Fækka ferðum í sumar vegna MAX-vélanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. maí 2019 18:38 Vél Icelandair lendir á Keflavíkurflugvelli. Vísir/vilhelm Útlit er fyrir að kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla muni vara lengur en áður hafði verið áætlað og hefur flugáætlun Icelandair verið uppfærð í samræmi við það. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair en sætaframboð félagsins mun dragast saman um 5% frá því sem áður var. Icelandair hefur nú þegar tekið þrjár leiguvélar í notkun til þess að lágmarka áhrif kyrrsetningar vélanna á farþega. Þessu til viðbótar er unnið að lokafrágangi samnings um leigu á einni Boeing 767-300 vél til viðbótar, að því er segir í tilkynningu. Vinna varðandi þessar breytingar mun hefjast á næstu dögum og munu starfsmenn Icelandair hafa samband við viðkomandi farþega. Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair segir í samtali við Vísi að einhver flug verði felld niður á tímabilinu vegna MAX-vélanna en reynt verði að finna aðrar lausnir fyrir farþega og lágmarka allt rask sem þeir kunni að verða fyrir. Þá verði einblínt á að halda áætlun á ferðum til og frá Íslandi. Sætaframboð félagsins á tímabilinu 15. júlí til 15. september dregst saman um 5% frá því sem áður var áætlað við þessar breytingar. Samt sem áður verði framboðsaukning milli ára á þessu tímabili 10%. Þá eigi 30% fleiri farþegar bókað með félaginu til Íslands á tímabilinu júní til ágúst en á sama tíma í fyrra. Þá séu fjárhagsleg áhrif kyrrsetningarinnar óviss á þessu stigi, m.a. vegna þess að ekki liggi fyrir hversu mikið af þeim kostnaði sem hlýst af kyrrsetningunni fáist bættur frá framleiðanda. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Framtíð áratugalangs samstarfs Icelandair og Boeing ræðst í haust Icelandair vinnur nú að því að endurskoða langtímaflugflotastefnu félagsins og til greina kemur að taka Airbus-vélar inn í flugflota félagsins. Forstjóri félagsins segir að engu að síður treysti Icelandair Boeing MAX-vélunum og lagði hann áherslu á áratuga samstarf Icelandair og Boeing á fjárfestakynningu fyrr í dag. 6. maí 2019 13:45 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 Segir að bregðast verði við mjög slæmri afkomu innanlandsflugs Forstjóri Icelandair segir afkomu Flugfélags Íslands mjög slæma og verið sé að skoða alvarlega hvernig geri megi reksturinn sjálfbæran. 8. maí 2019 23:00 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
Útlit er fyrir að kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla muni vara lengur en áður hafði verið áætlað og hefur flugáætlun Icelandair verið uppfærð í samræmi við það. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair en sætaframboð félagsins mun dragast saman um 5% frá því sem áður var. Icelandair hefur nú þegar tekið þrjár leiguvélar í notkun til þess að lágmarka áhrif kyrrsetningar vélanna á farþega. Þessu til viðbótar er unnið að lokafrágangi samnings um leigu á einni Boeing 767-300 vél til viðbótar, að því er segir í tilkynningu. Vinna varðandi þessar breytingar mun hefjast á næstu dögum og munu starfsmenn Icelandair hafa samband við viðkomandi farþega. Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair segir í samtali við Vísi að einhver flug verði felld niður á tímabilinu vegna MAX-vélanna en reynt verði að finna aðrar lausnir fyrir farþega og lágmarka allt rask sem þeir kunni að verða fyrir. Þá verði einblínt á að halda áætlun á ferðum til og frá Íslandi. Sætaframboð félagsins á tímabilinu 15. júlí til 15. september dregst saman um 5% frá því sem áður var áætlað við þessar breytingar. Samt sem áður verði framboðsaukning milli ára á þessu tímabili 10%. Þá eigi 30% fleiri farþegar bókað með félaginu til Íslands á tímabilinu júní til ágúst en á sama tíma í fyrra. Þá séu fjárhagsleg áhrif kyrrsetningarinnar óviss á þessu stigi, m.a. vegna þess að ekki liggi fyrir hversu mikið af þeim kostnaði sem hlýst af kyrrsetningunni fáist bættur frá framleiðanda.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Framtíð áratugalangs samstarfs Icelandair og Boeing ræðst í haust Icelandair vinnur nú að því að endurskoða langtímaflugflotastefnu félagsins og til greina kemur að taka Airbus-vélar inn í flugflota félagsins. Forstjóri félagsins segir að engu að síður treysti Icelandair Boeing MAX-vélunum og lagði hann áherslu á áratuga samstarf Icelandair og Boeing á fjárfestakynningu fyrr í dag. 6. maí 2019 13:45 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 Segir að bregðast verði við mjög slæmri afkomu innanlandsflugs Forstjóri Icelandair segir afkomu Flugfélags Íslands mjög slæma og verið sé að skoða alvarlega hvernig geri megi reksturinn sjálfbæran. 8. maí 2019 23:00 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
Framtíð áratugalangs samstarfs Icelandair og Boeing ræðst í haust Icelandair vinnur nú að því að endurskoða langtímaflugflotastefnu félagsins og til greina kemur að taka Airbus-vélar inn í flugflota félagsins. Forstjóri félagsins segir að engu að síður treysti Icelandair Boeing MAX-vélunum og lagði hann áherslu á áratuga samstarf Icelandair og Boeing á fjárfestakynningu fyrr í dag. 6. maí 2019 13:45
Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00
Segir að bregðast verði við mjög slæmri afkomu innanlandsflugs Forstjóri Icelandair segir afkomu Flugfélags Íslands mjög slæma og verið sé að skoða alvarlega hvernig geri megi reksturinn sjálfbæran. 8. maí 2019 23:00
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent