Hellir sér yfir Miðflokkinn: Földu peninga í Panama, lugu að þjóðinni og opinberuðu mannfyrirlitningu á Klausturbar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2019 10:11 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/vilhelm Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir ofsóknarkennd eiga sér ýmsar birtingarmyndir. Tímabært sé að Miðflokkurinn komi hreint fram og segi að þeir vilja hætta öllu samstarfi við hættulega útlendinga, hætta í EFTA og segja sig frá EES samningnum. „Því það er nákvæmlega það sem þeirra málflutningur ber með sér, þegar nánar er að gáð.“ Silja tjáir sig á Facebook en þingmenn Miðflokks, þar sem í brúnni eru fyrrverandi lykilmenn innan Framsóknarflokksins, hafa haldið uppi málþófi undanfarið í umræðu um þriðja orkupakkann. Þingfundur er á dagskrá klukkan 15:30 í dag þar sem áfram stendur til að ræða þriðja orkupakkann. Aðeins þingmenn Miðflokks eru á mælendaskrá. Orð Silju Daggar skýra ágætlega þá gjá sem virðist vera á milli Miðflokksins og Framsóknarflokksins. Formaður Miðflokksins er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og formaður þingflokksins er Gunnar Bragi Sveinsson. Sigmundur var forsætisráðherra og Gunnar Bragi utanríkisráðherra í ríkisstjórnarsamstarfi Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins áður en upp úr sauð innan Framsóknar. „Ætli það sé óhætt að vera áfram í norrænu samstarfi að þeirra mati? Gæti verið að hættuleg erlend öfl, mögulega sôsíaldemókratísk, gætu leitt þjóðina í glötun...“ veltir Silja Dögg upp í kaldhæðnistón. „Sorglega fyndið, og eiginlega kaldhæðnislegt, að flokkur sem telur sig fylgja sterkum, kjarkmiklum foringja, sé svona skíthræddur við erlent samstarf. Að trúa því að menn bíði í röðum að hrifsa eitthvað af okkur. Að engu sé treystandi, síst af öllu samstarfsþjóðum okkar til áratuga.“ Svo verði þetta sama fólk sármóðgað ef minnst sé á „einangrunarhyggju“. Silja Dögg veltir fyrir sér hvort ekki kveikni einhverjar viðvörunarbjöllur hjá fólki þegar það hlusti á málflutning Miðflokksmanna. „Miðflokkurinn er eini flokkurinn sem talar með þessum hætti í orkupakkamálinu. Í þeim þingflokki er fólk sem faldi peninga í Panama, laug ítrekað að þjóðinni, fólk sem mætti ekki til vinnu í heilt ár og þáði samt laun fyrir og fólk sem afhjúpaði mannfyrirlitningu sína á Klausturbar fyrir stuttu síðan. Segir það ekki eitthvað um trúverðleika þeirra málflutnings?“ Alþingi Upptökur á Klaustur bar Þriðji orkupakkinn Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Sjá meira
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir ofsóknarkennd eiga sér ýmsar birtingarmyndir. Tímabært sé að Miðflokkurinn komi hreint fram og segi að þeir vilja hætta öllu samstarfi við hættulega útlendinga, hætta í EFTA og segja sig frá EES samningnum. „Því það er nákvæmlega það sem þeirra málflutningur ber með sér, þegar nánar er að gáð.“ Silja tjáir sig á Facebook en þingmenn Miðflokks, þar sem í brúnni eru fyrrverandi lykilmenn innan Framsóknarflokksins, hafa haldið uppi málþófi undanfarið í umræðu um þriðja orkupakkann. Þingfundur er á dagskrá klukkan 15:30 í dag þar sem áfram stendur til að ræða þriðja orkupakkann. Aðeins þingmenn Miðflokks eru á mælendaskrá. Orð Silju Daggar skýra ágætlega þá gjá sem virðist vera á milli Miðflokksins og Framsóknarflokksins. Formaður Miðflokksins er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og formaður þingflokksins er Gunnar Bragi Sveinsson. Sigmundur var forsætisráðherra og Gunnar Bragi utanríkisráðherra í ríkisstjórnarsamstarfi Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins áður en upp úr sauð innan Framsóknar. „Ætli það sé óhætt að vera áfram í norrænu samstarfi að þeirra mati? Gæti verið að hættuleg erlend öfl, mögulega sôsíaldemókratísk, gætu leitt þjóðina í glötun...“ veltir Silja Dögg upp í kaldhæðnistón. „Sorglega fyndið, og eiginlega kaldhæðnislegt, að flokkur sem telur sig fylgja sterkum, kjarkmiklum foringja, sé svona skíthræddur við erlent samstarf. Að trúa því að menn bíði í röðum að hrifsa eitthvað af okkur. Að engu sé treystandi, síst af öllu samstarfsþjóðum okkar til áratuga.“ Svo verði þetta sama fólk sármóðgað ef minnst sé á „einangrunarhyggju“. Silja Dögg veltir fyrir sér hvort ekki kveikni einhverjar viðvörunarbjöllur hjá fólki þegar það hlusti á málflutning Miðflokksmanna. „Miðflokkurinn er eini flokkurinn sem talar með þessum hætti í orkupakkamálinu. Í þeim þingflokki er fólk sem faldi peninga í Panama, laug ítrekað að þjóðinni, fólk sem mætti ekki til vinnu í heilt ár og þáði samt laun fyrir og fólk sem afhjúpaði mannfyrirlitningu sína á Klausturbar fyrir stuttu síðan. Segir það ekki eitthvað um trúverðleika þeirra málflutnings?“
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Þriðji orkupakkinn Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Sjá meira