verið til staðar fyrir seljanda/húsbyggjanda íbúðar með ábyrgðarláni svo og fyrir lánveitanda slíkra lána. Ívilnanir ásamt ríkisábyrgð og almennum opinberum stuðningi stuðluðu að auknu framboði íbúða, hagstæðari greiðslubyrði og íbúðaverði. Íbúðalánasjóður gæti miðlað upplýsingum og séð um að framkvæmd væri í samræmi við reglur. Greiðslugeta miðaðist við að greiðslubyrði lána væri innan við 30% af brúttótekjum kaupanda. Skilyrði að söluíbúðir væru með ástandsvottorði frá óháðum skoðunaraðila og að óheimilt væri að veðsetja eða gera aðför í íbúð með ábyrgðarláni nema varðandi íbúðalán og íbúðagjöld. Greiðsluvandi Verði eigandi íbúðar með ábyrgðarláni fyrir tekjuskerðingu af óviðráðanlegum orsökum, svo sem vegna veikinda eða atvinnumissi, þá greiðslujafni lánveitandi þannig að greiðslubyrði íbúðalána rúmaðist innan við 30% af brúttótekjum. Langtímavandi gæti þýtt greiðsluaðlögun með afskriftum sem ríki/sveitarfélag kæmi að. Nauðungarsölur ættu að vera algjör undantekning. Húsnæðisöryggi og fjölskylduvernd væri í fyrirrúmi.Einar Jónsson lögfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Skilgreina má þá sem afla sér húsnæðis í eftirfarandi flokka eftir efnahag: Þá sem ljóslega geta aflað sér húsnæðis án stuðnings, þá sem þurfa einhvern stuðning við húsnæðisöflun og þá sem þurfa verulegan stuðning og falla þar með undir skyldur sveitarfélaga. Allir sem þurfa einhvern stuðning ættu að eiga valkost um að kaupa íbúð. Af hverju eignaríbúð? Húsnæðisöryggi er einungis til staðar í eignaríbúðum, þ.e. að íbúi sem efnir skyldur sínar geti búið í íbúð sinni svo lengi sem hann kýs. Í leiguíbúðum og jafnvel í íbúðum húsnæðissamvinnufélaga er þetta húsnæðisöryggi ekki til staðar því íbúi getur misst húsnæði sitt þótt hann efni skyldur sínar fullkomlega. Engu máli skiptir hvort félag er rekið í hagnaðarskyni eða ekki. Húsnæðisöryggi í eignaríbúðum er mikilvægt einstaklingum og fjölskyldum og skuldlausar eða skuldlitlar eignaríbúðir eru jafnan forsenda fyrir þolanlegri afkomu lífeyrisþega. Þá eru íbúðakaup „besta langtímafjárfesting“ almennings en sem kunnugt er greiða leigutakar með tímanum fjárfestingu leigusalans ásamt rekstrarkostnaði án þess að njóta eignaaukningar hans. Sama á við um búseta húsnæðissamvinnufélaga. Allir sem hafa greiðslugetu til að greiða húsaleigu fyrir viðunandi íbúð ættu að eiga kost á að kaupa slíka íbúð í ábyrgðarlánakerfi. Efnaminni íbúðakaupendur eru í meiri vanda en ella þegar framboð nýbygginga er einkum fyrir þá efnameiri og að auki þegar samkeppni er á íbúðamarkaðinum við aðila sem eru þar á öðrum forsendum, s.s. við fjárfesta sem veðja á verðhækkanir og kaupendur ferðamannaíbúða. Íbúðaskortur leiðir til verðhækkana og hagkvæmni bygginga og lánakjara skilar sér ekki til kaupenda á almennum markaði við þær aðstæður. Þá er greiðslubyrði íbúðalána í framtíð óviss hvort sem lán eru verðtryggð eða óverðtryggð. Markaðinn skortir hvata til að svara þörfum fyrir hefðbundnar fjölskylduíbúðir og raunhæfan stuðning skortir við þá sem ættu að geta tryggt sér og sínum húsnæðisöryggi með íbúðakaupum. Íbúðakaup með ábyrgðarláni Útfærsla íbúðakaupa með ábyrgðarláni gæti verið eftirfarandi með hagsmuni kaupenda í fyrirrúmi: Allir sem hafa greiðslugetu til að standa undir íbúðalánum en skortir fé til útborgunar ættu að fá fyrirgreiðslu til að kaupa sér íbúð á verði sem greiðslugeta segði til um. Bankar eða lífeyrissjóðir fjármögnuðu almennt lán sem næmi 75% af kaupverði og einnig viðbótarlán eftir aðstæðum allt að 25%. Viðbótarlán væri með ríkisábyrgð. Framkvæmd þá þannig: Kaupandi velur sér íbúð á markaði, nýbyggingu eða eldri íbúð, svo og lánveitanda. Ákveðin ívilnun hins opinbera gæti verið til staðar fyrir seljanda/húsbyggjanda íbúðar með ábyrgðarláni svo og fyrir lánveitanda slíkra lána. Ívilnanir ásamt ríkisábyrgð og almennum opinberum stuðningi stuðluðu að auknu framboði íbúða, hagstæðari greiðslubyrði og íbúðaverði. Íbúðalánasjóður gæti miðlað upplýsingum og séð um að framkvæmd væri í samræmi við reglur. Greiðslugeta miðaðist við að greiðslubyrði lána væri innan við 30% af brúttótekjum kaupanda. Skilyrði að söluíbúðir væru með ástandsvottorði frá óháðum skoðunaraðila og að óheimilt væri að veðsetja eða gera aðför í íbúð með ábyrgðarláni nema varðandi íbúðalán og íbúðagjöld. Greiðsluvandi Verði eigandi íbúðar með ábyrgðarláni fyrir tekjuskerðingu af óviðráðanlegum orsökum, svo sem vegna veikinda eða atvinnumissi, þá greiðslujafni lánveitandi þannig að greiðslubyrði íbúðalána rúmaðist innan við 30% af brúttótekjum. Langtímavandi gæti þýtt greiðsluaðlögun með afskriftum sem ríki/sveitarfélag kæmi að. Nauðungarsölur ættu að vera algjör undantekning. Húsnæðisöryggi og fjölskylduvernd væri í fyrirrúmi.Einar Jónsson lögfræðingur
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun