Dr. Viðar kemur inn í þjálfarateymið: „Vil hjálpa liðinu að verða besta útgáfan af sjálfu sér“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. maí 2019 15:13 Viðar á blaðamannafundinum í dag. vísir/vilhelm Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tilkynnti ekki bara hópinn fyrir leikina tvo gegn Finnlandi á blaðamannafundi í dag heldur einnig nýjustu viðbótina við þjálfarateymi landsliðsins. Það er Dr. Viðar Halldórsson, dósent í félagsfræði, sem mun vinna með landsliðinu næstu mánuðina. Viðar hefur í mörg ár unnið með ýmsum íþróttaliðum, bæði félags- og landsliðum. „Mitt hlutverk er að vera til staðar og hjálpa leikmönnum og starfsfólki að takast á við þetta verkefni. Það er löng vegferð að ná árangri í íþróttunum og margt getur komið upp á. Ég hef bakgrunn í félagsfræði og einhvern í sálfræði og vinn með þessa hluti,“ sagði Viðar í samtali við Vísi í dag. „Ég hjálpa til við að skapa umhverfi þar sem leikmenn njóta sín, metnaður er til staðar og liðið getur orðið besta útgáfan af sjálfu sér. Ég hjálpa til við að virkja þessi öfl.“ Eins og áður sagði hefur Viðar mikla reynslu af því að starfa með íþróttaliðum. „Ég hef unnið bak við tjöldin hjá ýmsum liðum í fótbolta, handbolta, körfubolta og fimleikum í 17-18 ár og hef komið að liðum á öllum stigum. Það er mjög gaman að vinna með afreksfólki eins og kvennalandsliðinu í fótbolta. Þetta er spennandi verkefni,“ sagði Viðar. Þeir Jón Þór þekkjast vel en þeir unnu saman hjá ÍA á sínum tíma. „Ég hef mikla trú á Jóni Þór. Hann er mjög klókur þjálfari og flottur í alla staði. Ég er spenntur fyrir að vinna aftur með honum sem og öðrum í teyminu,“ sagði Viðar. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðbjörg aftur í landsliðið, reynsluboltar snúa aftur og fullt af ungum Blikum í hópnum Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennlandsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt hópinn sinn fyrir vináttulandsleiki við Finna í næsta mánuði. 29. maí 2019 14:12 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tilkynnti ekki bara hópinn fyrir leikina tvo gegn Finnlandi á blaðamannafundi í dag heldur einnig nýjustu viðbótina við þjálfarateymi landsliðsins. Það er Dr. Viðar Halldórsson, dósent í félagsfræði, sem mun vinna með landsliðinu næstu mánuðina. Viðar hefur í mörg ár unnið með ýmsum íþróttaliðum, bæði félags- og landsliðum. „Mitt hlutverk er að vera til staðar og hjálpa leikmönnum og starfsfólki að takast á við þetta verkefni. Það er löng vegferð að ná árangri í íþróttunum og margt getur komið upp á. Ég hef bakgrunn í félagsfræði og einhvern í sálfræði og vinn með þessa hluti,“ sagði Viðar í samtali við Vísi í dag. „Ég hjálpa til við að skapa umhverfi þar sem leikmenn njóta sín, metnaður er til staðar og liðið getur orðið besta útgáfan af sjálfu sér. Ég hjálpa til við að virkja þessi öfl.“ Eins og áður sagði hefur Viðar mikla reynslu af því að starfa með íþróttaliðum. „Ég hef unnið bak við tjöldin hjá ýmsum liðum í fótbolta, handbolta, körfubolta og fimleikum í 17-18 ár og hef komið að liðum á öllum stigum. Það er mjög gaman að vinna með afreksfólki eins og kvennalandsliðinu í fótbolta. Þetta er spennandi verkefni,“ sagði Viðar. Þeir Jón Þór þekkjast vel en þeir unnu saman hjá ÍA á sínum tíma. „Ég hef mikla trú á Jóni Þór. Hann er mjög klókur þjálfari og flottur í alla staði. Ég er spenntur fyrir að vinna aftur með honum sem og öðrum í teyminu,“ sagði Viðar.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðbjörg aftur í landsliðið, reynsluboltar snúa aftur og fullt af ungum Blikum í hópnum Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennlandsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt hópinn sinn fyrir vináttulandsleiki við Finna í næsta mánuði. 29. maí 2019 14:12 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Guðbjörg aftur í landsliðið, reynsluboltar snúa aftur og fullt af ungum Blikum í hópnum Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennlandsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt hópinn sinn fyrir vináttulandsleiki við Finna í næsta mánuði. 29. maí 2019 14:12