Breytti Klaustursmálinu í myndasögu Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. maí 2019 22:30 Þarna tekur Elísabet fyrir ummæli Bergþórs Ólasonar þingmanns Miðflokksins um Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Mynd/Elísabet Rún Myndasaga um Klaustursmálið eftir íslensku listakonuna Elísabetu Rún birtist á vefritinu The Nib í gær. Hún túlkar þar ummæli Klaustursþingmannanna, og aðrar persónur og leikendur málsins, í myndum og setur málið í samhengi við sambærilega stjórnmálaskandala úti í heimi - allt á ensku. The Nib var stofnað árið 2013 en þar birtast daglega myndasögur og greinar um málefni líðandi stundar og hefur vefurinn farið ört stækkandi síðustu ár. Elísabet stundar nám í myndasögugerð í Frakklandi og segir það mikinn heiður að fá verk sín birt á vefnum. Elísabet rekur Klaustursmálið nokkuð ítarlega í myndasögunni, sem ber titilinn „Sex stjórnmálamenn ganga inn á bar“, og í henni má sjá helstu persónur og leikendur: m.a. sex þingmenn Miðflokksins sem ræddu saman umrætt kvöld, uppljóstrarann Báru Halldórsdóttur og fyrrverandi varaþingmanninn Freyju Haraldsdóttur, sem getið er í samtölum Miðflokksmanna.Elísabet Rún stundar nám í myndasögugerð í borginni Angoulême í Frakklandi.Mynd/AðsendFannst málið eiga erindi út fyrir Ísland Elísabet segist hafa mikinn áhuga á svokallaðri myndasögublaðamennsku og hefur unnið verkefni tengd slíku í skólanum, nú síðast myndasögu um nýja loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Þennan áhuga hafi hún ákveðið að nýta í myndræna fréttaskýringu um Klaustursmálið. „Svo kom þetta mál upp í nóvember og ég, eins og flestir Íslendingar var mjög hneyksluð,“ segir Elísabet. „Ég fylgdist með og fannst eins og ég yrði að skrifa um þetta, og að þetta ætti erindi við aðra en bara Íslendinga.“ Elísabet stakk fyrst upp á umfjöllun um Klaustursmálið við ritstjóra The Nib í janúar. Þá hafi tekið við nokkuð langt ferli sem lauk svo loks með birtingu myndasögunnar á vefnum í gær. Tengdi við aðra skandala Aðspurð segist Elísabet ekki hafa orðið vör við mikil viðbrögð erlendis frá vegna myndasögunnar og umfjöllunarefnisins, enda hafi sagan bara birst í gær og þá sé ekki athugasemdakerfi á vefnum sem veiti annars innsýn inn í viðbrögð netverja. Ritstjórunum hafi þó fundist málið athyglisvert frá upphafi og lögðu til að Elísabet tengdi Klaustursupptökurnar við aðra sambærilega „skandala“. Og þar kenndi ýmissa grasa. „Í fyrsta lagi Trump, það lá beint við, upptökurnar úr Access Hollywood. Ég minnist líka á upptöku af frönskum fjármálaráðherra sem var með leynda reikninga í skattaskjóli og svo náðist upptaka af hollenskum þingmanni. Svo var líka atvik í Póllandi sem ég talaði aðeins um.“En hvað var erfiðast við að teikna og skrifa myndasöguna?„Það var eiginlega þegar ég var að lesa mér til um fleiri uppljóstranir og skandala, að sjá hvað það er mikið af slíku til, á öllum tímum frá upphafi.“ Myndasögu Elísabetar um Klaustursmálið má lesa í heild hér.Uppljóstrarinn Bára Halldórsdóttir í túlkun Elísabetar.Mynd/Elísabet rún Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Myndasaga um Klaustursmálið eftir íslensku listakonuna Elísabetu Rún birtist á vefritinu The Nib í gær. Hún túlkar þar ummæli Klaustursþingmannanna, og aðrar persónur og leikendur málsins, í myndum og setur málið í samhengi við sambærilega stjórnmálaskandala úti í heimi - allt á ensku. The Nib var stofnað árið 2013 en þar birtast daglega myndasögur og greinar um málefni líðandi stundar og hefur vefurinn farið ört stækkandi síðustu ár. Elísabet stundar nám í myndasögugerð í Frakklandi og segir það mikinn heiður að fá verk sín birt á vefnum. Elísabet rekur Klaustursmálið nokkuð ítarlega í myndasögunni, sem ber titilinn „Sex stjórnmálamenn ganga inn á bar“, og í henni má sjá helstu persónur og leikendur: m.a. sex þingmenn Miðflokksins sem ræddu saman umrætt kvöld, uppljóstrarann Báru Halldórsdóttur og fyrrverandi varaþingmanninn Freyju Haraldsdóttur, sem getið er í samtölum Miðflokksmanna.Elísabet Rún stundar nám í myndasögugerð í borginni Angoulême í Frakklandi.Mynd/AðsendFannst málið eiga erindi út fyrir Ísland Elísabet segist hafa mikinn áhuga á svokallaðri myndasögublaðamennsku og hefur unnið verkefni tengd slíku í skólanum, nú síðast myndasögu um nýja loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Þennan áhuga hafi hún ákveðið að nýta í myndræna fréttaskýringu um Klaustursmálið. „Svo kom þetta mál upp í nóvember og ég, eins og flestir Íslendingar var mjög hneyksluð,“ segir Elísabet. „Ég fylgdist með og fannst eins og ég yrði að skrifa um þetta, og að þetta ætti erindi við aðra en bara Íslendinga.“ Elísabet stakk fyrst upp á umfjöllun um Klaustursmálið við ritstjóra The Nib í janúar. Þá hafi tekið við nokkuð langt ferli sem lauk svo loks með birtingu myndasögunnar á vefnum í gær. Tengdi við aðra skandala Aðspurð segist Elísabet ekki hafa orðið vör við mikil viðbrögð erlendis frá vegna myndasögunnar og umfjöllunarefnisins, enda hafi sagan bara birst í gær og þá sé ekki athugasemdakerfi á vefnum sem veiti annars innsýn inn í viðbrögð netverja. Ritstjórunum hafi þó fundist málið athyglisvert frá upphafi og lögðu til að Elísabet tengdi Klaustursupptökurnar við aðra sambærilega „skandala“. Og þar kenndi ýmissa grasa. „Í fyrsta lagi Trump, það lá beint við, upptökurnar úr Access Hollywood. Ég minnist líka á upptöku af frönskum fjármálaráðherra sem var með leynda reikninga í skattaskjóli og svo náðist upptaka af hollenskum þingmanni. Svo var líka atvik í Póllandi sem ég talaði aðeins um.“En hvað var erfiðast við að teikna og skrifa myndasöguna?„Það var eiginlega þegar ég var að lesa mér til um fleiri uppljóstranir og skandala, að sjá hvað það er mikið af slíku til, á öllum tímum frá upphafi.“ Myndasögu Elísabetar um Klaustursmálið má lesa í heild hér.Uppljóstrarinn Bára Halldórsdóttir í túlkun Elísabetar.Mynd/Elísabet rún
Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira