Hamilton: Erfiðasta keppnin á ferlinum Bragi Þórðarson skrifar 27. maí 2019 22:00 Hörkuslagur var um fyrsta sætið í Mónakó milli Lewis Hamilton og Max Verstappen. Getty Sjötta umferðin í Formúlu 1 fór fram á sögufrægum götum Mónakó um helgina. Kappaksturinn var æsispennandi frá fyrsta hring til hins síðasta. Fimmfaldi heimsmeistarinn, Lewis Hamilton, kom fyrstur í mark á sínum Mercedes eftir að hafa ræst á ráspól. Mercedes liðið gerði þó mistök er Hamilton kom inn á þjónustusvæðið á 11. hring er öryggisbíllinn var kallaður út. Þá setti liðið meðalhörðu dekkin undir bíl Hamilton á meðan að flestir aðrir settu hörðu dekkin undir. ,,Þessi dekk eru búin, það þarf kraftaverk til ef við ætlum okkur að vinna’’ sagði Lewis í talstöðinni til liðsins þegar um 20 hringir voru eftir. Max Verstappen sótti að Hamilton stanslaust síðustu 50 hringi kappakstursins. Bretinn vissi þó vel að erfitt er að taka framúr á þröngum götum Mónakó. Verstappen reyndi þó allt hvað hann gat, sem endaði með að bílarnir skullu saman þegar aðeins tveir hringir voru eftir. Sem betur fer urðu engar skemmdir á bílunum, en Verstappen þurfti þó að sætta sig við annað sætið. Hollendingurinn endaði þó fjórði eftir að hafa verið refsað um fimm sekúndur. Refsingin var fyrir glæfraakstur á þjónustusvæðinu er Max keyrði á Mercedes bíl Valtteri Bottas. Lewis Hamilton tileinkaði Niki Lauda sigurinnGettyMinnst var Niki Lauda um helgina,,Þessi sigur var fyrir Niki’’ sagði Hamilton eftir keppnina. ,,Hann hafði mikil áhrif á minn feril og þetta lið, aðal markmið mitt í dag var að gera hann stoltann’’. Hamilton keppti með rauðan hjálm á sunnudaginn í minningu Niki Lauda, sem lést á mánudaginn. Þá voru einnig öryggishlífar Mercedes bílanna málaðar rauðar til að minna á frægu rauðu derhúfuna sem Lauda var ávalt með. Sebastian Vettel kom annar í mark á sínum Ferrari og liðsfélagi Lewis, Valtteri Bottas, varð að sætta sig við þriðja sætið. Þetta var því í fyrsta skiptið á árinu sem að Mercedes ökuþórarnir enda ekki í fyrsta og öðru sæti. Úrslitin þýða að Hamilton eykur forskot sitt á toppi heimsmeistaramótsins í 17 stig. Liðsfélagi Vettel hjá Ferrari, Charles Leclerc, vill sennilega gleyma þessari helgi sem fyrst. Heimamaðurinn ræsti sexdándi eftir mistök Ferrari liðsins í tímatökum. Leclerc varð frá að hverfa á 15. hring eftir að hafa skemmd bíl sinn í árekstri. Næsta keppni fer fram í Kanada eftir tvær vikur. Hamilton hugsar sér gott til glóðarinnar því hann hefur alls unnið sex sinnum á Montreal brautinni. Formúla Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Manchester United með lið í NBA Körfubolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sjötta umferðin í Formúlu 1 fór fram á sögufrægum götum Mónakó um helgina. Kappaksturinn var æsispennandi frá fyrsta hring til hins síðasta. Fimmfaldi heimsmeistarinn, Lewis Hamilton, kom fyrstur í mark á sínum Mercedes eftir að hafa ræst á ráspól. Mercedes liðið gerði þó mistök er Hamilton kom inn á þjónustusvæðið á 11. hring er öryggisbíllinn var kallaður út. Þá setti liðið meðalhörðu dekkin undir bíl Hamilton á meðan að flestir aðrir settu hörðu dekkin undir. ,,Þessi dekk eru búin, það þarf kraftaverk til ef við ætlum okkur að vinna’’ sagði Lewis í talstöðinni til liðsins þegar um 20 hringir voru eftir. Max Verstappen sótti að Hamilton stanslaust síðustu 50 hringi kappakstursins. Bretinn vissi þó vel að erfitt er að taka framúr á þröngum götum Mónakó. Verstappen reyndi þó allt hvað hann gat, sem endaði með að bílarnir skullu saman þegar aðeins tveir hringir voru eftir. Sem betur fer urðu engar skemmdir á bílunum, en Verstappen þurfti þó að sætta sig við annað sætið. Hollendingurinn endaði þó fjórði eftir að hafa verið refsað um fimm sekúndur. Refsingin var fyrir glæfraakstur á þjónustusvæðinu er Max keyrði á Mercedes bíl Valtteri Bottas. Lewis Hamilton tileinkaði Niki Lauda sigurinnGettyMinnst var Niki Lauda um helgina,,Þessi sigur var fyrir Niki’’ sagði Hamilton eftir keppnina. ,,Hann hafði mikil áhrif á minn feril og þetta lið, aðal markmið mitt í dag var að gera hann stoltann’’. Hamilton keppti með rauðan hjálm á sunnudaginn í minningu Niki Lauda, sem lést á mánudaginn. Þá voru einnig öryggishlífar Mercedes bílanna málaðar rauðar til að minna á frægu rauðu derhúfuna sem Lauda var ávalt með. Sebastian Vettel kom annar í mark á sínum Ferrari og liðsfélagi Lewis, Valtteri Bottas, varð að sætta sig við þriðja sætið. Þetta var því í fyrsta skiptið á árinu sem að Mercedes ökuþórarnir enda ekki í fyrsta og öðru sæti. Úrslitin þýða að Hamilton eykur forskot sitt á toppi heimsmeistaramótsins í 17 stig. Liðsfélagi Vettel hjá Ferrari, Charles Leclerc, vill sennilega gleyma þessari helgi sem fyrst. Heimamaðurinn ræsti sexdándi eftir mistök Ferrari liðsins í tímatökum. Leclerc varð frá að hverfa á 15. hring eftir að hafa skemmd bíl sinn í árekstri. Næsta keppni fer fram í Kanada eftir tvær vikur. Hamilton hugsar sér gott til glóðarinnar því hann hefur alls unnið sex sinnum á Montreal brautinni.
Formúla Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Manchester United með lið í NBA Körfubolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira