„Sögðu við mig að ég liti út eins og ég hefði gleypt fíl“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2019 09:00 Katelyn Ohashi í æfingu á gófli þar sem hún hefur svo oft fengið tíu í einkunn. Getty/Katharine Lotze Fimleikakonan Katelyn Ohashi sló óvænt í gegn á heimsvísu þegar myndband af gólfæfingum hennar fóru á flug á netmiðlum í janúar síðastliðnum. Það hrifust allir af þessari lífsglöðu og hæfileikaríku fimleikakonu. Það var hins vegar ekki allt sem sýnist. Katelyn Ohashi hafði gengið í gegnum mjög erfiða tíma með miklu mótlæti. Hún sagði breska ríkisútvarpinu sögu sína sem dæmi um andlega erfiðleika sem íþróttafólk þarf að komast í gegnum og reyna að sigrast á. Gólfæfingar Katelyn Ohashi voru fullkomnar enda fékk hún fyrir þær 10.0 eða fullt hús. Hún dansaði sig í gegnum æfingarnar og gerði þær um leið miklu skemmtilegri en þessar hefðbundnu gólfæfingar. Allur heimurinn hreifst líka af henni og tugir milljónir horfðu á þetta magnaða myndband sem má sjá hér fyrir neðan.A isn't enough for this floor routine by @katelyn_ohashi. pic.twitter.com/pqUzl7AlUA — UCLA Gymnastics (@uclagymnastics) January 13, 2019En aftur af sögu Katelyn Ohashi sem var þyrnum stráð. Hún þótti mjög efnileg fimleikakona þegar hún var yngri. Frammistaða hennar á American Cup árið 2013 var sönnun á því en hún vann þá meðal annars Simone Biles. Simone Biles er fjórfaldur Ólympíumeistari í dag. Bakmeiðsli eyðilögðu draum Katelyn Ohashi um að komast í fremstu röð. Hún þurfti að hætta í fimleikum um tíma en þegar hún kom til baka þá fékk hún skólastyrk hjá The University of California, UCLA. Katelyn Ohashi komst aftur út á gólfið og keppti fyrir UCLA. Frammistaða hennar í janúar gerði hana síðan heimsfræga. Það tók hana aftur á móti mörg ár að yfirvinna áfallið og fólkið í kringum hana í fimleikasalnum var ekki að hjálpa með klaufalegum og gagnrýnum athugasemdum sem flestar snérust um útlit hennar og þyngd."I was told I didn't look like a gymnast. I was told I looked like I'd swallowed an elephant, or looked like a pig." Remember this 'perfect 10' routine that went viral? Katelyn Ohashi has opened up about her experience of bodyshaming. Well said, Katelyn! #ChangeTheGamepic.twitter.com/THdfR5Mfyj — BBC Sport (@BBCSport) May 23, 2019„Mér var sagt að ég liti ekki út eins og fimleikakona. Þau sögðu við mig að ég liti út eins og ég hefði gleypt fíl eða að ég liti út eins og svín,“ sagði Katelyn Ohashi við blaðamann BBC. „Ég var að reyna að komast í gegnum sársaukann og grét undan honum við nánast við hverja hreyfingu. Þjálfarinn var ósáttur við það að ég hefði bætt á mig kílóum og kenndi því um sársaukann,“ sagði Ohashi. „Sem fimleikakonur þá eru líkamar okkar stanslaust í sviðsljósinu í þessum litla keppnisgalla. Mér fannst svo óþægilegt að horfa í spegil. Mér leið illa að ganga inn í fimleikasalinn og fannst allir vera að horfa á mig. Ég þoldi ekki að láta taka myndir af mér. Ég hataði allt við mig sjálfa,“ sagði Ohashi. „Það var meira að segja erfitt að vera heima. Mamma er mjög grönn og súper heilbrigð. Hún sagði kannski: Fórum í sund. Ég svaraði henni: Ég er ekki að fara í sundbol fyrir framan þig,“ rifjaði Ohashi upp. Það má lesa meira af viðtalinu við Katelyn Ohashi með því að smella hér.Getty/Katharine Lotze Fimleikar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Sjá meira
Fimleikakonan Katelyn Ohashi sló óvænt í gegn á heimsvísu þegar myndband af gólfæfingum hennar fóru á flug á netmiðlum í janúar síðastliðnum. Það hrifust allir af þessari lífsglöðu og hæfileikaríku fimleikakonu. Það var hins vegar ekki allt sem sýnist. Katelyn Ohashi hafði gengið í gegnum mjög erfiða tíma með miklu mótlæti. Hún sagði breska ríkisútvarpinu sögu sína sem dæmi um andlega erfiðleika sem íþróttafólk þarf að komast í gegnum og reyna að sigrast á. Gólfæfingar Katelyn Ohashi voru fullkomnar enda fékk hún fyrir þær 10.0 eða fullt hús. Hún dansaði sig í gegnum æfingarnar og gerði þær um leið miklu skemmtilegri en þessar hefðbundnu gólfæfingar. Allur heimurinn hreifst líka af henni og tugir milljónir horfðu á þetta magnaða myndband sem má sjá hér fyrir neðan.A isn't enough for this floor routine by @katelyn_ohashi. pic.twitter.com/pqUzl7AlUA — UCLA Gymnastics (@uclagymnastics) January 13, 2019En aftur af sögu Katelyn Ohashi sem var þyrnum stráð. Hún þótti mjög efnileg fimleikakona þegar hún var yngri. Frammistaða hennar á American Cup árið 2013 var sönnun á því en hún vann þá meðal annars Simone Biles. Simone Biles er fjórfaldur Ólympíumeistari í dag. Bakmeiðsli eyðilögðu draum Katelyn Ohashi um að komast í fremstu röð. Hún þurfti að hætta í fimleikum um tíma en þegar hún kom til baka þá fékk hún skólastyrk hjá The University of California, UCLA. Katelyn Ohashi komst aftur út á gólfið og keppti fyrir UCLA. Frammistaða hennar í janúar gerði hana síðan heimsfræga. Það tók hana aftur á móti mörg ár að yfirvinna áfallið og fólkið í kringum hana í fimleikasalnum var ekki að hjálpa með klaufalegum og gagnrýnum athugasemdum sem flestar snérust um útlit hennar og þyngd."I was told I didn't look like a gymnast. I was told I looked like I'd swallowed an elephant, or looked like a pig." Remember this 'perfect 10' routine that went viral? Katelyn Ohashi has opened up about her experience of bodyshaming. Well said, Katelyn! #ChangeTheGamepic.twitter.com/THdfR5Mfyj — BBC Sport (@BBCSport) May 23, 2019„Mér var sagt að ég liti ekki út eins og fimleikakona. Þau sögðu við mig að ég liti út eins og ég hefði gleypt fíl eða að ég liti út eins og svín,“ sagði Katelyn Ohashi við blaðamann BBC. „Ég var að reyna að komast í gegnum sársaukann og grét undan honum við nánast við hverja hreyfingu. Þjálfarinn var ósáttur við það að ég hefði bætt á mig kílóum og kenndi því um sársaukann,“ sagði Ohashi. „Sem fimleikakonur þá eru líkamar okkar stanslaust í sviðsljósinu í þessum litla keppnisgalla. Mér fannst svo óþægilegt að horfa í spegil. Mér leið illa að ganga inn í fimleikasalinn og fannst allir vera að horfa á mig. Ég þoldi ekki að láta taka myndir af mér. Ég hataði allt við mig sjálfa,“ sagði Ohashi. „Það var meira að segja erfitt að vera heima. Mamma er mjög grönn og súper heilbrigð. Hún sagði kannski: Fórum í sund. Ég svaraði henni: Ég er ekki að fara í sundbol fyrir framan þig,“ rifjaði Ohashi upp. Það má lesa meira af viðtalinu við Katelyn Ohashi með því að smella hér.Getty/Katharine Lotze
Fimleikar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti