Uppgjör: Hamilton sigurvegari í spænska kappakstrinum Bragi Þórðarson skrifar 13. maí 2019 23:15 Í sextánda skiptið á ferlinum leiddi Hamilton alla hringi kappakstursins Getty Spænski kappaksturinn fór fram um helgina og voru það enn og aftur Mercedes ökumennirnir sem enduðu í fyrsta og öðru sæti. Fimmfaldi heimsmeistarinn, Lewis Hamilton, kom fyrstur í mark og var sigurinn hans þriðji á tímabilinu. Valtteri Bottas ræsti fyrstur en þurfti að sætta sig við annað sætið á sunnudaginn. Hamilton leiddi keppnina alla hringina. Sigurinn var hans 76. á ferlinum og sá sextándi sem hann leiðir frá byrjun til enda. ,,Ég lenti í vandræðum með kúplinguna, þess vegna fór ég illa af stað’’ sagði Bottas eftir keppni. Finninn átti aldrei möguleika í liðsfélaga sinn en Hamilton fékk einnig aukastig fyrir að ná hraðasta hring. Nú hefur Mercedes tæplega hundrað stiga forskot á Ferrari og Hamilton situr efstur í keppni ökuþóra, sjö stigum á undan Bottas. Bottas, Hamilton og Vettel voru hnífjafnir í gegnum fyrstu beygju.GettyRed Bull hraðari en FerrariMax Verstappen komst á verðlaunapall í annað skiptið á tímabilinu. Eins og staðan er núna lítur út fyrir að Red Bull sé að ná yfirhöndinni gegn Ferrari. Ferrari hefur ekki unnið titil í rúm tíu ár og lítur allt út fyrir að það sé ekki að fara breytast í ár, þrátt fyrir að aðeins fimm keppnum sé lokið. Sebastian Vettel endaði fjórði og liðsfélagi hans hjá Ferrari, Charles Leclerc, varð fimmti. Leclerc tapaði miklum tíma fastur fyrir aftan Vettel snemma í keppninni eftir að liðið beið alltof lengi með að láta Vettel víkja fyrir hraðari bílnum. Aftur tapaði Ferrari liðið miklum tíma í seinni hluta kappakstursins er Vettel sat fastur fyrir aftan Leclerc í rúma þrjá hringi. Hefði liðið látið Leclerc víkja fyrir Vettel sem var á mun betri dekkjum hefði þjóðverjinn hugsanlega náð þriðja sætinu. Næsta keppni er hinn sögufrægi Mónakó kappakstur. Braut sú hefur ætíð hentað Red Bull bílunum mjög vel. Það verður áhugavert að sjá hvort Max Verstappen takist loksins að vinna Mercedes ökumennina í furstadæminu eftir tvær vikur. Formúla Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Spænski kappaksturinn fór fram um helgina og voru það enn og aftur Mercedes ökumennirnir sem enduðu í fyrsta og öðru sæti. Fimmfaldi heimsmeistarinn, Lewis Hamilton, kom fyrstur í mark og var sigurinn hans þriðji á tímabilinu. Valtteri Bottas ræsti fyrstur en þurfti að sætta sig við annað sætið á sunnudaginn. Hamilton leiddi keppnina alla hringina. Sigurinn var hans 76. á ferlinum og sá sextándi sem hann leiðir frá byrjun til enda. ,,Ég lenti í vandræðum með kúplinguna, þess vegna fór ég illa af stað’’ sagði Bottas eftir keppni. Finninn átti aldrei möguleika í liðsfélaga sinn en Hamilton fékk einnig aukastig fyrir að ná hraðasta hring. Nú hefur Mercedes tæplega hundrað stiga forskot á Ferrari og Hamilton situr efstur í keppni ökuþóra, sjö stigum á undan Bottas. Bottas, Hamilton og Vettel voru hnífjafnir í gegnum fyrstu beygju.GettyRed Bull hraðari en FerrariMax Verstappen komst á verðlaunapall í annað skiptið á tímabilinu. Eins og staðan er núna lítur út fyrir að Red Bull sé að ná yfirhöndinni gegn Ferrari. Ferrari hefur ekki unnið titil í rúm tíu ár og lítur allt út fyrir að það sé ekki að fara breytast í ár, þrátt fyrir að aðeins fimm keppnum sé lokið. Sebastian Vettel endaði fjórði og liðsfélagi hans hjá Ferrari, Charles Leclerc, varð fimmti. Leclerc tapaði miklum tíma fastur fyrir aftan Vettel snemma í keppninni eftir að liðið beið alltof lengi með að láta Vettel víkja fyrir hraðari bílnum. Aftur tapaði Ferrari liðið miklum tíma í seinni hluta kappakstursins er Vettel sat fastur fyrir aftan Leclerc í rúma þrjá hringi. Hefði liðið látið Leclerc víkja fyrir Vettel sem var á mun betri dekkjum hefði þjóðverjinn hugsanlega náð þriðja sætinu. Næsta keppni er hinn sögufrægi Mónakó kappakstur. Braut sú hefur ætíð hentað Red Bull bílunum mjög vel. Það verður áhugavert að sjá hvort Max Verstappen takist loksins að vinna Mercedes ökumennina í furstadæminu eftir tvær vikur.
Formúla Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn