Guðmundar- og Geirfinnsmálið: Finnst bæturnar ekki nógu háar Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 10. maí 2019 20:11 Sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem sýknaðir voru af öllum ákærum af Hæstarétti í september á síðasta ári. Vísir Sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu voru sýknaðir af ákæru um morð af hæstarétti í september í fyrra og bað forsætisráðherra þau í framhaldinu afsökunar. Skipaður var starfshópur til að leiða viðræður og sáttaumleitanir aðila málsins og aðstandendur þeirra. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Nú, sjö mánuðum síðar hafa sakborningar enn ekki fengið formlegt tilboð um bótagreiðslur. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, sagði upphæðina sem sáttanefnd hefði á milli handanna alls ekki í samræmi við dómafordæmi Hæstaréttar í þessu sama máli en árið 1983 var fjórum öðrum sakborningum í málinu dæmdar 56 milljónir króna á núvirði fyrir óréttmætt gæsluvarðhald, en sum þeirra sátu saklaus í gæsluvarðhaldi í allt að 105 daga og samsvarar upphæðin því að fyrir hvern dag hafi þau fengið 535 þúsund krónur greiddar. Miðað við þetta fordæmi Hæstaréttar ættu skaðabætur fyrir tveggja ára setu í einangrun að vera 390 milljónir króna. Ragnar sagði í samtali við Ríkisútvarpið að „út úr hinum óformlegu viðræðum [má lesa] að ríkisstjórnin hafi sett sér ramma eða þak og sagt við sína talsmenn „þið farið ekki upp fyrir tilteknar fjárhæðir“ og þessar fjárhæðir virðast upphaflega hafa verið 400 milljónir en síðar 600 milljónir.“ Ragnar gagnrýnir takmarkað umboð sem sáttanefnd virðist hafa til að semja um bótagreiðslur og segir þær skipta miklu máli, „háar bótagreiðslur hafa áhrif í ýmsar áttir, það er hluti af fyrirgefningunni, það er líka aðhaldið að lögregluyfirvöldum og dómstólum í framtíðinni að gæta sín betur en þeir hafa gert í þessu máli og í þeirri von að svona endurtaki sig ekki aftur á næstu árum og áratugum.“ Enn hafa formlegar viðræður ríkislögmanns við fulltrúa hinna sýknuðu ekki hafist. Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Bein útsending: Dómsuppkvaðning í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Sakborningar í málinu voru dæmdir til fangelsisvistar vegna aðildar að dauða Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar þann 22. febrúar 1980. 27. september 2018 13:30 Íhuga nú rannsókn á afdrifum Guðmundar og Geirfinns Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að til skoðunar sé að opna rannsókn á hvarfi Guðmundar og Geirfinns. Nýjar ábendingar gætu gefið ástæðu til rannsóknar á ný. 2. október 2018 07:30 Þyrfti fjárveitingu til að rannsaka Geirfinnsmál Settur saksóknari vekur athygli ríkissaksóknara á ábendingum um afdrif Guðmundar og Geirfinns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu liggur undir feldi. Lögreglan á Suðurnesjum segir allar ábendingar vel þegnar. 15. nóvember 2018 07:00 Ennþá vanhæf í máli Geirfinns og Guðmundar Ríkissaksóknari hefur lýst sig vanhæfa til að taka afstöðu til nýrra ábendinga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Ráðuneytið hefur ekki aðhafst en hefur málið til meðferðar. Nýjar ábendingar bárust yfirvöldum um mannshvörfin árin 2015 og 2016. 8. febrúar 2019 06:00 Ómögulegt að segja til um bótafjárhæð Ekkert fordæmi er til um mál áþekkt Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Fimm manns voru sýknaðir af þætti sínum í hvarfi eftir að hafa hlotið dóm fyrir brotið fyrir 38 árum. Mögulega er heppilegra að greiða sanngirnisbætur í stað bóta. 1. október 2018 06:00 Gætu krafið ríkið um fleiri milljarða í bætur Engin leið er að vita hvernig dæmt yrði um bætur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum færu þau fyrir dóm. Málin eru fordæmalaus. Ef byggt yrði á bótum til Klúbbmanna gæti heildarfjárhæðin numið nokkrum milljörðum króna. 21. mars 2019 06:45 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu voru sýknaðir af ákæru um morð af hæstarétti í september í fyrra og bað forsætisráðherra þau í framhaldinu afsökunar. Skipaður var starfshópur til að leiða viðræður og sáttaumleitanir aðila málsins og aðstandendur þeirra. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Nú, sjö mánuðum síðar hafa sakborningar enn ekki fengið formlegt tilboð um bótagreiðslur. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, sagði upphæðina sem sáttanefnd hefði á milli handanna alls ekki í samræmi við dómafordæmi Hæstaréttar í þessu sama máli en árið 1983 var fjórum öðrum sakborningum í málinu dæmdar 56 milljónir króna á núvirði fyrir óréttmætt gæsluvarðhald, en sum þeirra sátu saklaus í gæsluvarðhaldi í allt að 105 daga og samsvarar upphæðin því að fyrir hvern dag hafi þau fengið 535 þúsund krónur greiddar. Miðað við þetta fordæmi Hæstaréttar ættu skaðabætur fyrir tveggja ára setu í einangrun að vera 390 milljónir króna. Ragnar sagði í samtali við Ríkisútvarpið að „út úr hinum óformlegu viðræðum [má lesa] að ríkisstjórnin hafi sett sér ramma eða þak og sagt við sína talsmenn „þið farið ekki upp fyrir tilteknar fjárhæðir“ og þessar fjárhæðir virðast upphaflega hafa verið 400 milljónir en síðar 600 milljónir.“ Ragnar gagnrýnir takmarkað umboð sem sáttanefnd virðist hafa til að semja um bótagreiðslur og segir þær skipta miklu máli, „háar bótagreiðslur hafa áhrif í ýmsar áttir, það er hluti af fyrirgefningunni, það er líka aðhaldið að lögregluyfirvöldum og dómstólum í framtíðinni að gæta sín betur en þeir hafa gert í þessu máli og í þeirri von að svona endurtaki sig ekki aftur á næstu árum og áratugum.“ Enn hafa formlegar viðræður ríkislögmanns við fulltrúa hinna sýknuðu ekki hafist.
Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Bein útsending: Dómsuppkvaðning í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Sakborningar í málinu voru dæmdir til fangelsisvistar vegna aðildar að dauða Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar þann 22. febrúar 1980. 27. september 2018 13:30 Íhuga nú rannsókn á afdrifum Guðmundar og Geirfinns Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að til skoðunar sé að opna rannsókn á hvarfi Guðmundar og Geirfinns. Nýjar ábendingar gætu gefið ástæðu til rannsóknar á ný. 2. október 2018 07:30 Þyrfti fjárveitingu til að rannsaka Geirfinnsmál Settur saksóknari vekur athygli ríkissaksóknara á ábendingum um afdrif Guðmundar og Geirfinns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu liggur undir feldi. Lögreglan á Suðurnesjum segir allar ábendingar vel þegnar. 15. nóvember 2018 07:00 Ennþá vanhæf í máli Geirfinns og Guðmundar Ríkissaksóknari hefur lýst sig vanhæfa til að taka afstöðu til nýrra ábendinga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Ráðuneytið hefur ekki aðhafst en hefur málið til meðferðar. Nýjar ábendingar bárust yfirvöldum um mannshvörfin árin 2015 og 2016. 8. febrúar 2019 06:00 Ómögulegt að segja til um bótafjárhæð Ekkert fordæmi er til um mál áþekkt Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Fimm manns voru sýknaðir af þætti sínum í hvarfi eftir að hafa hlotið dóm fyrir brotið fyrir 38 árum. Mögulega er heppilegra að greiða sanngirnisbætur í stað bóta. 1. október 2018 06:00 Gætu krafið ríkið um fleiri milljarða í bætur Engin leið er að vita hvernig dæmt yrði um bætur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum færu þau fyrir dóm. Málin eru fordæmalaus. Ef byggt yrði á bótum til Klúbbmanna gæti heildarfjárhæðin numið nokkrum milljörðum króna. 21. mars 2019 06:45 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Bein útsending: Dómsuppkvaðning í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Sakborningar í málinu voru dæmdir til fangelsisvistar vegna aðildar að dauða Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar þann 22. febrúar 1980. 27. september 2018 13:30
Íhuga nú rannsókn á afdrifum Guðmundar og Geirfinns Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að til skoðunar sé að opna rannsókn á hvarfi Guðmundar og Geirfinns. Nýjar ábendingar gætu gefið ástæðu til rannsóknar á ný. 2. október 2018 07:30
Þyrfti fjárveitingu til að rannsaka Geirfinnsmál Settur saksóknari vekur athygli ríkissaksóknara á ábendingum um afdrif Guðmundar og Geirfinns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu liggur undir feldi. Lögreglan á Suðurnesjum segir allar ábendingar vel þegnar. 15. nóvember 2018 07:00
Ennþá vanhæf í máli Geirfinns og Guðmundar Ríkissaksóknari hefur lýst sig vanhæfa til að taka afstöðu til nýrra ábendinga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Ráðuneytið hefur ekki aðhafst en hefur málið til meðferðar. Nýjar ábendingar bárust yfirvöldum um mannshvörfin árin 2015 og 2016. 8. febrúar 2019 06:00
Ómögulegt að segja til um bótafjárhæð Ekkert fordæmi er til um mál áþekkt Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Fimm manns voru sýknaðir af þætti sínum í hvarfi eftir að hafa hlotið dóm fyrir brotið fyrir 38 árum. Mögulega er heppilegra að greiða sanngirnisbætur í stað bóta. 1. október 2018 06:00
Gætu krafið ríkið um fleiri milljarða í bætur Engin leið er að vita hvernig dæmt yrði um bætur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum færu þau fyrir dóm. Málin eru fordæmalaus. Ef byggt yrði á bótum til Klúbbmanna gæti heildarfjárhæðin numið nokkrum milljörðum króna. 21. mars 2019 06:45