Hæðin háir ekki þeim smávaxnasta í Arsenal liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2019 14:00 Lucas Torreira er ekki hár í loftinu. Getty/Julian Finney Úrúgvæmaðurinn Lucas Torreira er ekki hár í loftinu en Arsenal treystir á að hann verði stór fyrirstaða fyrir liðsmenn Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Bakú í kvöld. Sigur í leiknum tryggir Arsenal bæði langþráðan Evróputitil og sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Leikur Chelsea og Arsenal verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en hann verður einnig sýndur í ofurháskerpu á Stöð 2 Sport UHD. Leikurinn hefst klukkan 19.00. Hinn smávaxni Lucas Torreira, sem er aðeins 1,68 metrar á hæð, hefur þegar unnið hug og hjörtu stuðningsmanna Arsenal fyrir keppnisskap sitt og ástríðu. Hann er á sínu fyrsta tímabili með Arsenal eftir að hafa komið frá ítalska félaginu Sampdoria síðasta sumar. Blaðamaður Telegraph hitti Lucas Torreira og ræddi við hann í tilefni af úrslitaleiknum í kvöld. Lucas Torreira sagði þar meðal annars frá kvölum sínum þegar hann var að byrja atvinnumannaferil sinn í Evrópu. Torreira kom til Pescara ásamt nokkrum löndum sínum þegar hann var aðeins sautján ára. Lucas Torreira var tilbúinn að gefa allt sitt til að sanna sig í Evrópu og sleppa við að snúa aftur til Suður-Ameríku.Lucas Torreira: 'I don’t think height impedes players - you just need desire to achieve big things'. @SamJDean reports https://t.co/3z8eRwNpTK — Telegraph Football (@TeleFootball) May 28, 2019„Ég var með þessar vörtur á fótunum. Ég náði ekki að æfa almennilega og skórnir meiddu mig. Mér datt samt ekki í hug að láta vita að ég væri að drepast úr sársauka. Þarna var möguleiki fyrir mig að breyta lífi mínu, breyta lífi fjölskyldunnar minnar og skapa mér nafn. Ég glímdi því lengi við verkina,“ sagði Lucas Torreira. Á endanum tók einhver eftir þessu og Lucas Torreira fékk þá hjálp sem hann þyrfti á að halda. Í framhaldinu fór ferillinn á flug, hann fór frá Pescara til Sampdoria og var svo keyptur til enska úrvalsdeildarliðsins eftir HM. Lucas Torreira segist stoltur af uppruna sínum og að hann ætli sér alltaf að sýna úrúgvæska baráttueðlið þegar hann kemur inn á völlinn. „Þú ert alltaf Úrúgvæmaður þegar þú stígur inn á völlinn. Ég reyni að sýna hver ég er og hvaðan ég kem,“ sagði Torreira. Enska úrvalsdeildin tekur mikið á líkamlega og þar er ekkert að hjálpa Torreira að hann er smávaxinn. Þar er það grimmd hans og baráttuvilji sem hefur skapað honum vinsældir meðal stuðningsmanna Arsenal. „Ég er leikmaður sem fer hundrað prósent í alla bolta. Ég vil berjast fyrir mínum draumum. Ég tel ekki að hæð hindri leikmenn við að ná sínum markmiðum. Sjáið bara Leo Messi sem dæmi. Þegar þú ert á vellinum þá er það mikilvægast hvernig þú hreyfir þig, hvert sjálfstraust þitt er og hver sé þrá þín í að ná alvöru árangri,“ sagði Torreira. Torreira veit líka að úrúgvæska þjóðin mun fylgjast með honum í kvöld. „Ég er eini leikmaðurinn frá Úrúgvæ sem er ennþá með í Meistaradeildinni eða Evrópudeildinni. Ég veit því vel að úrúgvæska þjóðin á eftir að horfa á þennan úrslitaleik,“ sagði Torreira. Evrópudeild UEFA Þjóðadeild UEFA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Sjá meira
Úrúgvæmaðurinn Lucas Torreira er ekki hár í loftinu en Arsenal treystir á að hann verði stór fyrirstaða fyrir liðsmenn Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Bakú í kvöld. Sigur í leiknum tryggir Arsenal bæði langþráðan Evróputitil og sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Leikur Chelsea og Arsenal verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en hann verður einnig sýndur í ofurháskerpu á Stöð 2 Sport UHD. Leikurinn hefst klukkan 19.00. Hinn smávaxni Lucas Torreira, sem er aðeins 1,68 metrar á hæð, hefur þegar unnið hug og hjörtu stuðningsmanna Arsenal fyrir keppnisskap sitt og ástríðu. Hann er á sínu fyrsta tímabili með Arsenal eftir að hafa komið frá ítalska félaginu Sampdoria síðasta sumar. Blaðamaður Telegraph hitti Lucas Torreira og ræddi við hann í tilefni af úrslitaleiknum í kvöld. Lucas Torreira sagði þar meðal annars frá kvölum sínum þegar hann var að byrja atvinnumannaferil sinn í Evrópu. Torreira kom til Pescara ásamt nokkrum löndum sínum þegar hann var aðeins sautján ára. Lucas Torreira var tilbúinn að gefa allt sitt til að sanna sig í Evrópu og sleppa við að snúa aftur til Suður-Ameríku.Lucas Torreira: 'I don’t think height impedes players - you just need desire to achieve big things'. @SamJDean reports https://t.co/3z8eRwNpTK — Telegraph Football (@TeleFootball) May 28, 2019„Ég var með þessar vörtur á fótunum. Ég náði ekki að æfa almennilega og skórnir meiddu mig. Mér datt samt ekki í hug að láta vita að ég væri að drepast úr sársauka. Þarna var möguleiki fyrir mig að breyta lífi mínu, breyta lífi fjölskyldunnar minnar og skapa mér nafn. Ég glímdi því lengi við verkina,“ sagði Lucas Torreira. Á endanum tók einhver eftir þessu og Lucas Torreira fékk þá hjálp sem hann þyrfti á að halda. Í framhaldinu fór ferillinn á flug, hann fór frá Pescara til Sampdoria og var svo keyptur til enska úrvalsdeildarliðsins eftir HM. Lucas Torreira segist stoltur af uppruna sínum og að hann ætli sér alltaf að sýna úrúgvæska baráttueðlið þegar hann kemur inn á völlinn. „Þú ert alltaf Úrúgvæmaður þegar þú stígur inn á völlinn. Ég reyni að sýna hver ég er og hvaðan ég kem,“ sagði Torreira. Enska úrvalsdeildin tekur mikið á líkamlega og þar er ekkert að hjálpa Torreira að hann er smávaxinn. Þar er það grimmd hans og baráttuvilji sem hefur skapað honum vinsældir meðal stuðningsmanna Arsenal. „Ég er leikmaður sem fer hundrað prósent í alla bolta. Ég vil berjast fyrir mínum draumum. Ég tel ekki að hæð hindri leikmenn við að ná sínum markmiðum. Sjáið bara Leo Messi sem dæmi. Þegar þú ert á vellinum þá er það mikilvægast hvernig þú hreyfir þig, hvert sjálfstraust þitt er og hver sé þrá þín í að ná alvöru árangri,“ sagði Torreira. Torreira veit líka að úrúgvæska þjóðin mun fylgjast með honum í kvöld. „Ég er eini leikmaðurinn frá Úrúgvæ sem er ennþá með í Meistaradeildinni eða Evrópudeildinni. Ég veit því vel að úrúgvæska þjóðin á eftir að horfa á þennan úrslitaleik,“ sagði Torreira.
Evrópudeild UEFA Þjóðadeild UEFA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Sjá meira