Jón Trausti fær 1,8 milljónir króna frá ríkinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. maí 2019 14:36 Jón Trausti Lúthersson í Héraðsdómi Reykjavíkur við aðalmeðferð málsins í héraði. vísir/vilhelm Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða Jóni Trausta Lútherssyni 1,8 milljónir króna í skaðabætur vegna gæsluvarðhaldsetu í 21 dag í tengslum við rannsókn á dauða Arnars Jónssonar Aspar í fyrra. Jón Trausti fór fram á 10,5 milljónir króna í skaðabætur en hann var um tíma grunaður um aðild að málinu. Svo fór að Sveinn Gestur Tryggvason var einn ákærður og dæmdur fyrir að hafa verið valdur að dauða Arnars, með hættulegri líkamsárás. Sex manns voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Auk Jóns Trausta hafa bræðurnir Marcin Wieslaw og Rafal Marek Nabakowski einnig krafist bóta en þeir sættu einangrun í viku vegna málsins. Ríkislögmaður hafnaði upphaflega bótakröfu Jóns Trausta með þeim rökum að hann hefði sjálfur valdið eða stuðlað að gæsluvarðhaldinu, þar sem hann hafi ekki sýnt samvinnu við rannsókn málsins, gefið litlar eða óljósar skýringar á atburðarás og hafnað því að veita lögreglu leyfi til að skoða símann sinn. Þessu hafnaði lögmaður Jóns Trausta, Sveinn Andri Sveinsson.Í dómi Hérðasdóms Reykjavíkur er minnt á að gæsluvarðhald sé mikið inngrip í persónufrelsi manns. Gæsluvarðhald Jóns Trausta hafi þó verið án takmarkana, þ.e. hann hafi ekki verið í einangrun sem sé vægara inngrip. Þá er horft til afstöðu Jóns Trausta sem heimilaði ekki lögreglu skoðun á snjallsíma hans svo að leita þurfti til dómstóla eftir slíkri heimild. Var það ætlað til þess að draga upp þá mynd af ætlaðri sök Jóns Trausta að hans þáttur væri meiri en reyndist. Ekki síður þegar í ljós kom myndbandsupptaka frá vettvangi á símanum. Sömuleiðis að hann skyldi ekki við upphaf rannsóknar greina skilmerkilega frá tilvist upptökunnar og gefa á henni skýringar fyrr en eftir að lagt var hald á upptökuna. Að þessu virtu var lagt til grundvallar að Jón Trausti hefði sjálfur að hluta stuðlað að gæsluvarðhaldinu og það virt til lækkunar á fjárhæð skaðabótanna. Dómsmál Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða Jóni Trausta Lútherssyni 1,8 milljónir króna í skaðabætur vegna gæsluvarðhaldsetu í 21 dag í tengslum við rannsókn á dauða Arnars Jónssonar Aspar í fyrra. Jón Trausti fór fram á 10,5 milljónir króna í skaðabætur en hann var um tíma grunaður um aðild að málinu. Svo fór að Sveinn Gestur Tryggvason var einn ákærður og dæmdur fyrir að hafa verið valdur að dauða Arnars, með hættulegri líkamsárás. Sex manns voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Auk Jóns Trausta hafa bræðurnir Marcin Wieslaw og Rafal Marek Nabakowski einnig krafist bóta en þeir sættu einangrun í viku vegna málsins. Ríkislögmaður hafnaði upphaflega bótakröfu Jóns Trausta með þeim rökum að hann hefði sjálfur valdið eða stuðlað að gæsluvarðhaldinu, þar sem hann hafi ekki sýnt samvinnu við rannsókn málsins, gefið litlar eða óljósar skýringar á atburðarás og hafnað því að veita lögreglu leyfi til að skoða símann sinn. Þessu hafnaði lögmaður Jóns Trausta, Sveinn Andri Sveinsson.Í dómi Hérðasdóms Reykjavíkur er minnt á að gæsluvarðhald sé mikið inngrip í persónufrelsi manns. Gæsluvarðhald Jóns Trausta hafi þó verið án takmarkana, þ.e. hann hafi ekki verið í einangrun sem sé vægara inngrip. Þá er horft til afstöðu Jóns Trausta sem heimilaði ekki lögreglu skoðun á snjallsíma hans svo að leita þurfti til dómstóla eftir slíkri heimild. Var það ætlað til þess að draga upp þá mynd af ætlaðri sök Jóns Trausta að hans þáttur væri meiri en reyndist. Ekki síður þegar í ljós kom myndbandsupptaka frá vettvangi á símanum. Sömuleiðis að hann skyldi ekki við upphaf rannsóknar greina skilmerkilega frá tilvist upptökunnar og gefa á henni skýringar fyrr en eftir að lagt var hald á upptökuna. Að þessu virtu var lagt til grundvallar að Jón Trausti hefði sjálfur að hluta stuðlað að gæsluvarðhaldinu og það virt til lækkunar á fjárhæð skaðabótanna.
Dómsmál Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira