Mikið tjón í Seljaskóla eftir bruna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. maí 2019 06:35 Uppfært 13:15: Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði er nýbúið að slökkva í síðustu glæðum. Er slökkvilið nú að ganga frá. Uppfært 10:00: Slökkviðlið höfuðborgarsvæðisins er enn að störfum í Seljaskóla, en búið er að slökkva eldinn og vinna nú sex slökkviliðsmenn að því að ná járnplötum af þaki hússins til að slökkva í glæðum. Mikill eldur kom upp í Seljaskóla í nótt og á fimmta tímanum var allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu auk bakvaktar og manna á frívakt enn að störfum. Mikið tjón er á einni álmu skólans en þak byggingarinnar féll í brunanum. Tilkynning um eldinn barst slökkviliði um miðnætti og þegar fyrstu menn komu á vettvang var strax ljóst að ráðast þyrfti í umfangsmikið slökkvistarf. Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði að aðstæður til slökkvistarfsins hafi verið mjög erfiðar „Þegar að við komum á vettvang þá logaði mikill eldur í öðrum gaflinum og reykur upp eftir öllum mæninum. Það voru allar stöðvar á leiðinni og fljótlega sást að þetta yrði mikil vinna þannig að það var boðaður út auka mannskapur,“Eins og sjá má er tjónið mikið.Vísir/Jóhann K.Aðstæður til slökkvistarfs mjög erfiðar Hafsteinn segir að eldurinn hafi aðeins logaði í þaki skólans en á milli þaksins og kennslustofa er steypt plata og bætir við að hún hafi haldið. „Þetta voru mjög erfiðar aðstæður þegar að við komum á vettvang. Mjög þröngt og erfitt að komast að þessu. Erfitt að koma tækjum að eldinum svo það þurfti að sækja þetta langt að, þetta er það innarlega á skólalóðinni. Við gátum bara sótt á eldinn á einn veg og það var á móti reyk þannig að hér voru mjög erfiðar aðstæður þegar að við komum,“ segir Hafsteinn. Ekki er hægt að segja til um eldsupptök á þessari stundu en þetta er í annað sinn sem eldur kemur upp í skólanum, á svipuðum stað, á stuttum tíma. Um klukkan þrjú í nótt var ákveðið að senda skilaboð til íbúa í nágrenni skólans og nærliggjandi hverfa þar sem íbúar voru hvattir til þess að loka gluggum en mikill reykur lá yfir Seljahverfi og Salahverfi í Kópavogi.Mikill reykur var frá vettvangi og voru íbúar í Seljahverfi og Salahverfi í Kópavogi beðnir um að loka gluggum.Vísir/JóhannKBruninn hafði áhrif á sjúkraflutninga í nótt „Þetta er búið að taka töluvert langan tíma og eins og ég sagði mjög erfiðar aðstæður og erfitt að komast að eldinum. Það var erfitt að rjúfa þakið og um tíma þurfum við að kalla allan mannskap af þakinu því það var farið að gefa sig og þá breyttum við aðeins um aðferð og fórum að slökkva eldinn úr fjarlægð, þannig að við höfum verið að bíða eftir að þakið falli niður svo við getum farið að vinna betur að því að koma klæðningu og öðru af,“ segir Hafsteinn. Mikill fjöldi slökkviliðsmanna hefur tekið þátt í slökkvistarfi í nótt og segir Hafsteinn að bruninn í nótt hafi haft áhrif á önnur störf slökkviliðsins í nótt en iðulega er mikið að gera í sjúkraflutningum á þessum tíma um helgi. Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisinsVísir/Stöð 2„Ég geri ráð fyrir að það verði nokkur vinna áfram fram undir morgun,“ segir Hafsteinn. Mikið tjón er á byggingunni vegna eldsins en ekki síst heldur vegna reykja, sóts og vatns og þá sérstaklega í þessari álmu skólans. „Það eru eldveggir sitthvoru megin og þeir hafa alveg haldið þannig að þetta breiddist ekkert út. Þetta er staðbundið í þessu þaki. Við náðum eiginlega að varna því að reykur kæmist bygginga en einhver reykur slæddist á milli,“ segir Hafsteinn. Aðstæður á vettvangi í nótt voru erfiðarVísir/JóhannK Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Eldur í þaki Seljaskóla Eldur kom upp í þaki Seljaslóla í nótt. 12. maí 2019 01:30 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira
Uppfært 13:15: Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði er nýbúið að slökkva í síðustu glæðum. Er slökkvilið nú að ganga frá. Uppfært 10:00: Slökkviðlið höfuðborgarsvæðisins er enn að störfum í Seljaskóla, en búið er að slökkva eldinn og vinna nú sex slökkviliðsmenn að því að ná járnplötum af þaki hússins til að slökkva í glæðum. Mikill eldur kom upp í Seljaskóla í nótt og á fimmta tímanum var allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu auk bakvaktar og manna á frívakt enn að störfum. Mikið tjón er á einni álmu skólans en þak byggingarinnar féll í brunanum. Tilkynning um eldinn barst slökkviliði um miðnætti og þegar fyrstu menn komu á vettvang var strax ljóst að ráðast þyrfti í umfangsmikið slökkvistarf. Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði að aðstæður til slökkvistarfsins hafi verið mjög erfiðar „Þegar að við komum á vettvang þá logaði mikill eldur í öðrum gaflinum og reykur upp eftir öllum mæninum. Það voru allar stöðvar á leiðinni og fljótlega sást að þetta yrði mikil vinna þannig að það var boðaður út auka mannskapur,“Eins og sjá má er tjónið mikið.Vísir/Jóhann K.Aðstæður til slökkvistarfs mjög erfiðar Hafsteinn segir að eldurinn hafi aðeins logaði í þaki skólans en á milli þaksins og kennslustofa er steypt plata og bætir við að hún hafi haldið. „Þetta voru mjög erfiðar aðstæður þegar að við komum á vettvang. Mjög þröngt og erfitt að komast að þessu. Erfitt að koma tækjum að eldinum svo það þurfti að sækja þetta langt að, þetta er það innarlega á skólalóðinni. Við gátum bara sótt á eldinn á einn veg og það var á móti reyk þannig að hér voru mjög erfiðar aðstæður þegar að við komum,“ segir Hafsteinn. Ekki er hægt að segja til um eldsupptök á þessari stundu en þetta er í annað sinn sem eldur kemur upp í skólanum, á svipuðum stað, á stuttum tíma. Um klukkan þrjú í nótt var ákveðið að senda skilaboð til íbúa í nágrenni skólans og nærliggjandi hverfa þar sem íbúar voru hvattir til þess að loka gluggum en mikill reykur lá yfir Seljahverfi og Salahverfi í Kópavogi.Mikill reykur var frá vettvangi og voru íbúar í Seljahverfi og Salahverfi í Kópavogi beðnir um að loka gluggum.Vísir/JóhannKBruninn hafði áhrif á sjúkraflutninga í nótt „Þetta er búið að taka töluvert langan tíma og eins og ég sagði mjög erfiðar aðstæður og erfitt að komast að eldinum. Það var erfitt að rjúfa þakið og um tíma þurfum við að kalla allan mannskap af þakinu því það var farið að gefa sig og þá breyttum við aðeins um aðferð og fórum að slökkva eldinn úr fjarlægð, þannig að við höfum verið að bíða eftir að þakið falli niður svo við getum farið að vinna betur að því að koma klæðningu og öðru af,“ segir Hafsteinn. Mikill fjöldi slökkviliðsmanna hefur tekið þátt í slökkvistarfi í nótt og segir Hafsteinn að bruninn í nótt hafi haft áhrif á önnur störf slökkviliðsins í nótt en iðulega er mikið að gera í sjúkraflutningum á þessum tíma um helgi. Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisinsVísir/Stöð 2„Ég geri ráð fyrir að það verði nokkur vinna áfram fram undir morgun,“ segir Hafsteinn. Mikið tjón er á byggingunni vegna eldsins en ekki síst heldur vegna reykja, sóts og vatns og þá sérstaklega í þessari álmu skólans. „Það eru eldveggir sitthvoru megin og þeir hafa alveg haldið þannig að þetta breiddist ekkert út. Þetta er staðbundið í þessu þaki. Við náðum eiginlega að varna því að reykur kæmist bygginga en einhver reykur slæddist á milli,“ segir Hafsteinn. Aðstæður á vettvangi í nótt voru erfiðarVísir/JóhannK
Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Eldur í þaki Seljaskóla Eldur kom upp í þaki Seljaslóla í nótt. 12. maí 2019 01:30 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira