Mál Ágústs Ólafs ekki tekið til frekari athugunar á þingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. maí 2019 20:15 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. VÍSIR/VILHELM Forsætisnefnd mun ekki taka mál Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, til frekari athugunar. Þetta kemur fram í bókun nefndarinnar sem birt var á vef Alþingis í dag en auk hennar var álit siðanefndar birt sem og bréf til þingmannsins þar sem honum er greint frá niðurstöðunni. Ágúst Ólafur fór í leyfi frá þingstörfum í desember síðastliðnum eftir að hann hlaut áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar fyrir að hafa áreitt konu kynferðislega síðasta sumar. Ágúst Ólafur sneri aftur á þing í lok apríl. Í janúar síðastliðnum barst forsætisnefnd erindi þar sem óskað var eftir því að forsætisnefnd myndi taka málið til umfjöllunar og vísa því til siðanefndar. Siðanefndin er forsætisnefnd til ráðgjafar og fjallaði hún um málið á fundum sínum. Var það niðurstaða siðanefndar að tormerki væru á því að hún gæti tekið málið til umfjöllunar. Fram kemur í áliti nefndarinnar að engin gögn fylgdu með erindi þess sem það sendi og enginn rökstuðningur.Aðili málsins beindi ekki kvörtun til nefndarinnar Þá verði ekki fram hjá því litið að sá sem beini erindinu til forsætisnefndar sé alls ótengdur málinu sem kvörtunin lýtur að. Auk þess hefði sá einstaklingur sem hin meinta hátterni þingmannsins beindist að ekki leitað til forsætisnefndar vegna brots á siðareglum. „Þá verður einnig að hafa í huga sérstöðu slíkra mála. Vegna þessa telur siðanefnd að málið verði ekki vel rekið fyrir siðanefnd. Taki hún málið til umfjöllunar muni hún m.a. þurfa að afla upplýsinga fráaðila sem ekki hefur óskað eftir afskiptum forsætisnefndar af því. Með vísan til framangreinds telur siðanefnd tormerki á því að hún takimálið til umfjöllunar. Eins og mál þetta liggur fyrir telur siðanefnd sér ekki fært að leggja mat á þau álitaefni sem felast í framangreindu erindi forsætisnefndar til sín,“ segir í áliti siðanefndar.Alvarlegur áfellisdómur um hátterni þingmannsins Í bókun sinni vísar forsætisnefnd í niðurstöðu siðanefndar og meðal annars til þess að sá aðili sem hið meinta hátterni bitnaði á hafði ekki leitað til forsætisnefndar. „Af þessu má ráða það mat nefndarinnar að slík staðreynd geti eins og horfi við í málinu skipt meira máli en hvort mál falli undir siðareglur fyrir alþingismenn, þar sem afla þyrfti upplýsinga frá aðila sem ekki hefði óskað eftir afskiptum forsætisnefndar af því. Forsætisnefnd fellst á að slíkar aðstæður geti skipt máli enda sé þá litið til sjónarmiða um nærgætni og sanngirni gegn þeim sem hlut eiga að máli,“ segir í bókun nefndarinnar. Þar kemur jafnframt fram að af fyrirliggjandi gögnum megi ráða að málavextir séu óumdeildir. Þá hafi Ágúst Ólafur fallist á niðurstöðu trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar. Sú niðurstaða sem þar sé lýst verði að telja alvarlegan áfellisdóm um hátterni þingmannsins. Segir svo í lok bókunarinnar: „Þegar litið er til niðurstöðu siðanefndar og þess áfellisdóms sem opinberlega liggur fyrir í niðurstöðu trúnaðarnefndarinnar, er það hins vegar niðurstaða forsætisnefndar, að undangengnu heildstæðu mati, að fyrirliggjandi erindi gefi ekki tilefni til frekari athugunar af hennar hálfu. Er þá einkum höfðhliðsjón af1. málsl. 1. mgr. 18. gr. siðareglna fyrir alþingismenn.“ Maðurinn sem sendi erindið til forsætisnefndar er nafngreindur í gögnunum sem birtust á vef Alþingis í dag. Hann var í framboði fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík fyrir þingkosningar 2016 en var svo kominn á lista Miðflokksins í borginni fyrir þingkosningar 2017. Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Ágúst Ólafur boðar endurkomu sína Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, ætlar sér að mæta aftur til starfa í þinghúsið. 30. apríl 2019 14:16 Ágúst Ólafur segir af sér varaformennsku í fjárlaganefnd Ágúst Ólafur hefur tekið þá ákvörðun að segja af sér varaformennsku í fjárlaganefnd Alþingis. 2. maí 2019 14:57 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Forsætisnefnd mun ekki taka mál Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, til frekari athugunar. Þetta kemur fram í bókun nefndarinnar sem birt var á vef Alþingis í dag en auk hennar var álit siðanefndar birt sem og bréf til þingmannsins þar sem honum er greint frá niðurstöðunni. Ágúst Ólafur fór í leyfi frá þingstörfum í desember síðastliðnum eftir að hann hlaut áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar fyrir að hafa áreitt konu kynferðislega síðasta sumar. Ágúst Ólafur sneri aftur á þing í lok apríl. Í janúar síðastliðnum barst forsætisnefnd erindi þar sem óskað var eftir því að forsætisnefnd myndi taka málið til umfjöllunar og vísa því til siðanefndar. Siðanefndin er forsætisnefnd til ráðgjafar og fjallaði hún um málið á fundum sínum. Var það niðurstaða siðanefndar að tormerki væru á því að hún gæti tekið málið til umfjöllunar. Fram kemur í áliti nefndarinnar að engin gögn fylgdu með erindi þess sem það sendi og enginn rökstuðningur.Aðili málsins beindi ekki kvörtun til nefndarinnar Þá verði ekki fram hjá því litið að sá sem beini erindinu til forsætisnefndar sé alls ótengdur málinu sem kvörtunin lýtur að. Auk þess hefði sá einstaklingur sem hin meinta hátterni þingmannsins beindist að ekki leitað til forsætisnefndar vegna brots á siðareglum. „Þá verður einnig að hafa í huga sérstöðu slíkra mála. Vegna þessa telur siðanefnd að málið verði ekki vel rekið fyrir siðanefnd. Taki hún málið til umfjöllunar muni hún m.a. þurfa að afla upplýsinga fráaðila sem ekki hefur óskað eftir afskiptum forsætisnefndar af því. Með vísan til framangreinds telur siðanefnd tormerki á því að hún takimálið til umfjöllunar. Eins og mál þetta liggur fyrir telur siðanefnd sér ekki fært að leggja mat á þau álitaefni sem felast í framangreindu erindi forsætisnefndar til sín,“ segir í áliti siðanefndar.Alvarlegur áfellisdómur um hátterni þingmannsins Í bókun sinni vísar forsætisnefnd í niðurstöðu siðanefndar og meðal annars til þess að sá aðili sem hið meinta hátterni bitnaði á hafði ekki leitað til forsætisnefndar. „Af þessu má ráða það mat nefndarinnar að slík staðreynd geti eins og horfi við í málinu skipt meira máli en hvort mál falli undir siðareglur fyrir alþingismenn, þar sem afla þyrfti upplýsinga frá aðila sem ekki hefði óskað eftir afskiptum forsætisnefndar af því. Forsætisnefnd fellst á að slíkar aðstæður geti skipt máli enda sé þá litið til sjónarmiða um nærgætni og sanngirni gegn þeim sem hlut eiga að máli,“ segir í bókun nefndarinnar. Þar kemur jafnframt fram að af fyrirliggjandi gögnum megi ráða að málavextir séu óumdeildir. Þá hafi Ágúst Ólafur fallist á niðurstöðu trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar. Sú niðurstaða sem þar sé lýst verði að telja alvarlegan áfellisdóm um hátterni þingmannsins. Segir svo í lok bókunarinnar: „Þegar litið er til niðurstöðu siðanefndar og þess áfellisdóms sem opinberlega liggur fyrir í niðurstöðu trúnaðarnefndarinnar, er það hins vegar niðurstaða forsætisnefndar, að undangengnu heildstæðu mati, að fyrirliggjandi erindi gefi ekki tilefni til frekari athugunar af hennar hálfu. Er þá einkum höfðhliðsjón af1. málsl. 1. mgr. 18. gr. siðareglna fyrir alþingismenn.“ Maðurinn sem sendi erindið til forsætisnefndar er nafngreindur í gögnunum sem birtust á vef Alþingis í dag. Hann var í framboði fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík fyrir þingkosningar 2016 en var svo kominn á lista Miðflokksins í borginni fyrir þingkosningar 2017.
Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Ágúst Ólafur boðar endurkomu sína Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, ætlar sér að mæta aftur til starfa í þinghúsið. 30. apríl 2019 14:16 Ágúst Ólafur segir af sér varaformennsku í fjárlaganefnd Ágúst Ólafur hefur tekið þá ákvörðun að segja af sér varaformennsku í fjárlaganefnd Alþingis. 2. maí 2019 14:57 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Ágúst Ólafur boðar endurkomu sína Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, ætlar sér að mæta aftur til starfa í þinghúsið. 30. apríl 2019 14:16
Ágúst Ólafur segir af sér varaformennsku í fjárlaganefnd Ágúst Ólafur hefur tekið þá ákvörðun að segja af sér varaformennsku í fjárlaganefnd Alþingis. 2. maí 2019 14:57