Nær einhver að stöðva sigurgöngu heimsmeistarans í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2019 14:00 Michael van Gerwen og Daryl Gurney með bikarinn sem keppt verður um í kvöld. Þeir mætast í fyrri undanúrslitaviðureigninni. Mynd/PDC Úrslitin ráðast í kvöld í úrvalsdeildinni í pílu þegar undanúrslitin og úrslitaleikurinn fara fram í O2 höllinni í London. Hægt verður að fylgjast með veislunni í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 18.00 að íslenskum tíma. Hollendingurinn og heimsmeistarinn Michael van Gerwen hefur titil að verja en hann hefur unnið úrvalsdeildina þrjú ár í röð og í fimm skipti alls.Today is the day... We can't wait for the @Unibet Premier League Play-Offs to get underway tonight! pic.twitter.com/2P0HzAHbQz — PDC Darts (@OfficialPDC) May 23, 2019Mótherji Michael van Gerwen í undanúrslitunum í kvöld er aftur á móti pílari sem var með tak á heimsmeistaranum í deildarkeppninni. Norður-Írinn Daryl Gurney vann nefnilega báða innbyrðis leiki þeirra á tímabilinu. Viðureign þeirra er fyrri undanúrslitaleikur kvöldsins. „Daryl spilaði mjög vel í síðustu tvö skipti sem við höfum mæst en ég hef alltaf trú á sjálfum mér,“ sagði Michael van Gerwen. „Þetta er lengra keppnisfyrirkomulag en ég verð að spila vel. Það er allt annað að spila upp í tíu og pressan verður á hans herðum,“ sagði Van Gerwen. Í undanúrslitunum þarf að vinna tíu hrinur til að komast áfram og svo þarf að vinna ellefu til að vinna úrslitaleikinn. Í allir deildarkeppninni var nóg að vinna sjö hrinur. „Það væri stórkostlegt að vinna úrvalsdeildina í fimmta sinn og úrslitakvöldið er alltaf mjög sérstakt kvöld. Við erum búnir að spila í sextán vikur og nú er þetta upp á líf eða dauða. Það er allt eða ekkert. Ég verð að passa upp á það að mæta einbeittur til leiks því þetta skiptir mig miklu máli,“ sagði Van Gerwen.Hear from reigning champion Michael van Gerwen ahead of his bid for a fifth @Unibet Premier League title... pic.twitter.com/SD9LGOWAdK — PDC Darts (@OfficialPDC) May 22, 2019 Daryl Gurney er númer þrjú á heimslistanum og því erfiður andstæðingur fyrir heimsmeistarann. „Ég er mjög ánægður með að komast alla leið í O2 höllina. Þarna er draumur að rætast og allt mögulegt,“ sagði Daryl Gurney. „Það eru líklega minnstu líkurnar á því að ég vinni af þessum fjórum sem eru eftir en það truflar mig ekki að vera í þeirri stöðu því ég veit hvað ég get,“ sagði Daryl Gurney. „Þegar pressan er mest á mér þá spila ég vanalega best. Ég fer upp á annað stig þegar ég bæti bestu pílurum í heimi og ég mun reyna að endurtaka það í London,“ sagði Gurney. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast þeir Rob Cross og James Wade. James Wade vann 8-6 þegar þeir mættust í síðustu viku og kom um leið í veg fyrir að Cross yrði efstu í deildarkeppninni. Wade hefur ekki komist í úrslitakeppnina í sex ár. „Það er langt síðan að ég hef verið í úrslitunum en ég er búinn að spila svo lengi sem atvinnumaður að pressan ætti ekki að trufla mig,“ sagði James Wade.He's back in the Play-Offs for the first time in six years... Hear from James Wade as he prepares to walk away with the @Unibet Premier League title for a second time pic.twitter.com/N0QxQM5DTp — PDC Darts (@OfficialPDC) May 23, 2019„Ég býst við því að komast í úrslitaleikinn og það væri líka gaman að vinna hann. Leikurinn á móti Rob í síðustu viku segir ekkert. Það var ekki leikur upp á líf eða dauða en ég hafði af honum 25 þúsund pund sem ætti að vera bensín fyrir hann. Ég verð tilbúinn,“ sagði Wade. Rob Cross tapaði í undanúrslitunum á móti Michael van Gerwen í fyrra. Pílukast Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Sjá meira
Úrslitin ráðast í kvöld í úrvalsdeildinni í pílu þegar undanúrslitin og úrslitaleikurinn fara fram í O2 höllinni í London. Hægt verður að fylgjast með veislunni í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 18.00 að íslenskum tíma. Hollendingurinn og heimsmeistarinn Michael van Gerwen hefur titil að verja en hann hefur unnið úrvalsdeildina þrjú ár í röð og í fimm skipti alls.Today is the day... We can't wait for the @Unibet Premier League Play-Offs to get underway tonight! pic.twitter.com/2P0HzAHbQz — PDC Darts (@OfficialPDC) May 23, 2019Mótherji Michael van Gerwen í undanúrslitunum í kvöld er aftur á móti pílari sem var með tak á heimsmeistaranum í deildarkeppninni. Norður-Írinn Daryl Gurney vann nefnilega báða innbyrðis leiki þeirra á tímabilinu. Viðureign þeirra er fyrri undanúrslitaleikur kvöldsins. „Daryl spilaði mjög vel í síðustu tvö skipti sem við höfum mæst en ég hef alltaf trú á sjálfum mér,“ sagði Michael van Gerwen. „Þetta er lengra keppnisfyrirkomulag en ég verð að spila vel. Það er allt annað að spila upp í tíu og pressan verður á hans herðum,“ sagði Van Gerwen. Í undanúrslitunum þarf að vinna tíu hrinur til að komast áfram og svo þarf að vinna ellefu til að vinna úrslitaleikinn. Í allir deildarkeppninni var nóg að vinna sjö hrinur. „Það væri stórkostlegt að vinna úrvalsdeildina í fimmta sinn og úrslitakvöldið er alltaf mjög sérstakt kvöld. Við erum búnir að spila í sextán vikur og nú er þetta upp á líf eða dauða. Það er allt eða ekkert. Ég verð að passa upp á það að mæta einbeittur til leiks því þetta skiptir mig miklu máli,“ sagði Van Gerwen.Hear from reigning champion Michael van Gerwen ahead of his bid for a fifth @Unibet Premier League title... pic.twitter.com/SD9LGOWAdK — PDC Darts (@OfficialPDC) May 22, 2019 Daryl Gurney er númer þrjú á heimslistanum og því erfiður andstæðingur fyrir heimsmeistarann. „Ég er mjög ánægður með að komast alla leið í O2 höllina. Þarna er draumur að rætast og allt mögulegt,“ sagði Daryl Gurney. „Það eru líklega minnstu líkurnar á því að ég vinni af þessum fjórum sem eru eftir en það truflar mig ekki að vera í þeirri stöðu því ég veit hvað ég get,“ sagði Daryl Gurney. „Þegar pressan er mest á mér þá spila ég vanalega best. Ég fer upp á annað stig þegar ég bæti bestu pílurum í heimi og ég mun reyna að endurtaka það í London,“ sagði Gurney. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast þeir Rob Cross og James Wade. James Wade vann 8-6 þegar þeir mættust í síðustu viku og kom um leið í veg fyrir að Cross yrði efstu í deildarkeppninni. Wade hefur ekki komist í úrslitakeppnina í sex ár. „Það er langt síðan að ég hef verið í úrslitunum en ég er búinn að spila svo lengi sem atvinnumaður að pressan ætti ekki að trufla mig,“ sagði James Wade.He's back in the Play-Offs for the first time in six years... Hear from James Wade as he prepares to walk away with the @Unibet Premier League title for a second time pic.twitter.com/N0QxQM5DTp — PDC Darts (@OfficialPDC) May 23, 2019„Ég býst við því að komast í úrslitaleikinn og það væri líka gaman að vinna hann. Leikurinn á móti Rob í síðustu viku segir ekkert. Það var ekki leikur upp á líf eða dauða en ég hafði af honum 25 þúsund pund sem ætti að vera bensín fyrir hann. Ég verð tilbúinn,“ sagði Wade. Rob Cross tapaði í undanúrslitunum á móti Michael van Gerwen í fyrra.
Pílukast Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Sjá meira