Telur að öryrkjum fjölgi vegna galla á kerfinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. maí 2019 18:45 Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir að öryrkjum hafi fjölgað óeðlilega mikið á undanförnum árum vegna meinlegra galla í núverandi kerfi sem mikilvægt sé að ráða bót á. Þær breytingar eru á döfinni en skýrsla starfshóps um nýtt greiðslukerfi vegna skertrar starfsgetu var kynnt í ríkisstjórn á föstudag. Nýgengi örorku hér á landi hefur aukist jafnt og þétt í öllum aldurshópum á síðustu árum en á árinu 2016 var það í fyrsta sinn meira en fjölgun starfsfólks á vinnumarkaði. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnti á ríkisstjórnarfundi á föstudag skýrslu samráðshóps um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. Þar er lagt til að greiðslur almannatrygginga skiptist í sjúkragreiðslur, endurhæfingargreiðslur, virknigreiðslur og örorkulífeyri auk þess sem tekin verða upp sveigjanleg hlutastörf fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu. Í skýrslunni segir: „Rannsóknir sýna að atvinnuþátttaka hefur jákvæð áhrif á heilsu og vellíðan fólks, jafnvel þótt það sé að glíma við sjúkdóma, afleiðingar slysa eða fötlun og því mikilvægt að auka tækifæri fólks með skerta starfsgetu til atvinnuþátttöku.“ Eitt af því sem hefur valdið bæði embættis- og stjórnmálamönnum heilabrotum er mikil fjölgun einstaklinga á 75 prósent örorku en öryrkjum fjölgar hlutfallslega mun hraðar hér en á hinum Norðurlöndunum.Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Kristinn MagnússonÞorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, hafði ákveðna snertifleti við þessa vinnu sem félagsmálaráðherra á sínum tíma. Hann segir mikilvægt að þverpólitísk samstaða náist um innleiðingu starfsgetumats. Þá telur hann að mikla fjölgun öryrkja, ekki síst meðal ungra karlmanna, megi rekja til galla á núverandi kerfi. „Það er alveg ljóst að við erum að sjá yngri einstaklinga, sérstaklega unga karla, koma mikið inn á örorkulífeyri. Mun meira en við sjáum í nágrannalöndum okkar og við sjáum mjög varhugaverða þróun hér því við erum úr takti við nágrannalönd okkar hvað varðar mikla fjölgun öryrkja á undanförnum árum. Það er ekkert vafamál og ég er sannfærður um að það er vegna meinlegra galla í núverandi kerfi sem er mjög mikilvægt að ráða bóta á,“ segir Þorsteinn. Félagsmál Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir að öryrkjum hafi fjölgað óeðlilega mikið á undanförnum árum vegna meinlegra galla í núverandi kerfi sem mikilvægt sé að ráða bót á. Þær breytingar eru á döfinni en skýrsla starfshóps um nýtt greiðslukerfi vegna skertrar starfsgetu var kynnt í ríkisstjórn á föstudag. Nýgengi örorku hér á landi hefur aukist jafnt og þétt í öllum aldurshópum á síðustu árum en á árinu 2016 var það í fyrsta sinn meira en fjölgun starfsfólks á vinnumarkaði. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnti á ríkisstjórnarfundi á föstudag skýrslu samráðshóps um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. Þar er lagt til að greiðslur almannatrygginga skiptist í sjúkragreiðslur, endurhæfingargreiðslur, virknigreiðslur og örorkulífeyri auk þess sem tekin verða upp sveigjanleg hlutastörf fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu. Í skýrslunni segir: „Rannsóknir sýna að atvinnuþátttaka hefur jákvæð áhrif á heilsu og vellíðan fólks, jafnvel þótt það sé að glíma við sjúkdóma, afleiðingar slysa eða fötlun og því mikilvægt að auka tækifæri fólks með skerta starfsgetu til atvinnuþátttöku.“ Eitt af því sem hefur valdið bæði embættis- og stjórnmálamönnum heilabrotum er mikil fjölgun einstaklinga á 75 prósent örorku en öryrkjum fjölgar hlutfallslega mun hraðar hér en á hinum Norðurlöndunum.Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Kristinn MagnússonÞorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, hafði ákveðna snertifleti við þessa vinnu sem félagsmálaráðherra á sínum tíma. Hann segir mikilvægt að þverpólitísk samstaða náist um innleiðingu starfsgetumats. Þá telur hann að mikla fjölgun öryrkja, ekki síst meðal ungra karlmanna, megi rekja til galla á núverandi kerfi. „Það er alveg ljóst að við erum að sjá yngri einstaklinga, sérstaklega unga karla, koma mikið inn á örorkulífeyri. Mun meira en við sjáum í nágrannalöndum okkar og við sjáum mjög varhugaverða þróun hér því við erum úr takti við nágrannalönd okkar hvað varðar mikla fjölgun öryrkja á undanförnum árum. Það er ekkert vafamál og ég er sannfærður um að það er vegna meinlegra galla í núverandi kerfi sem er mjög mikilvægt að ráða bóta á,“ segir Þorsteinn.
Félagsmál Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu