Nítján klukkustunda löngum þingfundi slitið Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2019 10:53 Þingmenn Miðflokksins hafa verið fastagestir í ræðusól Alþingis undanfarna viku, hvort sem er dag eða nótt. Vísir/Vilhelm Þingfundi var slitið skömmu fyrir hálf ellefu í dag en þá hafði hann staðið yfir í um nítján klukkustundir. Þingmenn Miðflokksins héldu uppi málþófi um þriðja orkupakkann í alla nótt og langt fram á morgun. Alls hafa þeir talað í vel yfir áttatíu klukkustundir. Miðflokksmenn héldu uppteknum hætti á þingfundi sem hófst klukkan 15:30 í gær og skiptust á að stíga í pontu til að ræða um þriðja orkupakkann. Þingfundir í vikunni drógust langt fram á nótt og fram á morgun vegna málþófsins. „Forseta þykir miður að geta ekki lokið þessari umræðu en þess hefur verið freistað að gefa háttvirtum þingmönnum nægilegt svigrúm til þess að ræða málið ítarlega svo að hægt verði að tæma mælendaskrá og klára umræðuna,“ sagði Guðjón S. Brjánsson, varaforseti þingsins, þegar hann sleit þingfundi um klukkan 10:24. Umræðan um þriðja orkupakkann hafði þá staðið yfir í nærri hundrað klukkustundir í heildina. Þar af sagði Guðjón að miðflokksmenn hefðu talað í vel yfir áttatíu klukkustundir. Í heildina hafi 53 ræður verið haldnar og andsvörin verið 311 á þingfundinum sem stóð yfir í tæpar nítján klukkustundir. Miðflokksmenn töluðu nær einir en Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, tók þátt í umræðinni um tíma síðdegis í gær. „Þrátt fyrir að hér mætist stálin stinn verður ekki hjá því komist að ljúka umræðunni með þeim lýðræðislegum leikreglum sem við höfum tamið okkur og hefð er fyrir,“ sagði varaforseti þingsins sem vonaðist til þess að hægt yrði að ljúka umræðunni á næstu dögum. Miðflokksmenn kvörtuðu undan fundarstjórn forseta í nótt og lýstu áhyggjum af álagi á starfsfólk þingsins. Sakaði Bergþór Ólason, þingmaður flokksins, þingforsetann um að reyna að þreyta þá til uppgjafar með því að funda fram á nótt. Næsti þingfundur hefur verið boðaður klukkan 15:00 á mánudag. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum "Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. 25. maí 2019 07:15 Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Þingfundi var slitið skömmu fyrir hálf ellefu í dag en þá hafði hann staðið yfir í um nítján klukkustundir. Þingmenn Miðflokksins héldu uppi málþófi um þriðja orkupakkann í alla nótt og langt fram á morgun. Alls hafa þeir talað í vel yfir áttatíu klukkustundir. Miðflokksmenn héldu uppteknum hætti á þingfundi sem hófst klukkan 15:30 í gær og skiptust á að stíga í pontu til að ræða um þriðja orkupakkann. Þingfundir í vikunni drógust langt fram á nótt og fram á morgun vegna málþófsins. „Forseta þykir miður að geta ekki lokið þessari umræðu en þess hefur verið freistað að gefa háttvirtum þingmönnum nægilegt svigrúm til þess að ræða málið ítarlega svo að hægt verði að tæma mælendaskrá og klára umræðuna,“ sagði Guðjón S. Brjánsson, varaforseti þingsins, þegar hann sleit þingfundi um klukkan 10:24. Umræðan um þriðja orkupakkann hafði þá staðið yfir í nærri hundrað klukkustundir í heildina. Þar af sagði Guðjón að miðflokksmenn hefðu talað í vel yfir áttatíu klukkustundir. Í heildina hafi 53 ræður verið haldnar og andsvörin verið 311 á þingfundinum sem stóð yfir í tæpar nítján klukkustundir. Miðflokksmenn töluðu nær einir en Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, tók þátt í umræðinni um tíma síðdegis í gær. „Þrátt fyrir að hér mætist stálin stinn verður ekki hjá því komist að ljúka umræðunni með þeim lýðræðislegum leikreglum sem við höfum tamið okkur og hefð er fyrir,“ sagði varaforseti þingsins sem vonaðist til þess að hægt yrði að ljúka umræðunni á næstu dögum. Miðflokksmenn kvörtuðu undan fundarstjórn forseta í nótt og lýstu áhyggjum af álagi á starfsfólk þingsins. Sakaði Bergþór Ólason, þingmaður flokksins, þingforsetann um að reyna að þreyta þá til uppgjafar með því að funda fram á nótt. Næsti þingfundur hefur verið boðaður klukkan 15:00 á mánudag.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum "Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. 25. maí 2019 07:15 Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum "Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. 25. maí 2019 07:15
Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34