Líneik Anna: Verkefnið að tryggja öllum byggðum tækifæri til þróunar Atli Ísleifsson skrifar 29. maí 2019 21:15 Líneik Anna Sævarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins. vísir/vilhelm Líneik Anna Sævarsdóttir, þingkona Framsóknarflokkur, segir það vera verkefni þings að tryggja öllum byggðum landsins tækifæri til þróunar. Þetta sagði Líneik Anna í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld þar sem hún fór meðal annars yfir nýtingu á landinu, eignarhald á jörðum og nauðsyn þess að rækta samstarf við bændur. Hún sagði áskorunina vera að flétta saman sem flest markmið uppbyggingar, verndar og sjálfbærrar nýtingar - við landnotkun, landgræðslu, skógrækt og landvörslu. Samvinna skili samfélagslegum ávinningi langt umfram það sem gerist ef hver vinnur í sínu horni.Samfélagsleg verðmæti Þingmaðurinn spurði svo í ræðu sinni hvort allir geti ekki verið sammála um að samfélagsleg verðmæti felist í byggð um land allt. „Verkefni okkar hér er að tryggja öllum byggðum tækifæri til þróunar. Það gerum við meðal annars með skýrri sýn á uppbyggingu samgangna, fjarskipta og dreifikerfis raforku. Í vetur höfum við, undir dyggri forystu hæstvirts samgöngu og sveitarstjórnarráðaherra Sigurðar Inga Jóhannssonar afgreitt samgönguáætlun sem boðar stórsókn í samgöngumálum og þá er að ljúka vinnu við fjarskiptastefnu þar sem markmiðið er að Ísland verði áfram í fremstu röð með trausta og örugga fjarkskiptainnviði. Í samfélagi þar sem þjónusta er samþjöppuð á litlu svæði þarf að tryggja grunninnviði en líka jafnan flutningskostnað innanlands. Kostnaður við flutning - á raforku, -flutning á fólki, - við gagnaflutning um ljósleiðara, - eða vöruflutninga til og frá markaði má ekki vera hindrun fyrir samkeppnihæfni byggðarlaga. Dæmi um lausnir á þessum vanda sem eru á dagskrá er eitt dreifikerfi raforku og sama verð til allra fyrir dreifingu orkunnar - og skoska leiðin í fluginu,“ sagði Líneik Anna. Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Líneik Anna Sævarsdóttir, þingkona Framsóknarflokkur, segir það vera verkefni þings að tryggja öllum byggðum landsins tækifæri til þróunar. Þetta sagði Líneik Anna í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld þar sem hún fór meðal annars yfir nýtingu á landinu, eignarhald á jörðum og nauðsyn þess að rækta samstarf við bændur. Hún sagði áskorunina vera að flétta saman sem flest markmið uppbyggingar, verndar og sjálfbærrar nýtingar - við landnotkun, landgræðslu, skógrækt og landvörslu. Samvinna skili samfélagslegum ávinningi langt umfram það sem gerist ef hver vinnur í sínu horni.Samfélagsleg verðmæti Þingmaðurinn spurði svo í ræðu sinni hvort allir geti ekki verið sammála um að samfélagsleg verðmæti felist í byggð um land allt. „Verkefni okkar hér er að tryggja öllum byggðum tækifæri til þróunar. Það gerum við meðal annars með skýrri sýn á uppbyggingu samgangna, fjarskipta og dreifikerfis raforku. Í vetur höfum við, undir dyggri forystu hæstvirts samgöngu og sveitarstjórnarráðaherra Sigurðar Inga Jóhannssonar afgreitt samgönguáætlun sem boðar stórsókn í samgöngumálum og þá er að ljúka vinnu við fjarskiptastefnu þar sem markmiðið er að Ísland verði áfram í fremstu röð með trausta og örugga fjarkskiptainnviði. Í samfélagi þar sem þjónusta er samþjöppuð á litlu svæði þarf að tryggja grunninnviði en líka jafnan flutningskostnað innanlands. Kostnaður við flutning - á raforku, -flutning á fólki, - við gagnaflutning um ljósleiðara, - eða vöruflutninga til og frá markaði má ekki vera hindrun fyrir samkeppnihæfni byggðarlaga. Dæmi um lausnir á þessum vanda sem eru á dagskrá er eitt dreifikerfi raforku og sama verð til allra fyrir dreifingu orkunnar - og skoska leiðin í fluginu,“ sagði Líneik Anna.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira