Jón Trausti fær 1,8 milljónir króna frá ríkinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. maí 2019 14:36 Jón Trausti Lúthersson í Héraðsdómi Reykjavíkur við aðalmeðferð málsins í héraði. vísir/vilhelm Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða Jóni Trausta Lútherssyni 1,8 milljónir króna í skaðabætur vegna gæsluvarðhaldsetu í 21 dag í tengslum við rannsókn á dauða Arnars Jónssonar Aspar í fyrra. Jón Trausti fór fram á 10,5 milljónir króna í skaðabætur en hann var um tíma grunaður um aðild að málinu. Svo fór að Sveinn Gestur Tryggvason var einn ákærður og dæmdur fyrir að hafa verið valdur að dauða Arnars, með hættulegri líkamsárás. Sex manns voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Auk Jóns Trausta hafa bræðurnir Marcin Wieslaw og Rafal Marek Nabakowski einnig krafist bóta en þeir sættu einangrun í viku vegna málsins. Ríkislögmaður hafnaði upphaflega bótakröfu Jóns Trausta með þeim rökum að hann hefði sjálfur valdið eða stuðlað að gæsluvarðhaldinu, þar sem hann hafi ekki sýnt samvinnu við rannsókn málsins, gefið litlar eða óljósar skýringar á atburðarás og hafnað því að veita lögreglu leyfi til að skoða símann sinn. Þessu hafnaði lögmaður Jóns Trausta, Sveinn Andri Sveinsson.Í dómi Hérðasdóms Reykjavíkur er minnt á að gæsluvarðhald sé mikið inngrip í persónufrelsi manns. Gæsluvarðhald Jóns Trausta hafi þó verið án takmarkana, þ.e. hann hafi ekki verið í einangrun sem sé vægara inngrip. Þá er horft til afstöðu Jóns Trausta sem heimilaði ekki lögreglu skoðun á snjallsíma hans svo að leita þurfti til dómstóla eftir slíkri heimild. Var það ætlað til þess að draga upp þá mynd af ætlaðri sök Jóns Trausta að hans þáttur væri meiri en reyndist. Ekki síður þegar í ljós kom myndbandsupptaka frá vettvangi á símanum. Sömuleiðis að hann skyldi ekki við upphaf rannsóknar greina skilmerkilega frá tilvist upptökunnar og gefa á henni skýringar fyrr en eftir að lagt var hald á upptökuna. Að þessu virtu var lagt til grundvallar að Jón Trausti hefði sjálfur að hluta stuðlað að gæsluvarðhaldinu og það virt til lækkunar á fjárhæð skaðabótanna. Dómsmál Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða Jóni Trausta Lútherssyni 1,8 milljónir króna í skaðabætur vegna gæsluvarðhaldsetu í 21 dag í tengslum við rannsókn á dauða Arnars Jónssonar Aspar í fyrra. Jón Trausti fór fram á 10,5 milljónir króna í skaðabætur en hann var um tíma grunaður um aðild að málinu. Svo fór að Sveinn Gestur Tryggvason var einn ákærður og dæmdur fyrir að hafa verið valdur að dauða Arnars, með hættulegri líkamsárás. Sex manns voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Auk Jóns Trausta hafa bræðurnir Marcin Wieslaw og Rafal Marek Nabakowski einnig krafist bóta en þeir sættu einangrun í viku vegna málsins. Ríkislögmaður hafnaði upphaflega bótakröfu Jóns Trausta með þeim rökum að hann hefði sjálfur valdið eða stuðlað að gæsluvarðhaldinu, þar sem hann hafi ekki sýnt samvinnu við rannsókn málsins, gefið litlar eða óljósar skýringar á atburðarás og hafnað því að veita lögreglu leyfi til að skoða símann sinn. Þessu hafnaði lögmaður Jóns Trausta, Sveinn Andri Sveinsson.Í dómi Hérðasdóms Reykjavíkur er minnt á að gæsluvarðhald sé mikið inngrip í persónufrelsi manns. Gæsluvarðhald Jóns Trausta hafi þó verið án takmarkana, þ.e. hann hafi ekki verið í einangrun sem sé vægara inngrip. Þá er horft til afstöðu Jóns Trausta sem heimilaði ekki lögreglu skoðun á snjallsíma hans svo að leita þurfti til dómstóla eftir slíkri heimild. Var það ætlað til þess að draga upp þá mynd af ætlaðri sök Jóns Trausta að hans þáttur væri meiri en reyndist. Ekki síður þegar í ljós kom myndbandsupptaka frá vettvangi á símanum. Sömuleiðis að hann skyldi ekki við upphaf rannsóknar greina skilmerkilega frá tilvist upptökunnar og gefa á henni skýringar fyrr en eftir að lagt var hald á upptökuna. Að þessu virtu var lagt til grundvallar að Jón Trausti hefði sjálfur að hluta stuðlað að gæsluvarðhaldinu og það virt til lækkunar á fjárhæð skaðabótanna.
Dómsmál Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira