Forseti FIBA Europe hvatti fólk til að kjósa Hannes ekki: „Óheiðarleg vinnubrögð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. maí 2019 08:27 Hannes náði ekki endurkjöri í stjórn FIBA Europe. vísir/vilhelm Hannes S. Jónsson, formann KKÍ, vantaði aðeins eitt atkvæði til að ná halda sæti sínu í stjórn FIBA Europe. Í færslu á Facebook segir Hannes drullufúlt að hafa ekki náð kjöri vegna óheiðarlegra vinnubragða forseta FIBA Europe, Tyrkjans Turgay Demirel. Hannes segir að Demirel hafi unnið gegn sér og sent skilaboð á hluta aðildarlandanna hverja ætti ekki að kjósa í stjórn FIBA Europe. Formaður KKÍ var á þeim lista og Demirel varð að ósk sinni þegar Hannes var ekki kjörinn í stjórn.Turgay Demirel hefur verið forseti FIBA Europe frá 2014.vísir/gettyHannes segir að málflutningur Demirels sé ekki í samræmi við vinnubrögð hans. „Forseti sem talaði um lýðræði, einingu í Evrópu og traust á milli aðila í ræðu sinni fyrir endurkjöri ætti hið minnsta að reyna að vinna eftir því. Hann aftur á móti sendir skilaboð á hluta aðildarlandanna um hverja á EKKI að kjósa. Hann má alveg hafa lista yfir þá sem hann myndi vilja fá inn í stjórnina. En að hafa lista yfir nöfn nokkurra einstaklinga sem þú sem forseti í alþjóðlegum samtökum villt EKKI hafa í stjórninni er bara eitthvað svo galið. FIBA og FIBA Europe eru samtök sem setja leikreglur fyrir fallegstu íþrótt í heimi hafa nú forseta FIBA Europe sem svífst einskis að fara á bakvið fólk og lofa embættum fyrir atkvæði er í minun huga fáranlegt,“ skrifar Hannes. „Mikið þakka ég fyrir það að við hjá KKÍ getum borið höfuðið hátt enda tjáum við okkur, segjum okkar skoðun og það sem við meinum á faglegan hátt með hagsmuni körfuboltans að leiðarljósi. Þetta snýst ekki um það að ég hafi ekki náð kjöri heldur vinnubrögð, þannig að einn maður geti haft "sitt" fólk í kringum sig.“ Í færslunni segir Hannes að Ísland hafi ekki stutt Demirel í kosningum en ekki látið það trufla samstarfið við hann. Hannes segir jafnframt að KKÍ hafi stutt Belgann Cyriel Coomans, fráfarandi varaforseta, til forseta FIBA Europe. Coomans fékk 23 atkvæði í kjöri til forseta FIBA Europe á móti 27 atkvæðum Demirels. Kjörtímabils forseta FIBA Europe er fjögur ár. Færslu Hannesar má sjá hér fyrir neðan. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Sjá meira
Hannes S. Jónsson, formann KKÍ, vantaði aðeins eitt atkvæði til að ná halda sæti sínu í stjórn FIBA Europe. Í færslu á Facebook segir Hannes drullufúlt að hafa ekki náð kjöri vegna óheiðarlegra vinnubragða forseta FIBA Europe, Tyrkjans Turgay Demirel. Hannes segir að Demirel hafi unnið gegn sér og sent skilaboð á hluta aðildarlandanna hverja ætti ekki að kjósa í stjórn FIBA Europe. Formaður KKÍ var á þeim lista og Demirel varð að ósk sinni þegar Hannes var ekki kjörinn í stjórn.Turgay Demirel hefur verið forseti FIBA Europe frá 2014.vísir/gettyHannes segir að málflutningur Demirels sé ekki í samræmi við vinnubrögð hans. „Forseti sem talaði um lýðræði, einingu í Evrópu og traust á milli aðila í ræðu sinni fyrir endurkjöri ætti hið minnsta að reyna að vinna eftir því. Hann aftur á móti sendir skilaboð á hluta aðildarlandanna um hverja á EKKI að kjósa. Hann má alveg hafa lista yfir þá sem hann myndi vilja fá inn í stjórnina. En að hafa lista yfir nöfn nokkurra einstaklinga sem þú sem forseti í alþjóðlegum samtökum villt EKKI hafa í stjórninni er bara eitthvað svo galið. FIBA og FIBA Europe eru samtök sem setja leikreglur fyrir fallegstu íþrótt í heimi hafa nú forseta FIBA Europe sem svífst einskis að fara á bakvið fólk og lofa embættum fyrir atkvæði er í minun huga fáranlegt,“ skrifar Hannes. „Mikið þakka ég fyrir það að við hjá KKÍ getum borið höfuðið hátt enda tjáum við okkur, segjum okkar skoðun og það sem við meinum á faglegan hátt með hagsmuni körfuboltans að leiðarljósi. Þetta snýst ekki um það að ég hafi ekki náð kjöri heldur vinnubrögð, þannig að einn maður geti haft "sitt" fólk í kringum sig.“ Í færslunni segir Hannes að Ísland hafi ekki stutt Demirel í kosningum en ekki látið það trufla samstarfið við hann. Hannes segir jafnframt að KKÍ hafi stutt Belgann Cyriel Coomans, fráfarandi varaforseta, til forseta FIBA Europe. Coomans fékk 23 atkvæði í kjöri til forseta FIBA Europe á móti 27 atkvæðum Demirels. Kjörtímabils forseta FIBA Europe er fjögur ár. Færslu Hannesar má sjá hér fyrir neðan.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Sjá meira