Foreldrar óttast um öryggi barna vegna tveggja bruna á skömmum tíma: „Við ætlum ekki að búa við þetta“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. maí 2019 19:00 Foreldrar barna í Seljaskóla í Breiðholti eru áhyggjufullir yfir því að kviknað hafi í skólanum í nótt, í annað sinn á mjög skömmum tíma. Skólastjórinn deilir áhyggjum foreldra og segir brýnt að komast til botns í málinu. Tíu kennslustofur skemmdust í brunanum í nótt og þurfa um 250 nemendur að mæta annað en í sínar bekkjarstofur það sem eftir er skólaársins. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út um klukkan hálf eitt í nótt eftir að mikill eldur kom upp í þaki skólans. Aðstæður til slökkvistarfsins voru heldur erfiðar og tók langan tíma að slökkva eldinn. Þakið á húsinu féll á fimmta tímanum og var þá hafist handa við að tína klæðinguna af þakinu þannig að hægt væri að slökkva í glæðum. Slökkvistarfi lauk klukkan tólf í hádeginu og var vettvangur færður lögreglu til rannsóknar sem vinnu nú að því að leiða eldsupptökin í ljós. Eldurinn kom upp íálmu þar sem sjö kennslustofur og þrír stórir salir eru. Þar eru kennslurými fyrir um 250 börn. Eldurinn fór ekki inn í stofurnar þar sem þakplatan var steypt en þangað lak mikið vatn. „Skemmtir af völdum vatns og reyks eru gríðarlegar og ég held að það sé lagt þar til við getum verið að kenna þar. Þetta er gríðarlegt innbústjón. Það eru námsgögn og tölvur og er allt undirlagt vatni,“ segir Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskjóla. Tjónið hlaupi líklega á tugum milljóna. Búið er að aflýsa skólastarfi á morgun. Þá verður ekki hægt að kenna í þessum hluta skólans á næstunni en Magnús segir að góðir grannar hafi boðið fram pláss til kennslu, til dæmis kirkjan og íþróttafélagið. Þetta er í annað sinn sem eldur kemur upp í skólanum. Það gerðist einnig í mars en þá hafði eldurinn kviknað út frá rafmagni. Magnús segir of snemmt að segja til um hvort það sama eigi við núna en það verði að komast til botns í málinu. „Það skiptir öllu máli fyrir vinnustað með 670 börnum að hér verði öllum steinum snúið við til þess að það sé á hreinu hvað er. Við ætlum ekki að búa við þetta,“ segir Magnús Þór. Foreldrar séu áhyggjufullir. „Við skiljum það að fólk hrökkvi við þegar kviknar aftur í. Ég fullvissa fólk um það að við deildum þessu öllu. Við erum búin að vera funda hér í allan dag og kjarninn er alltaf þessi, að hér verði allt eins og það á að vera,“ segir Magnús Þór. Reykjavík Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Foreldrar barna í Seljaskóla í Breiðholti eru áhyggjufullir yfir því að kviknað hafi í skólanum í nótt, í annað sinn á mjög skömmum tíma. Skólastjórinn deilir áhyggjum foreldra og segir brýnt að komast til botns í málinu. Tíu kennslustofur skemmdust í brunanum í nótt og þurfa um 250 nemendur að mæta annað en í sínar bekkjarstofur það sem eftir er skólaársins. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út um klukkan hálf eitt í nótt eftir að mikill eldur kom upp í þaki skólans. Aðstæður til slökkvistarfsins voru heldur erfiðar og tók langan tíma að slökkva eldinn. Þakið á húsinu féll á fimmta tímanum og var þá hafist handa við að tína klæðinguna af þakinu þannig að hægt væri að slökkva í glæðum. Slökkvistarfi lauk klukkan tólf í hádeginu og var vettvangur færður lögreglu til rannsóknar sem vinnu nú að því að leiða eldsupptökin í ljós. Eldurinn kom upp íálmu þar sem sjö kennslustofur og þrír stórir salir eru. Þar eru kennslurými fyrir um 250 börn. Eldurinn fór ekki inn í stofurnar þar sem þakplatan var steypt en þangað lak mikið vatn. „Skemmtir af völdum vatns og reyks eru gríðarlegar og ég held að það sé lagt þar til við getum verið að kenna þar. Þetta er gríðarlegt innbústjón. Það eru námsgögn og tölvur og er allt undirlagt vatni,“ segir Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskjóla. Tjónið hlaupi líklega á tugum milljóna. Búið er að aflýsa skólastarfi á morgun. Þá verður ekki hægt að kenna í þessum hluta skólans á næstunni en Magnús segir að góðir grannar hafi boðið fram pláss til kennslu, til dæmis kirkjan og íþróttafélagið. Þetta er í annað sinn sem eldur kemur upp í skólanum. Það gerðist einnig í mars en þá hafði eldurinn kviknað út frá rafmagni. Magnús segir of snemmt að segja til um hvort það sama eigi við núna en það verði að komast til botns í málinu. „Það skiptir öllu máli fyrir vinnustað með 670 börnum að hér verði öllum steinum snúið við til þess að það sé á hreinu hvað er. Við ætlum ekki að búa við þetta,“ segir Magnús Þór. Foreldrar séu áhyggjufullir. „Við skiljum það að fólk hrökkvi við þegar kviknar aftur í. Ég fullvissa fólk um það að við deildum þessu öllu. Við erum búin að vera funda hér í allan dag og kjarninn er alltaf þessi, að hér verði allt eins og það á að vera,“ segir Magnús Þór.
Reykjavík Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira