Verðlauna fyrir framúrskarandi plastlausa lausn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2019 14:30 Viðurkenningin heitir Bláskelin. Stjórnarráðið Umhverfisstofnun óskar eftir tilnefningum til nýrrar viðurkenningar sem hlotið hefur heitið Bláskelin. Viðurkenningin verður veitt fyrirtæki, stofnun, einstaklingi eða öðrum fyrir framúrskarandi lausnir sem stuðla að minni plastnotkun og plastúrgangi í samfélaginu. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Viðurkenningin er hluti af aðgerðum umhverfis- og auðlindaráðherra til að draga úr neikvæðum áhrifum plastnotkunar. Henni er ætlað að draga fram það sem vel er gert og hvetja til nýsköpunar. Sérstök úthlutunarnefnd velur viðurkenningarhafa en hana skipa fulltrúar frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samtökum atvinnulífsins, Plastlausum september og Umhverfisstofnun. Umhverfis- og auðlindaráðherra fékk í lok síðasta árs afhentar tillögur frá samráðsvettvangi sem hann skipaði um plastmálefni og voru viðurkenningar fyrir framúrskarandi plastlausar lausnir þar á meðal. Af öðrum tillögum sem þegar hafa komið til framkvæmda má nefna átaksverkefni Umhverfisstofnunar til að auka meðvitund fólks um að draga úr notkun á einnota plastvörum og lög sem banna plastburðarpoka í verslunum frá og með 1. jan 2021. „Plast í hafi er víðtækt vandamál og örplast hefur greinst í æ fleiri lífverum, þar á meðal bláskel. Með viðurkenningunni Bláskelinni berjumst við gegn plastmengun, höldum á lofti því sem vel er gert og hvetjum til nýsköpunar og frumlegra lausna – án plasts,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Meðvitund fólks um plastvandann hefur aukist mjög á skömmum tíma. Það er ótrúleg gróska í samfélaginu og fullt af flottum lausnum þarna úti. Að virkja þennan kraft er mjög mikilvægt.“ Óskað er eftir því að stutt greinargerð fylgi með tilnefningunum fyrir Bláskelina. Fyrirtæki, einstaklingar og stofnanir geta hvort heldur tilnefnt sig sjálf eða verið tilnefnd af öðrum. Við val á verðlaunahafa er horft til eftirfarandi þátta: •nýsköpunargildis viðkomandi lausnar •dregur lausnin úr myndun úrgangs •hvert er almennt framlag lausnarinnar til umhverfismála •hvaða plastvöru er verið að komast hjá með lausninni •hefur lausnin möguleika á að komast í almenna notkun Tillögur skulu berast Umhverfisstofnun eigi síðar en 1. júlí næstkomandi, merktar „Tilnefning: Bláskelin“ á netfangið ust@ust.is eða með pósti til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. Umhverfis- og auðlindaráðherra mun veita viðurkenninguna þann 1. september 2019, á opnunarhátíð árvekniátaksins Plastlaus september. Umhverfismál Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Umhverfisstofnun óskar eftir tilnefningum til nýrrar viðurkenningar sem hlotið hefur heitið Bláskelin. Viðurkenningin verður veitt fyrirtæki, stofnun, einstaklingi eða öðrum fyrir framúrskarandi lausnir sem stuðla að minni plastnotkun og plastúrgangi í samfélaginu. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Viðurkenningin er hluti af aðgerðum umhverfis- og auðlindaráðherra til að draga úr neikvæðum áhrifum plastnotkunar. Henni er ætlað að draga fram það sem vel er gert og hvetja til nýsköpunar. Sérstök úthlutunarnefnd velur viðurkenningarhafa en hana skipa fulltrúar frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samtökum atvinnulífsins, Plastlausum september og Umhverfisstofnun. Umhverfis- og auðlindaráðherra fékk í lok síðasta árs afhentar tillögur frá samráðsvettvangi sem hann skipaði um plastmálefni og voru viðurkenningar fyrir framúrskarandi plastlausar lausnir þar á meðal. Af öðrum tillögum sem þegar hafa komið til framkvæmda má nefna átaksverkefni Umhverfisstofnunar til að auka meðvitund fólks um að draga úr notkun á einnota plastvörum og lög sem banna plastburðarpoka í verslunum frá og með 1. jan 2021. „Plast í hafi er víðtækt vandamál og örplast hefur greinst í æ fleiri lífverum, þar á meðal bláskel. Með viðurkenningunni Bláskelinni berjumst við gegn plastmengun, höldum á lofti því sem vel er gert og hvetjum til nýsköpunar og frumlegra lausna – án plasts,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Meðvitund fólks um plastvandann hefur aukist mjög á skömmum tíma. Það er ótrúleg gróska í samfélaginu og fullt af flottum lausnum þarna úti. Að virkja þennan kraft er mjög mikilvægt.“ Óskað er eftir því að stutt greinargerð fylgi með tilnefningunum fyrir Bláskelina. Fyrirtæki, einstaklingar og stofnanir geta hvort heldur tilnefnt sig sjálf eða verið tilnefnd af öðrum. Við val á verðlaunahafa er horft til eftirfarandi þátta: •nýsköpunargildis viðkomandi lausnar •dregur lausnin úr myndun úrgangs •hvert er almennt framlag lausnarinnar til umhverfismála •hvaða plastvöru er verið að komast hjá með lausninni •hefur lausnin möguleika á að komast í almenna notkun Tillögur skulu berast Umhverfisstofnun eigi síðar en 1. júlí næstkomandi, merktar „Tilnefning: Bláskelin“ á netfangið ust@ust.is eða með pósti til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. Umhverfis- og auðlindaráðherra mun veita viðurkenninguna þann 1. september 2019, á opnunarhátíð árvekniátaksins Plastlaus september.
Umhverfismál Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira