Liverpool fær miklu flottari búningsklefa í úrslitaleik Meistaradeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2019 15:00 Sóknarlína Liverpool er skipuð þeim Roberto Firmino, Mohamed Salah og Sadio Mane. Getty/Michael Regan Tottenham er skráð heimalið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar um næstu helgi en þarf samt að sætta sig við að vera í klefa útiliðsins á Wanda Metropolitano leikvanginum í Madrid. Úrslitaleikurinn fer fram 1. júní næstkomandi en hann hefst klukakn 19.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Liverpool liðið verður aftur á móti í búningsklefa Atletico Madrid liðsins sem er hinn glæsilegasti og miklu flottari en búningsklefinn þar sem gestir Atletico eru á leikjum sínum á Metropolitano leikvanginum. Ástæðan fyrir þessu eru öryggisráðstafanir á leikvanginum eins undarlega og það hljómar.Tottenham have drawn the short straw of the pokey away dressing room at the Wanda Metropolitano - despite the fact they are the home team in Champions League final #THFChttps://t.co/YUxk5FqGq0pic.twitter.com/STrkGeSBlS — Telegraph Football (@TeleFootball) May 28, 2019Málið er að til að halda stuðningsmönnum félaganna aðskildum þá munu þeir koma að vellinum sitthvoru megin. Stuðningsmenn Tottenham fengu miða á norðurhluta vallarins og því var ákveðið að Tottenham yrði í klefanum sem er þeim megin. Liverpool verður aftur á móti í suðurhluta vallarins eða þeim megin á vellinum þar sem stuðningsmenn Liverpool liðsins fengu miða. Búningsklefi Atletico Madrid er hinn glæsilegasti sem þarf ekki að koma mikið á óvart enda um glænýjan leikvang að ræða. Á meðan klefi Tottenham er hálfgerður kústaskápur en verður mjög rúmt um leikmenn og starfsmenn Liverpool. Atletico Madrid hefur skipulagt sig vel fyrir þennan leik og enginn kemst nálægt vellinum án þess að hafa miða á leikinn. Stuðningsmenn liðanna verða því stöðvaðir nokkuð frá vellinum þar sem þeir þurfa að sýna gild miða. Engin bílaumferð verður heldur í eins kílómetra fjarlægð frá hinum. Leikvangurinn tekur 68 þúsund manns í sæti en af öryggisástæðum verða aðeins 63 þúsund á vellinum. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira
Tottenham er skráð heimalið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar um næstu helgi en þarf samt að sætta sig við að vera í klefa útiliðsins á Wanda Metropolitano leikvanginum í Madrid. Úrslitaleikurinn fer fram 1. júní næstkomandi en hann hefst klukakn 19.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Liverpool liðið verður aftur á móti í búningsklefa Atletico Madrid liðsins sem er hinn glæsilegasti og miklu flottari en búningsklefinn þar sem gestir Atletico eru á leikjum sínum á Metropolitano leikvanginum. Ástæðan fyrir þessu eru öryggisráðstafanir á leikvanginum eins undarlega og það hljómar.Tottenham have drawn the short straw of the pokey away dressing room at the Wanda Metropolitano - despite the fact they are the home team in Champions League final #THFChttps://t.co/YUxk5FqGq0pic.twitter.com/STrkGeSBlS — Telegraph Football (@TeleFootball) May 28, 2019Málið er að til að halda stuðningsmönnum félaganna aðskildum þá munu þeir koma að vellinum sitthvoru megin. Stuðningsmenn Tottenham fengu miða á norðurhluta vallarins og því var ákveðið að Tottenham yrði í klefanum sem er þeim megin. Liverpool verður aftur á móti í suðurhluta vallarins eða þeim megin á vellinum þar sem stuðningsmenn Liverpool liðsins fengu miða. Búningsklefi Atletico Madrid er hinn glæsilegasti sem þarf ekki að koma mikið á óvart enda um glænýjan leikvang að ræða. Á meðan klefi Tottenham er hálfgerður kústaskápur en verður mjög rúmt um leikmenn og starfsmenn Liverpool. Atletico Madrid hefur skipulagt sig vel fyrir þennan leik og enginn kemst nálægt vellinum án þess að hafa miða á leikinn. Stuðningsmenn liðanna verða því stöðvaðir nokkuð frá vellinum þar sem þeir þurfa að sýna gild miða. Engin bílaumferð verður heldur í eins kílómetra fjarlægð frá hinum. Leikvangurinn tekur 68 þúsund manns í sæti en af öryggisástæðum verða aðeins 63 þúsund á vellinum.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira