Sagði umræðu Miðflokksmanna hafa dýpkað skilning og þekkingu á þriðja orkupakkanum Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2019 22:17 Þorsteinn Sæmundsson alþingismaður. Fréttablaðið/Anton Brink Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, sagði Miðflokksmenn ekki hafa farið fram á dagskrárvald á Alþingi heldur boðist til að greiða götu annarra mála, en það hafi ekki verið þegið. Þetta sagði Þorsteinn í ræðu sinni við eldhúsdagsumræður á Alþingi í kvöld þar sem hann minnti á að forseti Alþingi ráði dagskrá þingsins og afhendi engum dagskrárvaldið. Hann sagði umræður um þriðja orkupakkann hafa staðið yfir í áður óþekkta lengd en Miðflokksmenn kvarti ekki, oft var þörf en nú er nauðsyn. Benti Þorsteinn á að margt hefði komið í ljós á þeim dögum sem umræðurnar hafa staðið yfir. Vildi Þorsteinn meina að nú væri komið í ljós að flokksmenn Vinstri grænna væru orðnir helstu málsvarar markaðsvæðingar orkuauðlinda þjóðarinnar og vilji stuðla að því að hér verði reistir stórir vindmyllugarðar og smávirkjanir með tilheyrandi náttúruspjöllum. Þá sagði hann að ekki hefði verið vitað fyrir þessa umræðu að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur myndu ganga á bak samþykktum flokkstofnanna sinna um málið. Vildi Þorsteinn meina að fyrir tíu dögum hafi ekki verið vitað að orkupakki fjögur væri tilbúinn og að full fjármagnaður sæstrengur væri í bakgarði Íslendinga og að sá sem stæði að honum héldi því fram að stuðningur við verkið væri að aukast. Þá hafi sú skoðun verið leidd fram í dagsljósið með þessum umræðum að fyrirvarar þingsályktunartillögunnar um þriðja orkupakkann væru ónýtir. Þá benti Þorsteinn á að nú væri komið í ljós að stjórnlagadómstóll Noregs ætlar að taka orkupakkann fyrir í haust. Hann sagði umræður Miðflokksmanna hafa dýpkað skilning og þekkingu á málinu en þeir átti sig ekki enn á því hví lá svo á að keyra málið í gegnum þingið í andstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar. Þorsteinn sagði að Miðflokksmenn myndu aftur berjast svo fyrir hagsmuni þjóðarinnar og framtíð barnanna. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, sagði Miðflokksmenn ekki hafa farið fram á dagskrárvald á Alþingi heldur boðist til að greiða götu annarra mála, en það hafi ekki verið þegið. Þetta sagði Þorsteinn í ræðu sinni við eldhúsdagsumræður á Alþingi í kvöld þar sem hann minnti á að forseti Alþingi ráði dagskrá þingsins og afhendi engum dagskrárvaldið. Hann sagði umræður um þriðja orkupakkann hafa staðið yfir í áður óþekkta lengd en Miðflokksmenn kvarti ekki, oft var þörf en nú er nauðsyn. Benti Þorsteinn á að margt hefði komið í ljós á þeim dögum sem umræðurnar hafa staðið yfir. Vildi Þorsteinn meina að nú væri komið í ljós að flokksmenn Vinstri grænna væru orðnir helstu málsvarar markaðsvæðingar orkuauðlinda þjóðarinnar og vilji stuðla að því að hér verði reistir stórir vindmyllugarðar og smávirkjanir með tilheyrandi náttúruspjöllum. Þá sagði hann að ekki hefði verið vitað fyrir þessa umræðu að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur myndu ganga á bak samþykktum flokkstofnanna sinna um málið. Vildi Þorsteinn meina að fyrir tíu dögum hafi ekki verið vitað að orkupakki fjögur væri tilbúinn og að full fjármagnaður sæstrengur væri í bakgarði Íslendinga og að sá sem stæði að honum héldi því fram að stuðningur við verkið væri að aukast. Þá hafi sú skoðun verið leidd fram í dagsljósið með þessum umræðum að fyrirvarar þingsályktunartillögunnar um þriðja orkupakkann væru ónýtir. Þá benti Þorsteinn á að nú væri komið í ljós að stjórnlagadómstóll Noregs ætlar að taka orkupakkann fyrir í haust. Hann sagði umræður Miðflokksmanna hafa dýpkað skilning og þekkingu á málinu en þeir átti sig ekki enn á því hví lá svo á að keyra málið í gegnum þingið í andstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar. Þorsteinn sagði að Miðflokksmenn myndu aftur berjast svo fyrir hagsmuni þjóðarinnar og framtíð barnanna.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira