Nýmæli að Ísland fái áheyrn hjá stofnunum Evrópusambandsins Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. maí 2019 18:30 Áheyrn Íslands hjá miðlægri stofnun Evrópusambandsins á sviði orkumála, sem getur tekið bindandi ákvarðanir fyrir aðildarríki sambandsins, er til að tryggja að ekki verði röskun á tveggja stoða kerfi EES-samningsins, að sögn Birgis Tjörva Péturssonar sem vann álitsgerð um þriðja orkupakkann. Valdheimildir Samstarfsstofnunar eftirlitsaðila á orkumarkaði, ACER, verða gagnvart EFTA-ríkjunum Íslandi, Noregi og Liechtenstein hjá ESA, Eftirlitsstofnun EFTA eins og reglugerð 713/2009 um ACER var tekin inn í EES-samninginn en hún er hluti af þriðja orkupakkanum. ACER mun hins vegar vinna drög að öllum ákvörðunum. Þá munu fulltrúar ESA og fulltrúar EFTA-ríkjanna njóta áheyrnaraðildar við málsmeðferð og ákvarðanatöku ACER um þessi „drög“. Samhliða þessu mun ESA hafa neitunarvald gagnvart tillögum frá ACER. Það að EFTA-ríkjunum Íslandi, Noregi og Liechtenstein sé veitt áheyrn hjá miðlægri stofnun Evrópusambandsins, sem getur tekið bindandi ákvarðanir fyrir aðildarríki sambandsins, er enn eitt einkenni þeirrar breytingar sem orðið hefur á EES-samstarfinu á undanförnum árum. Evrópurétturinn hefur þróast í þá átt að miðlægum stofnunum ESB hefur verið falið vald til að taka bindandi ákvarðanir og gagnvart EFTA-ríkjunum er valdheimildunum komið fyrir hjá Eftirlitsstofnun EFTA. Birgir Tjörvi Pétursson, sem vann lögfræðiálit um þriðja orkupakkann að beiðni atvinnuvegaráðuneytisins, telur þetta til þess fallið að tryggja virkni tveggja stoða kerfis EES-samningsins. Hann vill því ekki taka svo djúpt í árinni að um sé að ræða eðlisbreytingu á samstarfinu heldur aðeins tilfærslu frá framkvæmdastjórninni til miðlægra stofnana. Virkni tveggja stoða kerfis EES-samningsins sé það sama. „Á þeim tíma, þegar allar þessar ákvarðanir voru á vettvangi framkvæmdastjórnarinnar, þá höfðu EFTA-ríkin aðgang að framkvæmdastjórninni. Þannig að hér er aðeins verið að reyna að fylgja þessari þróun sem hefur átt sér stað innan Evrópusambandsins með því að færa ákvörðunarvald til sérhæfðra stofnana án þess að það raski tveggja stoða kerfinu þannig að aðildarríkin eða EFTA-ríkin eigi aðgang að þessum stofnunum,“ segir Birgir Tjörvi. Alþingi Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Áheyrn Íslands hjá miðlægri stofnun Evrópusambandsins á sviði orkumála, sem getur tekið bindandi ákvarðanir fyrir aðildarríki sambandsins, er til að tryggja að ekki verði röskun á tveggja stoða kerfi EES-samningsins, að sögn Birgis Tjörva Péturssonar sem vann álitsgerð um þriðja orkupakkann. Valdheimildir Samstarfsstofnunar eftirlitsaðila á orkumarkaði, ACER, verða gagnvart EFTA-ríkjunum Íslandi, Noregi og Liechtenstein hjá ESA, Eftirlitsstofnun EFTA eins og reglugerð 713/2009 um ACER var tekin inn í EES-samninginn en hún er hluti af þriðja orkupakkanum. ACER mun hins vegar vinna drög að öllum ákvörðunum. Þá munu fulltrúar ESA og fulltrúar EFTA-ríkjanna njóta áheyrnaraðildar við málsmeðferð og ákvarðanatöku ACER um þessi „drög“. Samhliða þessu mun ESA hafa neitunarvald gagnvart tillögum frá ACER. Það að EFTA-ríkjunum Íslandi, Noregi og Liechtenstein sé veitt áheyrn hjá miðlægri stofnun Evrópusambandsins, sem getur tekið bindandi ákvarðanir fyrir aðildarríki sambandsins, er enn eitt einkenni þeirrar breytingar sem orðið hefur á EES-samstarfinu á undanförnum árum. Evrópurétturinn hefur þróast í þá átt að miðlægum stofnunum ESB hefur verið falið vald til að taka bindandi ákvarðanir og gagnvart EFTA-ríkjunum er valdheimildunum komið fyrir hjá Eftirlitsstofnun EFTA. Birgir Tjörvi Pétursson, sem vann lögfræðiálit um þriðja orkupakkann að beiðni atvinnuvegaráðuneytisins, telur þetta til þess fallið að tryggja virkni tveggja stoða kerfis EES-samningsins. Hann vill því ekki taka svo djúpt í árinni að um sé að ræða eðlisbreytingu á samstarfinu heldur aðeins tilfærslu frá framkvæmdastjórninni til miðlægra stofnana. Virkni tveggja stoða kerfis EES-samningsins sé það sama. „Á þeim tíma, þegar allar þessar ákvarðanir voru á vettvangi framkvæmdastjórnarinnar, þá höfðu EFTA-ríkin aðgang að framkvæmdastjórninni. Þannig að hér er aðeins verið að reyna að fylgja þessari þróun sem hefur átt sér stað innan Evrópusambandsins með því að færa ákvörðunarvald til sérhæfðra stofnana án þess að það raski tveggja stoða kerfinu þannig að aðildarríkin eða EFTA-ríkin eigi aðgang að þessum stofnunum,“ segir Birgir Tjörvi.
Alþingi Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira