Forseti Alþingis segir að þingmenn Miðflokksins hafi tekið þingræðið úr sambandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. maí 2019 17:15 Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis. Vísir/ÞÞ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að málþóf þingmanna Miðflokksins um þriðja orkupakkann hafi í reynd tekið þingræðið úr sambandi því þingið geti ekki látið vilja sinn í ljós með atkvæðagreiðslu. Samkvæmt starfsáætlun átti þingstörfum að ljúka um miðja næstu viku. Forsætisnefnd Alþingis ákvað hins vegar á fundi sínum í gær að víkja starfsáætlun til hliðar. Verða þingfundir nú boðaðir jafnóðum og munu þingstörfin því dragast inn í sumarið. Forseti Alþingis upplýsti við upphaf þingfundar í dag að síðari umræða um þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann hefði nú staðið yfir í hundrað klukkutíma. Af því hefðu þingmenn Miðflokksins talað í meira en níutíu klukkutíma. Þingfundurinn í dag er sá áttundi sem er helgaður síðari umræðu um þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann og hafa eingöngu þingmenn Miðflokksins verið á mælendaskrá síðan umræðan hófst í dag. Í 71. gr. þingskaparlaga er heimild til að stöðva umræðu og þarf þá sérstaka atkvæðagreiðslu þar sem atkvæði meirihluta ræður. Forseti Alþingis getur gert slíka tillögu og þá geta níu þingmenn einnig krafist þess. Þessu ákvæði og forverum þess hefur hins vegar ekki verið beitt í hálfa öld. „Menn hafa verið mjög tregir til þess að fara út í það að virkja þetta ákvæði og gefa það fordæmi. Þess vegna er verið að skora á menn að leysa þetta sjálfir með því að láta af ræðuhöldunum og það hef ég gert undanfarna daga enn sem komið er án nokkurs árangurs,“ segir Steingrímur í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Steingrímur segir að þegar níutíu klukkustundir hafa ekki dugað einum þingflokki til að koma afstöðu sinni á framfæri þá sé eitthvað óvenjulegt á ferðinni. Ástandið á Alþingi sé dapurlegt og afbrigðilegur svipur á þingstörfunum um þessar mundir. Sjá má viðtal við Steingrím í myndskeiði hér fyrir neðan. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að málþóf þingmanna Miðflokksins um þriðja orkupakkann hafi í reynd tekið þingræðið úr sambandi því þingið geti ekki látið vilja sinn í ljós með atkvæðagreiðslu. Samkvæmt starfsáætlun átti þingstörfum að ljúka um miðja næstu viku. Forsætisnefnd Alþingis ákvað hins vegar á fundi sínum í gær að víkja starfsáætlun til hliðar. Verða þingfundir nú boðaðir jafnóðum og munu þingstörfin því dragast inn í sumarið. Forseti Alþingis upplýsti við upphaf þingfundar í dag að síðari umræða um þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann hefði nú staðið yfir í hundrað klukkutíma. Af því hefðu þingmenn Miðflokksins talað í meira en níutíu klukkutíma. Þingfundurinn í dag er sá áttundi sem er helgaður síðari umræðu um þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann og hafa eingöngu þingmenn Miðflokksins verið á mælendaskrá síðan umræðan hófst í dag. Í 71. gr. þingskaparlaga er heimild til að stöðva umræðu og þarf þá sérstaka atkvæðagreiðslu þar sem atkvæði meirihluta ræður. Forseti Alþingis getur gert slíka tillögu og þá geta níu þingmenn einnig krafist þess. Þessu ákvæði og forverum þess hefur hins vegar ekki verið beitt í hálfa öld. „Menn hafa verið mjög tregir til þess að fara út í það að virkja þetta ákvæði og gefa það fordæmi. Þess vegna er verið að skora á menn að leysa þetta sjálfir með því að láta af ræðuhöldunum og það hef ég gert undanfarna daga enn sem komið er án nokkurs árangurs,“ segir Steingrímur í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Steingrímur segir að þegar níutíu klukkustundir hafa ekki dugað einum þingflokki til að koma afstöðu sinni á framfæri þá sé eitthvað óvenjulegt á ferðinni. Ástandið á Alþingi sé dapurlegt og afbrigðilegur svipur á þingstörfunum um þessar mundir. Sjá má viðtal við Steingrím í myndskeiði hér fyrir neðan.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira