Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Kristján Már Unnarsson skrifar 23. maí 2019 13:15 Þristurinn Betsy's Biscuit Bomber er meðal þeirra sem lenda í Reykjavík síðdegis. Mynd/D-Day Squadron. Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21 í kvöld norðan við Loftleiðahótelið.Uppfært kl. 17.00. Staðfestir lendingartímar fimm véla: Kl. 15.30, kl. 16.35, kl. 16.40, kl. 17.35 og kl. 18.06. Flugvélarnar í þessum hópi bera gæluheitin Betsy’s Biscuit Bomber, Virginia Ann, Pan Am, Flabob Express og D-Day Doll. Rétt eins og þristarnir í fyrsta hópnum, sem kom í byrjun vikunar, eiga þessir það flestir sammerkt að eiga áhugaverða og jafnvel ævintýralega rekstrarsögu frá stríðsárunum.Þristurinn Flabob Express.Mynd/D-Day Squadron.Sem dæmi má nefna þristinn sem kallast Flabob Express en hann var í þjónustu breska flughersins í stríðinu. Eitt hlutverk hans var að fljúga með æðstu ráðamenn Bretlands, þar á meðal sjálfan Winston Churchill og meðlimi bresku konungsfjölskyldunnar. Fullyrt er að í gömlum flugdagbókum vélarinnar séu nöfn bæði Churchills og Margrétar prinsessu skráð á farþegalista. Annað dæmi er þristurinn sem nú kallast Pan Am, með skrásetningarnúmer N877MG. Í síðari heimsstyrjöld þjónaði hann mikilvægri flutningaleið Bandaríkjahers milli Indlands og Kína sem nefndist „over the Hump“ og lá yfir Himalaya-fjöllin. Eftir stríð komst hann í eigu Pan Am-flugfélagsins, sem nýtti hann mest á örstuttri flugleið milli Hong Kong og borgarinnar Guangzhou, eða Canton, á meginlandi Kína.Sögufrægasta flugvélin, „That's All, Brother", sú sem leiddi innrásina í Normandí, flaug frá Reykjavík til Bretlands í gær.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þeim sem undrast hversvegna margir flugáhugamenn hafa tekið sérstöku ástfóstri við þessa flugvélartegund er bent á að skoða þessa frétt, sem sýnd var á Stöð 2 fyrir tveimur árum: Fréttir af flugi Tengdar fréttir Saga sumra þristanna gæti verið atriði úr spennumynd Flug gömlu stríðsvélanna um Reykjavíkurflugvöll gæti náð hápunkti á morgun. Vonast er til að meirihluti þeirra átta þrista, sem enn eru ókomnir, komist til Íslands á morgun. 22. maí 2019 23:00 Fólk langar mikið að fljúga með þristinum Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. 27. júní 2014 19:45 Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21 í kvöld norðan við Loftleiðahótelið.Uppfært kl. 17.00. Staðfestir lendingartímar fimm véla: Kl. 15.30, kl. 16.35, kl. 16.40, kl. 17.35 og kl. 18.06. Flugvélarnar í þessum hópi bera gæluheitin Betsy’s Biscuit Bomber, Virginia Ann, Pan Am, Flabob Express og D-Day Doll. Rétt eins og þristarnir í fyrsta hópnum, sem kom í byrjun vikunar, eiga þessir það flestir sammerkt að eiga áhugaverða og jafnvel ævintýralega rekstrarsögu frá stríðsárunum.Þristurinn Flabob Express.Mynd/D-Day Squadron.Sem dæmi má nefna þristinn sem kallast Flabob Express en hann var í þjónustu breska flughersins í stríðinu. Eitt hlutverk hans var að fljúga með æðstu ráðamenn Bretlands, þar á meðal sjálfan Winston Churchill og meðlimi bresku konungsfjölskyldunnar. Fullyrt er að í gömlum flugdagbókum vélarinnar séu nöfn bæði Churchills og Margrétar prinsessu skráð á farþegalista. Annað dæmi er þristurinn sem nú kallast Pan Am, með skrásetningarnúmer N877MG. Í síðari heimsstyrjöld þjónaði hann mikilvægri flutningaleið Bandaríkjahers milli Indlands og Kína sem nefndist „over the Hump“ og lá yfir Himalaya-fjöllin. Eftir stríð komst hann í eigu Pan Am-flugfélagsins, sem nýtti hann mest á örstuttri flugleið milli Hong Kong og borgarinnar Guangzhou, eða Canton, á meginlandi Kína.Sögufrægasta flugvélin, „That's All, Brother", sú sem leiddi innrásina í Normandí, flaug frá Reykjavík til Bretlands í gær.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þeim sem undrast hversvegna margir flugáhugamenn hafa tekið sérstöku ástfóstri við þessa flugvélartegund er bent á að skoða þessa frétt, sem sýnd var á Stöð 2 fyrir tveimur árum:
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Saga sumra þristanna gæti verið atriði úr spennumynd Flug gömlu stríðsvélanna um Reykjavíkurflugvöll gæti náð hápunkti á morgun. Vonast er til að meirihluti þeirra átta þrista, sem enn eru ókomnir, komist til Íslands á morgun. 22. maí 2019 23:00 Fólk langar mikið að fljúga með þristinum Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. 27. júní 2014 19:45 Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Saga sumra þristanna gæti verið atriði úr spennumynd Flug gömlu stríðsvélanna um Reykjavíkurflugvöll gæti náð hápunkti á morgun. Vonast er til að meirihluti þeirra átta þrista, sem enn eru ókomnir, komist til Íslands á morgun. 22. maí 2019 23:00
Fólk langar mikið að fljúga með þristinum Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. 27. júní 2014 19:45
Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15