Björgólfur og Bakkavararbræður á lista yfir ríkustu menn Bretlands Birgir Olgeirsson skrifar 12. maí 2019 21:23 Björgólfur bætir við sig en Bakkavararbræður tapa. Fréttablaðið/GVA Björgólfur Thor Björgólfsson er einn af hundrað ríkustu manneskjum Bretlands samkvæmt lista breska dagblaðsins Sunday Times sem var birtur um helgina. Fréttastofa Ríkisútvarpsins sagði fyrst frá hér á landi en Björgólfur er sagður hafa bætt við sig 98 milljónum punda, eða því sem nemur um 16 milljörðum íslenskra króna, á milli ára. Alls eru eignir hans metnar á 1,7 milljarða punda, eða því sem nemur um 276 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Sunday Times birtir nöfn þúsund einstaklinga sem eru taldir þeir ríkustu í Bretlandi en á honum er að finna Bakkavararbræðurna Ágúst og Lýð Guðmundssyni. Sunday Times segir auð þeirra hafa dregist saman um 140 milljónir punda, eða 22 milljarða króna, og eiga þeir í dag 560 milljónir punda, eða því sem nemur 91 milljarði íslenskra króna.Ágúst og Lýður Guðmundssynir. Vísir/VilhelmÁ toppi listans sitja bræðurnir Sri og Gopi Hinduja en auðæfi þeirra eru metin á 22 milljarða breskra punda. Í Öðru sæti eru bræðurnir David og Simon Rueben en í þriðja sæti eru Jim Ratcliffe sem metinn er á 18,7 milljarða breskra punda. Radcliffe var í efsta sæti listans í fyrra en hann hefur á síðustu árum eignast fjölda jarða og lóða hér á landi. Bretland Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson er einn af hundrað ríkustu manneskjum Bretlands samkvæmt lista breska dagblaðsins Sunday Times sem var birtur um helgina. Fréttastofa Ríkisútvarpsins sagði fyrst frá hér á landi en Björgólfur er sagður hafa bætt við sig 98 milljónum punda, eða því sem nemur um 16 milljörðum íslenskra króna, á milli ára. Alls eru eignir hans metnar á 1,7 milljarða punda, eða því sem nemur um 276 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Sunday Times birtir nöfn þúsund einstaklinga sem eru taldir þeir ríkustu í Bretlandi en á honum er að finna Bakkavararbræðurna Ágúst og Lýð Guðmundssyni. Sunday Times segir auð þeirra hafa dregist saman um 140 milljónir punda, eða 22 milljarða króna, og eiga þeir í dag 560 milljónir punda, eða því sem nemur 91 milljarði íslenskra króna.Ágúst og Lýður Guðmundssynir. Vísir/VilhelmÁ toppi listans sitja bræðurnir Sri og Gopi Hinduja en auðæfi þeirra eru metin á 22 milljarða breskra punda. Í Öðru sæti eru bræðurnir David og Simon Rueben en í þriðja sæti eru Jim Ratcliffe sem metinn er á 18,7 milljarða breskra punda. Radcliffe var í efsta sæti listans í fyrra en hann hefur á síðustu árum eignast fjölda jarða og lóða hér á landi.
Bretland Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira