Þetta eru fín kaflaskil í lífinu Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. maí 2019 07:00 Freydís Halla, hér fremst sem fánaberi Íslands á Vetrarólympíuleikunum í Pyeonchang árið 2018 þar sem hún lenti í 41. sæti í svigi. Nordicphotos/getty Ein fremsta skíðakona landsins undanfarin ár, Freydís Halla Einarsdóttir, tilkynnti það á dögunum að keppnisskíðin væru á leiðinni á hilluna í bili þrátt fyrir að hún sé aðeins 24 ára gömul. Freydís fór sautján ára í fyrsta sinn á HM og vann sex alþjóðleg FIS-mót erlendis. Hún náði efst í 165. sæti heimslistans í svigi og varð sjö sinnum Íslandsmeistari á ferlinum. „Nei, samt er tilfinningin bara góð, ég er búin að hugsa þetta í vetur og komst að þessari niðurstöðu,“ segir Freydís hlæjandi þegar undirritaður ber undir hana að þetta sé enginn aldur til að hætta í afreksíþróttum. Freydís er komin heim eftir að hafa verið undanfarin ár við nám í Plymouth State-háskólanum í Bandaríkjunum þar sem hún lærði þjálfunar- og lífeðlisfræði (e. exercise physiology) ásamt því að æfa og keppa fyrir skíðalið skólans. Aðspurð segir Freydís að hún hafi verið að hugsa hvert næsta skref yrði eftir háskólanámið og tók hún ákvörðun um að leggja keppnisskíðin á hilluna í bili. „Þetta var engin skyndiákvörðun, ég er búin að hugsa vel um þetta. Ég vissi að þegar ég væri búin að útskrifast þá gæti ég ekki lengur verið að skíða og keppa fyrir háskólann eins og síðustu fjögur ár. Sá möguleiki sem ég hafði til að halda áfram var að flytja aftur til Íslands og vera með landsliðinu en því fylgir mikill kostnaður og ferðalög. Það er eitthvað sem ég hef gert áður og ég var ekki tilbúin að fara í það aftur og tók því þessa ákvörðun. Maður þarf að gefa sér mikinn tíma og afla penings til að halda áfram á hæsta stigi og ég hafði ekki áhuga á að halda því áfram að svo stöddu. Þetta eru fín kaflaskil í lífinu til að hefja eitthvað nýtt,“ segir Freydís sem er að skoða möguleikann á að fá vinnu vestanhafs. Freydís segist ekki vera búin að ákveða hvort hún bjóðist til að aðstoða Skíðasamband Íslands í ljósi menntunar sinnar og reynslu. „Ég er ekki búin að ákveða neitt en það er aldrei að vita. Ég mun halda áfram að skíða eitthvað sem áhugamaður og leika mér í fjallinu. Ég mun hjálpa til ef Skíðasambandið óskar eftir því að fá aðstoð en annars er ekkert komið á hreint,“ segir Freydís sem útilokar ekki að hún taki þátt í móti á Íslandi á næsta tímabili. „Það er aldrei að vita, ef mann er farið að klæja í að komast á skíði, nema ég taki þátt í móti á Íslandi en kannski verður enginn áhugi og ég fer sem áhorfandi,“ segir Freydís létt. Freydís á ekki erfitt með að svara hver hápunktur ferilsins sé. „Það eru Ólympíuleikarnir, það er eitt af því stærsta sem ég tek með mér úr ferlinum. Að hafa fengið að fara þangað til Suður-Kóreu og upplifa allt annað en ég þekkti áður ofan á að fá að keppa á stærsta sviði íþróttanna,“ segir Freydís sem var fánaberi á Vetrarólympíuleikunum í Pyeonchang. „Það var ofboðslegur heiður og mögnuð upplifun. Það er eitthvað sem ég mun alltaf muna eftir og taka með mér.“ Þá fór Freydís fjórum sinnum á HM og náði silfurverðlaunum á HM unglinga árið 2011. „Ég fékk silfur í mínum aldursflokki sem er skemmtilegt og eftirminnilegt. Sú sem vann, Petra Vlhová, er núna ein af bestu skíðakonum heims og það er gaman að hafa verið að berjast við hana á svona móti.“kristinnpall@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sjá meira
