Max-vélarnar gætu tekið á loft aftur í Bandaríkjunum í júní Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2019 15:45 Max-vélarnar voru kyrrsettar eftir flugslysið í Eþíópíu í mars. Vísir/EPA Flugmálastofnun Bandaríkjanna gæti gefið flugvélaframleiðandanum Boeing grænt ljós á að byrja að fljúga 737 Max-þotunum aftur í seinni hluta júní. Þoturnar hafa verið kyrrsettar vegna tveggja mannskæðra flugslysa í Indónesíu og Eþíópíu. Heimildir Reuters-fréttastofunnar herma að fulltrúar flugmálastofnunarinnar (FAA) hafi tilkynnt Alþjóðaflugmálastofnuninni þetta á fundi í gær. Nákvæm áætlun um hvenær þoturnar gætu komist aftur í umferð liggi þó fyrir. Alls fórust 346 manns með 737 Max-þotunum sem hröpuðu í Indónesíu í október og í Eþíópíu í mars. Galli í hugbúnaði þotunnar sem á að koma í veg fyrir ofris er talinn hafa valdið því að vélarnar hröpuðu. Dan Elwell, starfandi forstjóri FAA, vildi ekki staðfesta tímasetninguna við Reuters. Þá er óljóst hvenær Max-vélarnar fá leyfi til að fara aftur í loftið í Evrópu og Kanada. Yfirvöld þar hafa lýst því yfir að þau ætli að taka sína eigin ákvörðun um öryggi vélanna. Icelandair er á meðal flugfélaga víða um heim sem höfðu fest kaup á nýjum 737 Max-þotum og hafa orðið fyrir skakkaföllum vegna kyrrsetningarinnar. Íslenska flugfélagið ætlaði að taka níu Max-vélar í notkun um miðjan júní en af því verður ekki. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Flugmálastofnun Bandaríkjanna gæti gefið flugvélaframleiðandanum Boeing grænt ljós á að byrja að fljúga 737 Max-þotunum aftur í seinni hluta júní. Þoturnar hafa verið kyrrsettar vegna tveggja mannskæðra flugslysa í Indónesíu og Eþíópíu. Heimildir Reuters-fréttastofunnar herma að fulltrúar flugmálastofnunarinnar (FAA) hafi tilkynnt Alþjóðaflugmálastofnuninni þetta á fundi í gær. Nákvæm áætlun um hvenær þoturnar gætu komist aftur í umferð liggi þó fyrir. Alls fórust 346 manns með 737 Max-þotunum sem hröpuðu í Indónesíu í október og í Eþíópíu í mars. Galli í hugbúnaði þotunnar sem á að koma í veg fyrir ofris er talinn hafa valdið því að vélarnar hröpuðu. Dan Elwell, starfandi forstjóri FAA, vildi ekki staðfesta tímasetninguna við Reuters. Þá er óljóst hvenær Max-vélarnar fá leyfi til að fara aftur í loftið í Evrópu og Kanada. Yfirvöld þar hafa lýst því yfir að þau ætli að taka sína eigin ákvörðun um öryggi vélanna. Icelandair er á meðal flugfélaga víða um heim sem höfðu fest kaup á nýjum 737 Max-þotum og hafa orðið fyrir skakkaföllum vegna kyrrsetningarinnar. Íslenska flugfélagið ætlaði að taka níu Max-vélar í notkun um miðjan júní en af því verður ekki.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira