Fjöldi nemenda skellti sér í enn eitt verkfallið fyrir loftslagið

Loftslagsaðgerðir ungmennanna eiga rætur að rekja til Svíþjóðar en þar fór hin 16 ára gamla Greta Thunberg í verkfall á föstudegi og settist á tröppur við sænska þingið með skilti sem á stóð „verkfall fyrir loftslagið.”
Fyrsta föstudaginn var hún ein en smátt og smátt fjölgaði þeim sem slógust í hópinn og nú hafa þúsundir ungmenna um allan heim tekið þátt í loftslags-verkföllum.
Íslensk ungmenni hafa komið saman á föstudögum síðan í febrúar og virðist ekkert lát á.
Tengdar fréttir

Hlutu viðurkenningina Eldhugar í umhverfismálum
Skipuleggjendur loftslagsverkfalla á Íslandi á Austurvelli og skólaverkfalla fyrir komandi kynslóðir í anda Gretu Thunberg hlutu í dag viðurkenningu Reykjavíkurborgar, Eldhugar í umhverfismálum.

Þögul mótmæli á Austurvelli
Þögul mótmæli íslenskra námsmanna hófust nú í hádeginu og er þetta í níunda sinn sem námsmenn hér á landi mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum.Fleiri krefjast aðgerða en grasrótarsamtök í London, sem valdið hafa miklum truflunum með mótmælum sínum síðustu daga, mótmæla nú við Heathrow flugvöll. Íslenskir námsmenn af öllum skólastigum hafa síðustu níu föstudaga tekið þátt í Loftslagsverkfalli og mótmælt aðgerðarleysi stjórnvalda í loftlagsmálum.

Greta Thunberg mætti ekki því hún ferðast ekki með flugvél
Sextán ára umhverfisaðgerðarsinni frá Svíþjóð sendi gestum á norrænni ungmennaráðstefnu um sjálfbæran lífstíl skýr skilaboð í ávarpi sínu í dag.

Boða til verkfalls fyrir loftslagið: „Það er verið að gera okkur grikk“
Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) boða til verkfalls fyrir loftslagið á Austurvelli næstkomandi föstudag klukkan 12.