Stytta sem þykir verri en styttan af Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2019 09:30 George Best. Getty/ Bob Thomas Það er ekkert nýtt að menn séu að gagnrýna styttur sem eru gerðar af íþróttastjörnum og sú nýjasta hefur heldur ekki sloppið við gagnrýni á netinu. Cristiano Ronaldo og Diego Maradona hafa sem dæmi báðir fengið af sér styttur en það er ekki eins og þeir séu að horfa þar í spegil. Það viðist nefnilega oft vera mjög erfitt fyrir styttugerðamanninn að ná réttum svipbrigðum. Nýjast heiðursstyttan til að fá útreið á samfélagsmiðlum er ný stytta af knattspyrnugoðsögninni George Best í Belfast í Norður-Írlandi. Sumir hafa gengið svo langt að segja að styttan sé verri en sú sem Cristiano Ronaldo fékk gerða af sér á síðasta ári og þá er nú mikið sagt enda þótti hún hræðileg.‘Worse than Ronaldo’s’: George Best statue in Belfast mocked https://t.co/gxwMz97GUd — Guardian sport (@guardian_sport) May 23, 2019Einhverjir hafa líkt styttunni við White Walkers úr Game of Thrones, sumir sjá í henni bandaríska tónlistarmanninn Lionel Ritchie og enn aðrir sjá þarna Paul Scholes með klippingu frá áttunda áratugnum. George Best þótti einn kynþokkafyllsti maður heims á sínum tíma og var oft kallaður fimmti Bítillinn enda upp á sitt besta þegar Bítlaæðið var í mestum blóma. Hann er því ekki gerður mikill greiði með styttu sem þessari. Listamaðurinn Tony Currie, sem er frá Belfast, er þó ánægður með styttuna og lætur gagnrýnina sem vind um eyru þjóta.A new statue of George Best has provoked a strong reaction from fans and critics on social media. More here https://t.co/fzQRBAwRQbpic.twitter.com/pMigIadvUk — BBC Sport (@BBCSport) May 23, 2019Nýja styttan af George Best var sett upp nálægt Windsor Park leikvanginum þar sem George Best sett oft á svið sýningu með norður-írska landsliðinu. Hann skoraði 9 mörk í 37 landsleikjum. George Best lést árið 2005 þegar hann var 59 ára gamall. Hann sló í gegn með liði Manchester United og var í aðalhlutverki þegar liðið vann Evrópukeppni meistaraliða 1968. Best var einn allra besti knattspyrnumaður heims þegar hann var upp á sitt besta og skoraði 137 mörk fyrir Manchester United liðið. Eftir að hann yfirgaf Old Trafford árið 1974 glímdi hann við mörg persónuleg vandamál og flakkaði mikið á milli liða þar til hann endaði ferilinn. Áfengi og villtur lífsstíll sá til þess að heimurinn fékk ekki að sjá nógu mikið frá þessum einstaka knattspyrnumanni. Enski boltinn Styttur og útilistaverk Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Sjá meira
Það er ekkert nýtt að menn séu að gagnrýna styttur sem eru gerðar af íþróttastjörnum og sú nýjasta hefur heldur ekki sloppið við gagnrýni á netinu. Cristiano Ronaldo og Diego Maradona hafa sem dæmi báðir fengið af sér styttur en það er ekki eins og þeir séu að horfa þar í spegil. Það viðist nefnilega oft vera mjög erfitt fyrir styttugerðamanninn að ná réttum svipbrigðum. Nýjast heiðursstyttan til að fá útreið á samfélagsmiðlum er ný stytta af knattspyrnugoðsögninni George Best í Belfast í Norður-Írlandi. Sumir hafa gengið svo langt að segja að styttan sé verri en sú sem Cristiano Ronaldo fékk gerða af sér á síðasta ári og þá er nú mikið sagt enda þótti hún hræðileg.‘Worse than Ronaldo’s’: George Best statue in Belfast mocked https://t.co/gxwMz97GUd — Guardian sport (@guardian_sport) May 23, 2019Einhverjir hafa líkt styttunni við White Walkers úr Game of Thrones, sumir sjá í henni bandaríska tónlistarmanninn Lionel Ritchie og enn aðrir sjá þarna Paul Scholes með klippingu frá áttunda áratugnum. George Best þótti einn kynþokkafyllsti maður heims á sínum tíma og var oft kallaður fimmti Bítillinn enda upp á sitt besta þegar Bítlaæðið var í mestum blóma. Hann er því ekki gerður mikill greiði með styttu sem þessari. Listamaðurinn Tony Currie, sem er frá Belfast, er þó ánægður með styttuna og lætur gagnrýnina sem vind um eyru þjóta.A new statue of George Best has provoked a strong reaction from fans and critics on social media. More here https://t.co/fzQRBAwRQbpic.twitter.com/pMigIadvUk — BBC Sport (@BBCSport) May 23, 2019Nýja styttan af George Best var sett upp nálægt Windsor Park leikvanginum þar sem George Best sett oft á svið sýningu með norður-írska landsliðinu. Hann skoraði 9 mörk í 37 landsleikjum. George Best lést árið 2005 þegar hann var 59 ára gamall. Hann sló í gegn með liði Manchester United og var í aðalhlutverki þegar liðið vann Evrópukeppni meistaraliða 1968. Best var einn allra besti knattspyrnumaður heims þegar hann var upp á sitt besta og skoraði 137 mörk fyrir Manchester United liðið. Eftir að hann yfirgaf Old Trafford árið 1974 glímdi hann við mörg persónuleg vandamál og flakkaði mikið á milli liða þar til hann endaði ferilinn. Áfengi og villtur lífsstíll sá til þess að heimurinn fékk ekki að sjá nógu mikið frá þessum einstaka knattspyrnumanni.
Enski boltinn Styttur og útilistaverk Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram