Færeyingar mættir til olíukónganna í Texas Kristján Már Unnarsson skrifar 29. maí 2019 11:09 Sendinefnd Færeyinga í Texas, Barbara Biskopstø Hansen, Jana Ólavsdóttir og Óluva Eidesgaard, við kynningarbás Færeyja á olíuráðstefnunni. Mynd/Jarðfeingi. Færeysk stjórnvöld markaðssetja nú nýjasta olíuleitarútboð sitt á alþjóðavettvangi. Greint er frá því á heimasíðu Jarðfeingis, Orkustofnunar þeirra Færeyinga, að stofnunin hafi verið með sendinefnd jarðfræðinga í Texas í síðustu viku og haft kynningarbás á olíuráðstefnu í borginni San Antonio þar sem fulltrúar hennar fluttu fyrirlestra um verkefnið. Síðasta olíuleitarboð þeirra í fyrra reyndist misheppnað. Aðeins barst ein umsókn og var hún fljótlega dregin til baka. Færeyingar vilja núna ná athygli olíuforstjóra sem völd hafa til að taka ákvarðanir um dýrar olíuboranir á úthöfum. Þeir finnast óvíða fleiri en í olíuríkinu Texas. Þar eru höfuðstöðvar nokkurra stærstu olíufélaga Vesturlanda, þar á meðal ExxonMobil, Shell og ConocoPhillips.Olíuleit Færeyinga kynnt á árlegri ráðstefnu olíuiðnaðarins í San Antonio í Texas, AAPG-olíuráðstefnunni “Annual Convention and Exhibition”.Mynd/Jarðfeingi.Eftir mikla olíufundi á landgrunni Hjaltlands, rétt við lögsögumörk Færeyja, eru Færeyingar enn bjartsýnir um að olía finnist einnig í þeirra lögsögu, þrátt fyrir níu árangurslitlar boranir undanfarna tvo áratugi. Lögþing Færeyja samþykkti með 25 samhljóða atkvæðum í byrjun mánaðarins að hefja nýtt útboð í lögsögu eyjanna, að þessu sinni í samstarfi við Breta, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2: Bensín og olía Færeyjar Tengdar fréttir Lögþing Færeyja samþykkti einróma nýtt olíuleitarútboð Lögþing Færeyja samþykkti einróma að hefja nýtt olíuleitarútboð í lögsögu eyjanna, að þessu sinni í samstarfi við Breta. Jafnframt var ákveðið að lækka gjöld af olíuvinnslu. 6. maí 2019 22:15 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Færeysk stjórnvöld markaðssetja nú nýjasta olíuleitarútboð sitt á alþjóðavettvangi. Greint er frá því á heimasíðu Jarðfeingis, Orkustofnunar þeirra Færeyinga, að stofnunin hafi verið með sendinefnd jarðfræðinga í Texas í síðustu viku og haft kynningarbás á olíuráðstefnu í borginni San Antonio þar sem fulltrúar hennar fluttu fyrirlestra um verkefnið. Síðasta olíuleitarboð þeirra í fyrra reyndist misheppnað. Aðeins barst ein umsókn og var hún fljótlega dregin til baka. Færeyingar vilja núna ná athygli olíuforstjóra sem völd hafa til að taka ákvarðanir um dýrar olíuboranir á úthöfum. Þeir finnast óvíða fleiri en í olíuríkinu Texas. Þar eru höfuðstöðvar nokkurra stærstu olíufélaga Vesturlanda, þar á meðal ExxonMobil, Shell og ConocoPhillips.Olíuleit Færeyinga kynnt á árlegri ráðstefnu olíuiðnaðarins í San Antonio í Texas, AAPG-olíuráðstefnunni “Annual Convention and Exhibition”.Mynd/Jarðfeingi.Eftir mikla olíufundi á landgrunni Hjaltlands, rétt við lögsögumörk Færeyja, eru Færeyingar enn bjartsýnir um að olía finnist einnig í þeirra lögsögu, þrátt fyrir níu árangurslitlar boranir undanfarna tvo áratugi. Lögþing Færeyja samþykkti með 25 samhljóða atkvæðum í byrjun mánaðarins að hefja nýtt útboð í lögsögu eyjanna, að þessu sinni í samstarfi við Breta, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2:
Bensín og olía Færeyjar Tengdar fréttir Lögþing Færeyja samþykkti einróma nýtt olíuleitarútboð Lögþing Færeyja samþykkti einróma að hefja nýtt olíuleitarútboð í lögsögu eyjanna, að þessu sinni í samstarfi við Breta. Jafnframt var ákveðið að lækka gjöld af olíuvinnslu. 6. maí 2019 22:15 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Lögþing Færeyja samþykkti einróma nýtt olíuleitarútboð Lögþing Færeyja samþykkti einróma að hefja nýtt olíuleitarútboð í lögsögu eyjanna, að þessu sinni í samstarfi við Breta. Jafnframt var ákveðið að lækka gjöld af olíuvinnslu. 6. maí 2019 22:15