Foreldrar óttast um öryggi barna vegna tveggja bruna á skömmum tíma: „Við ætlum ekki að búa við þetta“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. maí 2019 19:00 Foreldrar barna í Seljaskóla í Breiðholti eru áhyggjufullir yfir því að kviknað hafi í skólanum í nótt, í annað sinn á mjög skömmum tíma. Skólastjórinn deilir áhyggjum foreldra og segir brýnt að komast til botns í málinu. Tíu kennslustofur skemmdust í brunanum í nótt og þurfa um 250 nemendur að mæta annað en í sínar bekkjarstofur það sem eftir er skólaársins. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út um klukkan hálf eitt í nótt eftir að mikill eldur kom upp í þaki skólans. Aðstæður til slökkvistarfsins voru heldur erfiðar og tók langan tíma að slökkva eldinn. Þakið á húsinu féll á fimmta tímanum og var þá hafist handa við að tína klæðinguna af þakinu þannig að hægt væri að slökkva í glæðum. Slökkvistarfi lauk klukkan tólf í hádeginu og var vettvangur færður lögreglu til rannsóknar sem vinnu nú að því að leiða eldsupptökin í ljós. Eldurinn kom upp íálmu þar sem sjö kennslustofur og þrír stórir salir eru. Þar eru kennslurými fyrir um 250 börn. Eldurinn fór ekki inn í stofurnar þar sem þakplatan var steypt en þangað lak mikið vatn. „Skemmtir af völdum vatns og reyks eru gríðarlegar og ég held að það sé lagt þar til við getum verið að kenna þar. Þetta er gríðarlegt innbústjón. Það eru námsgögn og tölvur og er allt undirlagt vatni,“ segir Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskjóla. Tjónið hlaupi líklega á tugum milljóna. Búið er að aflýsa skólastarfi á morgun. Þá verður ekki hægt að kenna í þessum hluta skólans á næstunni en Magnús segir að góðir grannar hafi boðið fram pláss til kennslu, til dæmis kirkjan og íþróttafélagið. Þetta er í annað sinn sem eldur kemur upp í skólanum. Það gerðist einnig í mars en þá hafði eldurinn kviknað út frá rafmagni. Magnús segir of snemmt að segja til um hvort það sama eigi við núna en það verði að komast til botns í málinu. „Það skiptir öllu máli fyrir vinnustað með 670 börnum að hér verði öllum steinum snúið við til þess að það sé á hreinu hvað er. Við ætlum ekki að búa við þetta,“ segir Magnús Þór. Foreldrar séu áhyggjufullir. „Við skiljum það að fólk hrökkvi við þegar kviknar aftur í. Ég fullvissa fólk um það að við deildum þessu öllu. Við erum búin að vera funda hér í allan dag og kjarninn er alltaf þessi, að hér verði allt eins og það á að vera,“ segir Magnús Þór. Reykjavík Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Foreldrar barna í Seljaskóla í Breiðholti eru áhyggjufullir yfir því að kviknað hafi í skólanum í nótt, í annað sinn á mjög skömmum tíma. Skólastjórinn deilir áhyggjum foreldra og segir brýnt að komast til botns í málinu. Tíu kennslustofur skemmdust í brunanum í nótt og þurfa um 250 nemendur að mæta annað en í sínar bekkjarstofur það sem eftir er skólaársins. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út um klukkan hálf eitt í nótt eftir að mikill eldur kom upp í þaki skólans. Aðstæður til slökkvistarfsins voru heldur erfiðar og tók langan tíma að slökkva eldinn. Þakið á húsinu féll á fimmta tímanum og var þá hafist handa við að tína klæðinguna af þakinu þannig að hægt væri að slökkva í glæðum. Slökkvistarfi lauk klukkan tólf í hádeginu og var vettvangur færður lögreglu til rannsóknar sem vinnu nú að því að leiða eldsupptökin í ljós. Eldurinn kom upp íálmu þar sem sjö kennslustofur og þrír stórir salir eru. Þar eru kennslurými fyrir um 250 börn. Eldurinn fór ekki inn í stofurnar þar sem þakplatan var steypt en þangað lak mikið vatn. „Skemmtir af völdum vatns og reyks eru gríðarlegar og ég held að það sé lagt þar til við getum verið að kenna þar. Þetta er gríðarlegt innbústjón. Það eru námsgögn og tölvur og er allt undirlagt vatni,“ segir Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskjóla. Tjónið hlaupi líklega á tugum milljóna. Búið er að aflýsa skólastarfi á morgun. Þá verður ekki hægt að kenna í þessum hluta skólans á næstunni en Magnús segir að góðir grannar hafi boðið fram pláss til kennslu, til dæmis kirkjan og íþróttafélagið. Þetta er í annað sinn sem eldur kemur upp í skólanum. Það gerðist einnig í mars en þá hafði eldurinn kviknað út frá rafmagni. Magnús segir of snemmt að segja til um hvort það sama eigi við núna en það verði að komast til botns í málinu. „Það skiptir öllu máli fyrir vinnustað með 670 börnum að hér verði öllum steinum snúið við til þess að það sé á hreinu hvað er. Við ætlum ekki að búa við þetta,“ segir Magnús Þór. Foreldrar séu áhyggjufullir. „Við skiljum það að fólk hrökkvi við þegar kviknar aftur í. Ég fullvissa fólk um það að við deildum þessu öllu. Við erum búin að vera funda hér í allan dag og kjarninn er alltaf þessi, að hér verði allt eins og það á að vera,“ segir Magnús Þór.
Reykjavík Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira