Íslendingarnir í Ástralíu sjá fram á langa dóma Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. maí 2019 08:45 Ferðataskan sem annar Íslendinganna var gripinn með. Ástralska lögreglan Íslendingarnir tveir sem handteknir voru í Ástralíu grunaðir um stórfelldan innflutning á kókaíni hafa báðir játað sök í málinu. Þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi Victoria-sýslu í Melbourne í dag sagði dómarinn að ljóst væri að mennirnir tveir hefðu flutt kókaínið inn til Ástralíu sem burðardýr. Mennirnir tveir, Brynjar Smári Guðmundsson og Helgi Heiðar Steinarsson, voru handteknir í nóvember á síðasta ári. Í áströlskum fréttamiðlum voru þeir sagðir hafa verið handteknir með tæplega 6,7 kíló af kókaínu í fórum sínum að virði 2,5 milljóna ástralska dollara, um 220 milljónir króna. Þá kom einnig fram að frekari rannsókn á efnunum myndi ákvarða magn og hreinleika efnisinsÍ frétt The Sydney Morning Herald af dómsmálinu gegn þeim segir hins vegar að Brynjar Smári hafi flutt inn 2,1 kíló af kókaíni og Helgi Heiðar 1,5 kíló af hreinu kókaíni. Alls er virði magnsins sem þeir fluttu inn 2,9 milljónir ástralska dollara, um 250 milljónir króna. Hafa þeir setið í gæsluvarðhaldi í Ástralíu frá því að þeir voru handteknir.Báðir játa þeir sök í málinu en í frétt Herald segir að brot Brynjars varði allt að lífstíðarfangelsi en brot Helga varði allt að 25 ára fangelsi.Lítil tannhjól Dómarinn í málinu sagði ljóst að Íslendingarnir tveir væru aðeins lítil tannhjól í vef alþjóðlegra glæpasamtaka sem í auknum mæli nýttu sér ungt og menntað fólk sem burðardýr. Minni líkur væru á að lögreglumenn og tollverðir grunuðu slíkt fólk um græsku. Þetta væri eitthvað sem dómarinn sæi í æ meira mæli í eigin dómsal. „Oftar en ekki eru viðkomandi komnir af góðum fjölskyldum, þetta eru einstaklingar sem eru í háskóla eða að byrja í háskóla. Þetta sér maður æ oftar,“ sagði dómarinn. Fjölskyldur beggja manna voru viðstaddir fyrirtöku málsins og sögðu lögmenn þeirra að Íslendingarnir tveir skömmuðust sín fyrir að hafa tekið þátt í innflutningnum og að góðar líkur væri á endurhæfingu þeirra í fangelsi.Ákvaðu að flytja efnin inn til að greiða skuldir Lögmaður Brynjars Smára sagði hann hafa samþykkt að flytja inn kókaínið til að greiða 1,7 milljóna króna fíkniefnaskuld. Þá sagði lögfræðingur Helga Heiðars að hann hafi samþykkt að flytja inn kókaínið til að greiða tæplega eina milljón króna í skuld sem komið hafi til vegna fíkniefnanotkunar kærustu hans sem og hans eigin. Sagði lögmaður Helga Heiðars að hann skammaðist sín sérstaklega fyrir að hafa tekið þátt í að flytja efnin til Ástralíu, þar sem hann hafi séð áhrifin sem kókaín hafi haft á kærustu hans. Þá lagði lögmaður Brynjars Smára áherslu á það að hann væri með vinnu í fangelsinu sem hann dvelur í, væri að ljúka stærðfræðiáfanga og hafi hafið nám í upplýsingatækni. Dómsuppkvaðning í málinu fer fram á föstudag. Ástralía Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Íslendingar í haldi: Líklegast að kókaínið hafi átt að fara á markað í Ástralíu Ástæðan er sú að verðið á kókaíni er gríðarlega hátt í Ástralíu og því er afar óalgengt að efninu sé smyglað í gegnum landið áleiðis á annan markað. 8. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Íslendingarnir tveir sem handteknir voru í Ástralíu grunaðir um stórfelldan innflutning á kókaíni hafa báðir játað sök í málinu. Þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi Victoria-sýslu í Melbourne í dag sagði dómarinn að ljóst væri að mennirnir tveir hefðu flutt kókaínið inn til Ástralíu sem burðardýr. Mennirnir tveir, Brynjar Smári Guðmundsson og Helgi Heiðar Steinarsson, voru handteknir í nóvember á síðasta ári. Í áströlskum fréttamiðlum voru þeir sagðir hafa verið handteknir með tæplega 6,7 kíló af kókaínu í fórum sínum að virði 2,5 milljóna ástralska dollara, um 220 milljónir króna. Þá kom einnig fram að frekari rannsókn á efnunum myndi ákvarða magn og hreinleika efnisinsÍ frétt The Sydney Morning Herald af dómsmálinu gegn þeim segir hins vegar að Brynjar Smári hafi flutt inn 2,1 kíló af kókaíni og Helgi Heiðar 1,5 kíló af hreinu kókaíni. Alls er virði magnsins sem þeir fluttu inn 2,9 milljónir ástralska dollara, um 250 milljónir króna. Hafa þeir setið í gæsluvarðhaldi í Ástralíu frá því að þeir voru handteknir.Báðir játa þeir sök í málinu en í frétt Herald segir að brot Brynjars varði allt að lífstíðarfangelsi en brot Helga varði allt að 25 ára fangelsi.Lítil tannhjól Dómarinn í málinu sagði ljóst að Íslendingarnir tveir væru aðeins lítil tannhjól í vef alþjóðlegra glæpasamtaka sem í auknum mæli nýttu sér ungt og menntað fólk sem burðardýr. Minni líkur væru á að lögreglumenn og tollverðir grunuðu slíkt fólk um græsku. Þetta væri eitthvað sem dómarinn sæi í æ meira mæli í eigin dómsal. „Oftar en ekki eru viðkomandi komnir af góðum fjölskyldum, þetta eru einstaklingar sem eru í háskóla eða að byrja í háskóla. Þetta sér maður æ oftar,“ sagði dómarinn. Fjölskyldur beggja manna voru viðstaddir fyrirtöku málsins og sögðu lögmenn þeirra að Íslendingarnir tveir skömmuðust sín fyrir að hafa tekið þátt í innflutningnum og að góðar líkur væri á endurhæfingu þeirra í fangelsi.Ákvaðu að flytja efnin inn til að greiða skuldir Lögmaður Brynjars Smára sagði hann hafa samþykkt að flytja inn kókaínið til að greiða 1,7 milljóna króna fíkniefnaskuld. Þá sagði lögfræðingur Helga Heiðars að hann hafi samþykkt að flytja inn kókaínið til að greiða tæplega eina milljón króna í skuld sem komið hafi til vegna fíkniefnanotkunar kærustu hans sem og hans eigin. Sagði lögmaður Helga Heiðars að hann skammaðist sín sérstaklega fyrir að hafa tekið þátt í að flytja efnin til Ástralíu, þar sem hann hafi séð áhrifin sem kókaín hafi haft á kærustu hans. Þá lagði lögmaður Brynjars Smára áherslu á það að hann væri með vinnu í fangelsinu sem hann dvelur í, væri að ljúka stærðfræðiáfanga og hafi hafið nám í upplýsingatækni. Dómsuppkvaðning í málinu fer fram á föstudag.
Ástralía Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Íslendingar í haldi: Líklegast að kókaínið hafi átt að fara á markað í Ástralíu Ástæðan er sú að verðið á kókaíni er gríðarlega hátt í Ástralíu og því er afar óalgengt að efninu sé smyglað í gegnum landið áleiðis á annan markað. 8. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Íslendingar í haldi: Líklegast að kókaínið hafi átt að fara á markað í Ástralíu Ástæðan er sú að verðið á kókaíni er gríðarlega hátt í Ástralíu og því er afar óalgengt að efninu sé smyglað í gegnum landið áleiðis á annan markað. 8. nóvember 2018 12:30