Ein fremsta skíðakona landsins undanfarin ár, Freydís Halla Einarsdóttir, tilkynnti það á dögunum að keppnisskíðin væru á leiðinni á hilluna í bili þrátt fyrir að hún sé aðeins 24 ára gömul. Freydís fór sautján ára í fyrsta sinn á HM og vann sex alþjóðleg FIS-mót erlendis. Hún náði efst í 165. sæti heimslistans í svigi og varð sjö sinnum Íslandsmeistari á ferlinum. „Nei, samt er tilfinningin bara góð, ég er búin að hugsa þetta í vetur og komst að þessari niðurstöðu,“ segir Freydís hlæjandi þegar undirritaður ber undir hana að þetta sé enginn aldur til að hætta í afreksíþróttum. Freydís er komin heim eftir að hafa verið undanfarin ár við nám í Plymouth State-háskólanum í Bandaríkjunum þar sem hún lærði þjálfunar- og lífeðlisfræði (e. exercise physiology) ásamt því að æfa og keppa fyrir skíðalið skólans. Aðspurð segir Freydís að hún hafi verið að hugsa hvert næsta skref yrði eftir háskólanámið og tók hún ákvörðun um að leggja keppnisskíðin á hilluna í bili. „Þetta var engin skyndiákvörðun, ég er búin að hugsa vel um þetta. Ég vissi að þegar ég væri búin að útskrifast þá gæti ég ekki lengur verið að skíða og keppa fyrir háskólann eins og síðustu fjögur ár. Sá möguleiki sem ég hafði til að halda áfram var að flytja aftur til Íslands og vera með landsliðinu en því fylgir mikill kostnaður og ferðalög. Það er eitthvað sem ég hef gert áður og ég var ekki tilbúin að fara í það aftur og tók því þessa ákvörðun. Maður þarf að gefa sér mikinn tíma og afla penings til að halda áfram á hæsta stigi og ég hafði ekki áhuga á að halda því áfram að svo stöddu. Þetta eru fín kaflaskil í lífinu til að hefja eitthvað nýtt,“ segir Freydís sem er að skoða möguleikann á að fá vinnu vestanhafs. Freydís segist ekki vera búin að ákveða hvort hún bjóðist til að aðstoða Skíðasamband Íslands í ljósi menntunar sinnar og reynslu. „Ég er ekki búin að ákveða neitt en það er aldrei að vita. Ég mun halda áfram að skíða eitthvað sem áhugamaður og leika mér í fjallinu. Ég mun hjálpa til ef Skíðasambandið óskar eftir því að fá aðstoð en annars er ekkert komið á hreint,“ segir Freydís sem útilokar ekki að hún taki þátt í móti á Íslandi á næsta tímabili. „Það er aldrei að vita, ef mann er farið að klæja í að komast á skíði, nema ég taki þátt í móti á Íslandi en kannski verður enginn áhugi og ég fer sem áhorfandi,“ segir Freydís létt. Freydís á ekki erfitt með að svara hver hápunktur ferilsins sé. „Það eru Ólympíuleikarnir, það er eitt af því stærsta sem ég tek með mér úr ferlinum. Að hafa fengið að fara þangað til Suður-Kóreu og upplifa allt annað en ég þekkti áður ofan á að fá að keppa á stærsta sviði íþróttanna,“ segir Freydís sem var fánaberi á Vetrarólympíuleikunum í Pyeonchang. „Það var ofboðslegur heiður og mögnuð upplifun. Það er eitthvað sem ég mun alltaf muna eftir og taka með mér.“ Þá fór Freydís fjórum sinnum á HM og náði silfurverðlaunum á HM unglinga árið 2011. „Ég fékk silfur í mínum aldursflokki sem er skemmtilegt og eftirminnilegt. Sú sem vann, Petra Vlhová, er núna ein af bestu skíðakonum heims og það er gaman að hafa verið að berjast við hana á svona móti.“kristinnpall@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sjá meira