Sagði umræðu Miðflokksmanna hafa dýpkað skilning og þekkingu á þriðja orkupakkanum Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2019 22:17 Þorsteinn Sæmundsson alþingismaður. Fréttablaðið/Anton Brink Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, sagði Miðflokksmenn ekki hafa farið fram á dagskrárvald á Alþingi heldur boðist til að greiða götu annarra mála, en það hafi ekki verið þegið. Þetta sagði Þorsteinn í ræðu sinni við eldhúsdagsumræður á Alþingi í kvöld þar sem hann minnti á að forseti Alþingi ráði dagskrá þingsins og afhendi engum dagskrárvaldið. Hann sagði umræður um þriðja orkupakkann hafa staðið yfir í áður óþekkta lengd en Miðflokksmenn kvarti ekki, oft var þörf en nú er nauðsyn. Benti Þorsteinn á að margt hefði komið í ljós á þeim dögum sem umræðurnar hafa staðið yfir. Vildi Þorsteinn meina að nú væri komið í ljós að flokksmenn Vinstri grænna væru orðnir helstu málsvarar markaðsvæðingar orkuauðlinda þjóðarinnar og vilji stuðla að því að hér verði reistir stórir vindmyllugarðar og smávirkjanir með tilheyrandi náttúruspjöllum. Þá sagði hann að ekki hefði verið vitað fyrir þessa umræðu að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur myndu ganga á bak samþykktum flokkstofnanna sinna um málið. Vildi Þorsteinn meina að fyrir tíu dögum hafi ekki verið vitað að orkupakki fjögur væri tilbúinn og að full fjármagnaður sæstrengur væri í bakgarði Íslendinga og að sá sem stæði að honum héldi því fram að stuðningur við verkið væri að aukast. Þá hafi sú skoðun verið leidd fram í dagsljósið með þessum umræðum að fyrirvarar þingsályktunartillögunnar um þriðja orkupakkann væru ónýtir. Þá benti Þorsteinn á að nú væri komið í ljós að stjórnlagadómstóll Noregs ætlar að taka orkupakkann fyrir í haust. Hann sagði umræður Miðflokksmanna hafa dýpkað skilning og þekkingu á málinu en þeir átti sig ekki enn á því hví lá svo á að keyra málið í gegnum þingið í andstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar. Þorsteinn sagði að Miðflokksmenn myndu aftur berjast svo fyrir hagsmuni þjóðarinnar og framtíð barnanna. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, sagði Miðflokksmenn ekki hafa farið fram á dagskrárvald á Alþingi heldur boðist til að greiða götu annarra mála, en það hafi ekki verið þegið. Þetta sagði Þorsteinn í ræðu sinni við eldhúsdagsumræður á Alþingi í kvöld þar sem hann minnti á að forseti Alþingi ráði dagskrá þingsins og afhendi engum dagskrárvaldið. Hann sagði umræður um þriðja orkupakkann hafa staðið yfir í áður óþekkta lengd en Miðflokksmenn kvarti ekki, oft var þörf en nú er nauðsyn. Benti Þorsteinn á að margt hefði komið í ljós á þeim dögum sem umræðurnar hafa staðið yfir. Vildi Þorsteinn meina að nú væri komið í ljós að flokksmenn Vinstri grænna væru orðnir helstu málsvarar markaðsvæðingar orkuauðlinda þjóðarinnar og vilji stuðla að því að hér verði reistir stórir vindmyllugarðar og smávirkjanir með tilheyrandi náttúruspjöllum. Þá sagði hann að ekki hefði verið vitað fyrir þessa umræðu að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur myndu ganga á bak samþykktum flokkstofnanna sinna um málið. Vildi Þorsteinn meina að fyrir tíu dögum hafi ekki verið vitað að orkupakki fjögur væri tilbúinn og að full fjármagnaður sæstrengur væri í bakgarði Íslendinga og að sá sem stæði að honum héldi því fram að stuðningur við verkið væri að aukast. Þá hafi sú skoðun verið leidd fram í dagsljósið með þessum umræðum að fyrirvarar þingsályktunartillögunnar um þriðja orkupakkann væru ónýtir. Þá benti Þorsteinn á að nú væri komið í ljós að stjórnlagadómstóll Noregs ætlar að taka orkupakkann fyrir í haust. Hann sagði umræður Miðflokksmanna hafa dýpkað skilning og þekkingu á málinu en þeir átti sig ekki enn á því hví lá svo á að keyra málið í gegnum þingið í andstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar. Þorsteinn sagði að Miðflokksmenn myndu aftur berjast svo fyrir hagsmuni þjóðarinnar og framtíð barnanna.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sjá meira