Tillaga andstöðuflokkanna fjögurra kemur Katrínu á óvart Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2019 19:06 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir tillögu fjögurra stjórnarandstöðuflokka um að samið verði um afgreiðslu þeirra mála sem bíða á þingi, koma sér á óvart. Flokkarnir sem um ræðir eru Samfylkingin, Píratar, Viðreisn og Flokkur fólksins en þeir hafa lagt til að innleiðing þriðja orkupakkans verði færð aftast á dagskrá þingsins en flokkarnir leggja þetta til sem lausn á málþófi Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann. Hafa Miðflokksmenn talað samfleytt í þrjár vinnuvikur um málið. Katrín sagði stöðun á Alþingi vera þá að sex flokkar af átta hafa stutt þriðja orkupakkann. Sjöundi flokkurinn, Miðflokkurinn, er andsnúinn þriðja orkupakkanum og lagt áherslu á að málið fái lýðræðislega afgreiðslu í þingsal. Sagði Katrín þessa tillögu koma á óvart því hún leysi ekki vandann, heldur frestar honum bara. Katrín sagði að ekki sé komin inn á afdrif annarra mála í þessari tillögu en fjörutíu mál bíði afgreiðslu þingsins. „Ég velti því fyrir mér hvort þessir fjórir flokkar, í skjóli Miðflokksins, og þeirra stöðu sem hann hefur skapað með framgöngu sinn í sölum þingsins, telji að það sé hægt að véla um afdrif þeirra mála,“ sagði Katrín í kvöldfréttum Stöðvar 2. Var Katrín spurð hvort að flokkarnir fjórir væru að notfæra sér málþóf Miðflokksins til að ná fram samningsstöðu gagnvart stjórnarflokkunum? Sagðist Katrín velta því fyrir sér og ef það sé ekki málið þá felist í þessari tillögu nokkurs konar viðurkenning á þeirri framgöngu Miðflokksins. Sagði Katrín að búið væri að ræða þriðja orkupakkann mjög lengi og allar röksemdir löngu komnar fram. Hún sagði að þingið muni standa lengur en venjan er og nú þurfi að finna á lausnir á þeirri stöðu sem er uppi en þær lausnir verði að innibera að þingið ljúki þeim málum sem bíða afgreiðslu. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir tillögu fjögurra stjórnarandstöðuflokka um að samið verði um afgreiðslu þeirra mála sem bíða á þingi, koma sér á óvart. Flokkarnir sem um ræðir eru Samfylkingin, Píratar, Viðreisn og Flokkur fólksins en þeir hafa lagt til að innleiðing þriðja orkupakkans verði færð aftast á dagskrá þingsins en flokkarnir leggja þetta til sem lausn á málþófi Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann. Hafa Miðflokksmenn talað samfleytt í þrjár vinnuvikur um málið. Katrín sagði stöðun á Alþingi vera þá að sex flokkar af átta hafa stutt þriðja orkupakkann. Sjöundi flokkurinn, Miðflokkurinn, er andsnúinn þriðja orkupakkanum og lagt áherslu á að málið fái lýðræðislega afgreiðslu í þingsal. Sagði Katrín þessa tillögu koma á óvart því hún leysi ekki vandann, heldur frestar honum bara. Katrín sagði að ekki sé komin inn á afdrif annarra mála í þessari tillögu en fjörutíu mál bíði afgreiðslu þingsins. „Ég velti því fyrir mér hvort þessir fjórir flokkar, í skjóli Miðflokksins, og þeirra stöðu sem hann hefur skapað með framgöngu sinn í sölum þingsins, telji að það sé hægt að véla um afdrif þeirra mála,“ sagði Katrín í kvöldfréttum Stöðvar 2. Var Katrín spurð hvort að flokkarnir fjórir væru að notfæra sér málþóf Miðflokksins til að ná fram samningsstöðu gagnvart stjórnarflokkunum? Sagðist Katrín velta því fyrir sér og ef það sé ekki málið þá felist í þessari tillögu nokkurs konar viðurkenning á þeirri framgöngu Miðflokksins. Sagði Katrín að búið væri að ræða þriðja orkupakkann mjög lengi og allar röksemdir löngu komnar fram. Hún sagði að þingið muni standa lengur en venjan er og nú þurfi að finna á lausnir á þeirri stöðu sem er uppi en þær lausnir verði að innibera að þingið ljúki þeim málum sem bíða afgreiðslu.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira