Evrópuþingskosningarnar: Stærstu lýðræðislegu alþjóðakosningar í heiminum Michael Mann skrifar 23. maí 2019 07:15 Í dag og næstu daga, 23.-26. maí, ganga hundruð milljóna Evrópubúa til kosninga og kjósa sér nýtt þing. Kjósendur allstaðar að úr Evrópusambandinu munu vega og meta frambjóðendur og stefnuskrár þeirra er þeir ganga að kjörborðinu og kjósa fulltrúa til að móta framtíð meginlandsins og hlutverk Evrópusambandsins í heiminum til margra ára. Evrópusambandið er einstakt verkefni sem byggir á friðsamlegri samvinnu landa sem trúa því að sameinuð standi þau sterkari að vígi. Þegar kemur að alþjóðlegum viðskiptasamningum, baráttunni gegn loftlagsbreytingum, og því að takast á við fólksflutninga eru ESB-löndin margfalt sterkari þegar þau deila fullveldi sínu og vinna saman. Þessi mikla lýðræðishátíð sýnir að andstæðingar sambandsins hafa rangt fyrir sér þegar þeir halda því fram að Evrópusambandið sé ólýðræðislegt og að borgarar þess hafi engin áhrif. Evrópuþingið er kjörið í beinni kosningu. Það ræðir löggjöf ESB, breytir henni og samþykkir síðan, ásamt með ráðherraráðinu, sem skipað er lýðræðislega kjörnum ráðherrum frá aðildarlöndunum 28. Þess má geta að kosningarnar skipta líka máli fyrir Ísland. Sem aðili að Evrópska efnahagssvæðinu innleiðir Ísland lög sem samþykkt eru á Evrópuþinginu.ESB vinsælla en áður Nú í aðdraganda kosninganna 2019 eru margir sem vilja grafa undan því sem Evrópusambandið hefur áorkað til þessa og jafnvel eyðileggja það. Til allrar hamingju þá eru slíkar skoðanir á öndverðum meiði við álit flestra, samkvæmt nýlegum skoðanakönnunum sem sýna vaxandi stuðning við Evrópusambandið. Nýjasta Eurobarometer skoðanakönnunin sem gerð var fyrir Evrópuþingið sýndi að 62% ríkisborgara telja að Evrópusambandsaðild lands síns hafi verið til góðs, og tveir af hverjum þremur (68%) eru sannfærðir um að land þeirra hafi notið góðs af því að vera aðili að Evrópusambandinu. Þetta er besta einkunn sem ESB hefur fengið frá því 1983. Um 66% aðspurðra myndu kjósa með því að landið þeirra yrði áfram aðili að Evrópusambandinu sem og meirihluti fólks í öllum aðildarríkjum ESB. Aðeins 17% myndu íhuga að yfirgefa Evrópusambandið, og 17% voru óákveðin. En þó svo að þessar tölur séu uppörvandi, er mikið verk óunnið. Kosið um árangur Síðustu vikur hafa borgarar Evrópusambandsins kynnt sér hvernig og hvað Evrópusambandið gerir til þess að vernda þá, skapa ný tækifæri og sýna styrkleika Evrópusambandsins út á við. Kosningabaráttan hefur vakið athygli á þeim árangri sem næst á degi hverjum, í málefnum eins og baráttunni gegn hryðjuverkum, gegn undirboði á vörum og þjónustu, og í baráttunni fyrir því að netrisar sæti ábyrgð og virði persónuverndarlög. Á tímum fjölmargra áskorana hafa stofnanir Evrópusambandsins unnið hörðum höndum að því að tryggja góða þátttöku í kosningunum í ár. Það er mikilvægara en nokkru sinni áður að úrslitin endurspegli skoðanir sem flestra Evrópubúa. Sterkt, lýðræðislegt Evrópusamband er okkur öllum í hag. Evrópsku þingkosningarnar eru lykillinn að því að tryggja að sú verði raunin.Höfundur er sendiherra ESB á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Michael Mann Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Í dag og næstu daga, 23.-26. maí, ganga hundruð milljóna Evrópubúa til kosninga og kjósa sér nýtt þing. Kjósendur allstaðar að úr Evrópusambandinu munu vega og meta frambjóðendur og stefnuskrár þeirra er þeir ganga að kjörborðinu og kjósa fulltrúa til að móta framtíð meginlandsins og hlutverk Evrópusambandsins í heiminum til margra ára. Evrópusambandið er einstakt verkefni sem byggir á friðsamlegri samvinnu landa sem trúa því að sameinuð standi þau sterkari að vígi. Þegar kemur að alþjóðlegum viðskiptasamningum, baráttunni gegn loftlagsbreytingum, og því að takast á við fólksflutninga eru ESB-löndin margfalt sterkari þegar þau deila fullveldi sínu og vinna saman. Þessi mikla lýðræðishátíð sýnir að andstæðingar sambandsins hafa rangt fyrir sér þegar þeir halda því fram að Evrópusambandið sé ólýðræðislegt og að borgarar þess hafi engin áhrif. Evrópuþingið er kjörið í beinni kosningu. Það ræðir löggjöf ESB, breytir henni og samþykkir síðan, ásamt með ráðherraráðinu, sem skipað er lýðræðislega kjörnum ráðherrum frá aðildarlöndunum 28. Þess má geta að kosningarnar skipta líka máli fyrir Ísland. Sem aðili að Evrópska efnahagssvæðinu innleiðir Ísland lög sem samþykkt eru á Evrópuþinginu.ESB vinsælla en áður Nú í aðdraganda kosninganna 2019 eru margir sem vilja grafa undan því sem Evrópusambandið hefur áorkað til þessa og jafnvel eyðileggja það. Til allrar hamingju þá eru slíkar skoðanir á öndverðum meiði við álit flestra, samkvæmt nýlegum skoðanakönnunum sem sýna vaxandi stuðning við Evrópusambandið. Nýjasta Eurobarometer skoðanakönnunin sem gerð var fyrir Evrópuþingið sýndi að 62% ríkisborgara telja að Evrópusambandsaðild lands síns hafi verið til góðs, og tveir af hverjum þremur (68%) eru sannfærðir um að land þeirra hafi notið góðs af því að vera aðili að Evrópusambandinu. Þetta er besta einkunn sem ESB hefur fengið frá því 1983. Um 66% aðspurðra myndu kjósa með því að landið þeirra yrði áfram aðili að Evrópusambandinu sem og meirihluti fólks í öllum aðildarríkjum ESB. Aðeins 17% myndu íhuga að yfirgefa Evrópusambandið, og 17% voru óákveðin. En þó svo að þessar tölur séu uppörvandi, er mikið verk óunnið. Kosið um árangur Síðustu vikur hafa borgarar Evrópusambandsins kynnt sér hvernig og hvað Evrópusambandið gerir til þess að vernda þá, skapa ný tækifæri og sýna styrkleika Evrópusambandsins út á við. Kosningabaráttan hefur vakið athygli á þeim árangri sem næst á degi hverjum, í málefnum eins og baráttunni gegn hryðjuverkum, gegn undirboði á vörum og þjónustu, og í baráttunni fyrir því að netrisar sæti ábyrgð og virði persónuverndarlög. Á tímum fjölmargra áskorana hafa stofnanir Evrópusambandsins unnið hörðum höndum að því að tryggja góða þátttöku í kosningunum í ár. Það er mikilvægara en nokkru sinni áður að úrslitin endurspegli skoðanir sem flestra Evrópubúa. Sterkt, lýðræðislegt Evrópusamband er okkur öllum í hag. Evrópsku þingkosningarnar eru lykillinn að því að tryggja að sú verði raunin.Höfundur er sendiherra ESB á Íslandi
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun